Viðburðir

   UNICEF Hreyfingin 2023

UNICEF - Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Börnin fá vandaða fræðslu um réttindi sín, störf UNICEF í þágu allra barna og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum. Hugmyndin er að þau átti sig á að öll börn eiga sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. 

Hressir nemendur á mið og unglingastigi í Háaleitisskóla tóku þátt í Unicef hreyfingunni í fyrsta skipti í ár. Þann 26. september 2023 héldum við upp á sérstakan viðburð þar sem nemendur fóru í gegnum 9 stöðvar til að safna límmiðum. Viku fyrr fengu nemendur heim með sér áheitablöð þar sem þeir gátu safnað áheitum til styrktar Unicef.

Við viljum þakka fyrir að taka virkan þátt og hvetjum endilega til að styrkja gott málefni í leiðinni.

Styrkja má hér:

https://sofnun.unicef.is/participant/haaleitisskoli-hreyfingin-2023



Sýnishorn af verkefnum og þrautum sem nemendur leystu