Skólaslit

Skólaslit 2 er samstarfsverkefni grunnskólanna með rithöfundinum Ævari Vísindamanni og kennsluráðgjöfum á Reykjanesi.

Á hverjum virkum degi í október kemur nýr kafli úr sögunni sem er sjálfstætt framhald af Skólaslitum 1 sem hóf göngu sína í október 2021.

Unglingadeild Stapaskóla hefur verið að vinna í bókmenntum og ákváðum við því að eiga frábæra daga saman undir lok október þar sem við hlustum saman og vinnum að skemmtilegu verkefni út frá sögunni.

Verkefnalýsingu má finna hér að neðan, bæði með útskýringum frá kennara (myndband) sem og á pdf formi.


Úrvinnsla verkefnis fer fram í BookCreator þar sem hópar eru að vinna myndasöguverkefni. Til að komast inn í BookCreator koma nemendur til kennara sem bæta þeim inn á það svæði sem vinnan fer fram og hjálpar þeim að tengja sig saman svo allir vinni í sömu bók.

Skólaslit verkefnalýsing með yfirferð kennara

Skólaslit 2.pdf

Skólaslit verkefnalýsing