Háaleitisskóli tekur þátt í UNICEF-verkefninu: „Sjötta hvert barn“
Háaleitisskóli er réttindaskóli UNICEF og í ár beinum við sjónum okkar að þeirri alvarlegu staðreynd að eitt af hverjum sex börnum í heiminum býr við afleiðingar stríðs og átaka.
Við tökum þátt í þessu mikilvæga málefni með því að vera hluti af myndlistasýningunni „Sjötta hvert barn“ á vegum UNICEF á Íslandi, sem haldin verður þann 20. nóvember, á Alþjóðadegi barna. Sýningin fer fram í Reykjavík og verður meðal stærstu myndverkasýninga sem settar hafa verið upp hér á landi. Hún verður jafnframt sett upp á veggjum Háaleitisskóla.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk Háaleitisskóla tóku þátt í verkefninu undir handleiðslu Silviu V. Björgvinsdóttur, myndmenntakennara skólans. Þátttakan fólst í því að nemendur teiknuðu mynd af barni – hvort sem var sjálfsmynd eða ímyndað barn.
Sýningin ber ekki aðeins listaverkin sjálf fram, heldur einnig kraftmikla skilaboð:
Sjötta hver mynd verður sérstaklega merkt til að sýna fram á þann raunveruleika að sjötta hvert barn í heiminum lifir við afleiðingar stríðs og átaka.
UNICEF Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim.
Í ár safnaði UNICEF á Íslandi saman spurningum barna um stríð og áhrif þess á börn. Í myndbandinu svarar Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi nokkrum af þessum spurningum sem tengjast lífi barna sem búa á stríðshrjáðum svæðum. Allir nemendur Háaleitisskóla horfðu á myndbandið og það leiddi af sér góðar og uppbyggilegar umræður.
Miðvikudaginn 28. maí var uppbrot á skólastarfinu frá kl. 10:00 til 11:15 þar sem UNICEF-hreyfingin fór fram. Settar voru upp stöðvar víðsvegar um og við skólann, þar sem boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu. Meðal annars voru dansstöð, skot á mark, armbeygjur, reipitog, froskahopp, staðbundið skokk og blöðrukeppni.
Nemendur söfnuðu svo límmiðum í heimspassann sinn þegar þau höfðu lokið við verkefnið á hverri stöð. Áður en nemendur tóku þátt í UNICEF - Hreyfingunni fengu þau fræðslu um réttindi sín og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.
Háaleitisskóli fékk endurmat á viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Endurmatið fer fram á þriggja ára fresti. Nemendur mættu á sal skólans og hlustuðu á ávörp, söng og tónlistaratriði. Ávörpin fóru fram á þrem tungumálum, íslensku, ensku og spænsku. Að lokum kom réttindaráð upp og tók við viðurkenningunni frá fulltrúm frá UNICEF á Íslandi.
Skiptist í tvo hluta: bekkurinn og skólinn.
Bekkurinn – undirbúningur fyrir þingið fór fram 2. febrúar 2024.
Kennarar völdu fimm spurninga til að ræða um inn í bekkjunum. Nemendum var skipt í 4-5 manna hópa. Þau fengu fyrirfram gefnar spurningar sem þau öll svöruðu og greindu svo hinum hópunum frá svörunum.
Kennari útskýrði hvernig þingið mun fara fram og markmiðið með því. Nemendur voru hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og segja sínar skoðanir.
Kennari varpaði fram nokkrum spurningum til að hita nemendur upp og þeir fengu tækifæri til að átta sig á hvernig þingið gengur fyrir sig.
Skólaþingið inn í matsalnum fór fram 5. febrúar 2024
Nemendum var skipt í hópa. Hópstjórinn fékk iPad til að skrifa svörin inn á Padlet.
Spurningar fyrir yngsta og mið stigið voru eftirfarandi:
Hvernig er góður kennari?
Hvernig finnst ykkur best að læra í skólanum?
Hvað finnst ykkur mikilvægast að læra í skólanum?
Hverju mynduð þið vilja breyta í skólareglunum okkar? Af hverju?
Hvernig mynduð þið vilja hafa námsmatið ykkar? (Próf, umræður, verkefni, ipad, símat, o.fl.)
Spurningar fyrir unglinga stigið voru eftirfarandi:
Hvernig er góður kennari?
Hvernig finnst ykkur best að læra í skólanum?
Hvað finnst ykkur mikilvægast að læra í skólanum?
Hverju mynduð þið vilja breyta í skólareglunum okkar? Af hverju?
Hvernig mynduð þið vilja hafa námsmatið ykkar? (Próf, umræður, verkefni, ipad, símat, o.fl.)
Hvað vantar á unglingastigs ganginn?
UNICEF - Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Börnin fá vandaða fræðslu um réttindi sín, störf UNICEF í þágu allra barna og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum. Hugmyndin er að þau átti sig á að öll börn eiga sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.
Hressir nemendur á mið og unglingastigi í Háaleitisskóla tóku þátt í Unicef hreyfingunni í fyrsta skipti í ár. Þann 26. september 2023 héldum við upp á sérstakan viðburð þar sem nemendur fóru í gegnum 9 stöðvar til að safna límmiðum. Viku fyrr fengu nemendur heim með sér áheitablöð þar sem þeir gátu safnað áheitum til styrktar Unicef.
Við viljum þakka fyrir að taka virkan þátt og hvetjum endilega til að styrkja gott málefni í leiðinni.
Styrkja má hér:
https://sofnun.unicef.is/participant/haaleitisskoli-hreyfingin-2023