Stapaspjallið er verkefni sem Brynja Stefánsdóttir náttúrufræðikennari og Heiða Björg Árnadóttir stærðfræðikennari og umsjónarkennari. Verkefnið er hlaðvarpsþáttur þar sem kennarar innan skólans ræða saman um vel heppnuð verkefni sem byggast á samþættingu.
Einnig verður haldið úti þætti sem nemendur taka þátt í, að gefnu samþykki frá foreldrum/forráðamönnum. Þeir þættir verða læstir og einungis aðgengilegir kennurum og starfsmönnum í skólum í Reykjanesbæ ásamt foreldrum og forráðamönnum nemenda hér innan unglingastigs Stapaskóla.
Í tengslum við verkefnið er efnt til samkeppni um logo fyrir Stapaspjallið ásamt upphafsstefi í þættina. Þátttaka er valfrjáls en lítil verðlaun eru í boði fyrir þau sem verða valin.
Skil fara fram inn á Teams og er sérstakur verkefnaflipi fyrir þessi skil.