Mætt eru: Heiðrún og Jurgita fulltrúar Unicef teymis. Nemendur: Safiya Ellen, Mathias Andrei, Nazim, Aría Rós, Mirna, Elín, Julia, Emilia, Anastazja, Elena, Magni Snær og Nawar.
Rætt var um skólaþingið sem stefnt er á að halda í janúar. Útskýrt var fyrir nemendum um hvað skólaþingið er og tilgang þess. Skólaþing er mikilvægur þáttur í starfi UNICEF Réttindaskóla og byggir á hugmyndafræði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til að láta rödd sína heyrast. Tilgangurinn er að tryggja að nemendur hafi raunveruleg áhrif á skólasamfélagið og að ákvarðanir séu teknar með virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra.
Fulltrúar Unicef teymis höfðu sett saman tillögur af spurningum sem spyrja mætti á skólaþingi, en réttindarráðið hittist til að velja úr þeim spurningum. Það var til að nemendur hefðu áhrif á skólaþingið og gott er að heyra frá þeim hvaða spurningar þeim finnst mikilvægar. Niðurstaðan var eftirfarandi:
1. Skólalíðan og daglegt líf
Í hvaða stundum líður þér best í skólanum – og af hverju?
Í hvaða stundum líður þér verst – og hvað mætti breyta?
2. Samskipti, vinátta og félagslíf
Hvernig getum við tryggt að öll börn finni að þau tilheyra hópnum?
3. Öryggi (líkamlegt og tilfinningalegt)
Hvernig geta fullorðnir tekið betur eftir þegar einhver er utanveltu?
4. Réttindi, þátttaka og rödd nemenda
Hvernig getum við tryggt að rödd allra – líka þeirra sem eru feimnir eða ósáttir – heyrist?
5. Námið og kennsluhættir
Hvernig kennsluaðferðir finnst þér virka best?
6. Aðstaða og aðgengi
Er eitthvað í skólabyggingunni sem mætti bæta? (merkingar, aðgengi, leiksvæði o.s.frv.)
Hvað finnst þér um skólalóðina – hvað vantar þar?
Mættir eru Ásta Guðný, Birna, 2 bekkur, Anna María, Safiya, 3.Bekkur Mathias, Nazim, 4.Bekkur Mirna, Aría Rós, 5.Bekkur, Íris, Elín, 6. Bekkur, Emilia og Julia.
Við fórum yfir stöðukönnun fyrir yngri stig. Þau voru að tala um að það vantaði plaköt í suma bekki. Má hafa fræðslu aftur því ekki muna allir eftir hvað er verið að tala um, réttindin, forréttindi, fræða um getur barn misst réttindi.
Þau vildu hafa lengri íþróttatíma.
Vildu að starfsmenn væru sýnilegri úti og væru fljótari að grípa inní, betra úti svæði.
Gera fleiri hugmyndakassa.
Hvað er hægt að gera fyrir þau sem eru að stríða?
Mætt eru: Fulltrúar UNICEF-teymis: Heiðrún og Jón Berg
Nemendur: Anna María, Safiya Ellen, Mathias Andrei, Nazim, Mirna, Aría Rós, Emilia, Julia, Elena, Brynja, Magni Snær, Tristan, Lena, Weronika og Giselle.
Barnasáttmálinn og hugtakið „réttindi“
Fundurinn hófst á umræðum um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ljós kom að ekki allir nemendur þekkja nákvæmlega hvað sáttmálinn felur í sér eða hvað orðið „réttindi“ þýðir.
Farið var yfir stöðukönnun eldri og yngri barna og niðurstöður hennar, en kannanir voru teknar meðal nemenda í Háaleitisskóla árið 2024.
Nemendur spurðu m.a. hvað það þýddi að eigaréttindi, og veltu fyrir sér spurningunni „Getur maður misst réttindi ef maður gerir eitthvað að sér?“ Flestir voru sammála um að réttindi séu ekki eitthvað sem hægt sé að taka af barni þó það geri mistök. Jón Berg útskýrði hugtakið og ræddi mikilvægi þess að allir skilji að réttindi barna eru algild og varða alla.
Stríðni og gæslan í frímínútum
Rætt var um upplifun barna af stríðni og einelti. Fram komu ábendingar um að mikilvægt væri að hafa fleiri fullorðna í gæslu á skólalóðinni. Nokkrir nefndu að nemendur í 10. bekk væru oft duglegri að grípa inn í þegar eitthvað kemur upp á en fullorðnir starfsmenn. Þetta vakti spurningu um hvort hægt væri að styrkja hlutverk elstu nemenda í gæslunni með skipulögðum hætti.
Aðstaða á unglingasvæði – salernismál
Mikil umræða fór fram um aðstöðu á unglingasvæðinu, sérstaklega hvað varðar salerni. Stelpusalernin eru orðin mjög slitin og í slæmu ástandi vegna mikillar notkunar. Þetta hefur áhrif á hreinlæti og almenna stemningu á svæðinu. Nemendur lýstu því að oft væru 5–6 stúlkur inni á salerninu í einu, sem veldur þrengslum, bið og óþægindum. Lagt var til að settar yrðu reglur sem takmarka fjölda sem má vera inni á sama tíma og að komið verði á einhvers konar eftirliti eða skipulagi sem tryggir að aðstaðan sé notuð með virðingu. Að lokum var lagt til að skoðað yrði hvort bæta mætti við einu stelpusalerni á svæðinu, þar sem núverandi fjöldi dugar ekki fyrir allar nemendur.
Næstu skref og ályktanir
Réttindaráð mun á næstu fundum vinna áfram með þessar hugmyndir og ábendingar. Sérstaklega verður horft til:
Fræðslu um Barnasáttmálann, þannig að allir nemendur skilji hugtökin réttindi og skyldur.
Ábendinga til skólastjórnenda um að fjölga fullorðnum í gæslu og skoða möguleika á því að elstu nemendur taki virkara hlutverk í að styðja við yngri börn í frímínútum.
Tillagna um úrbætur á salernisaðstöðu unglinga: viðhald, reglur, eftirlit og möguleika á viðbótarsalerni.
Réttindaráð leggur áherslu á að með þessum aðgerðum megi bæta líðan, öryggi og virðingu í skólanum, sem er í samræmi við markmið UNICEF um réttindaskóla.
Mætt eru: Fulltrúi UNICEF-teymis: Heiðrún.
Nemendur: Aðalheiður, Arnbjörn, Harpa, Elín, Tinna, Cecilia, Markús, Árni, Brynja, Elena og Sindri.
Öryggiskönnun
Farið var yfir niðurstöður öryggiskönnunar meðal nemenda sem svarað var árið 2024. Rætt var um hvernig bæta megi öryggi og vellíðan nemenda í skólanum.
Öryggi og umsjón
Nemendur í yngri bekkjum óskuðu eftir að tveir fullorðnir væru alltaf til staðar í stofunni. Þau lýstu vanlíðan þegar kennari fer út úr stofu, jafnvel í stuttan tíma.
Börn óskuðu eftir að mega nota stresslosandi hluti til aðstoðar við að takast á við streitu og kvíða. Nokkurskonar fikti hluti sem hjálpa t.d. við ADHD. (Fikt teningur, Pop it dót).
Lagt var til að laga lása á hurðum þar sem öryggi eða friðhelgi er ekki tryggð.
Komið var með þá hugmynd að hurðir yrðu merktar „UPPTEKIГ þegar við á.
Rætt var um að það væri of auðvelt fyrir ókunnuga að komast inn í skólann og bent á að bæta þurfi aðgæslu við innganga.
Einelti og stríðni
Nemendur lýstu áhyggjum af einelti og neikvæðri hegðun, sérstaklega á unglingagangi. Þar væri stundum hópahegðun sem felur í sér baktal, stríðni og útilokun.
Lagt var til að yngri nemendur fari með fullorðnum þegar þeir þurfa að fara í tímum í hluta skólans þar sem eldri nemendur eru.
Stríðni tengd fótbolta kom einnig fram, þar sem eldri börn eru sögð meiða yngri og vellir eru alltaf uppteknir. Einnig lýstu nemendur óöryggi þegar allir eru að troðast inn eftir frímínútur.
Aðbúnaður og umhverfi
Óskir komu fram um fleiri leiktæki á útisvæði og almennt betri útisvæði.
Nemendur bentu á að það vanti fleiri fullorðna til að fylgjast með úti í frímínútum.
Tilgreint var að krot, óhreinindi, vond lykt og óásættanleg hreinlæti á salernum væru algeng vandamál.
Rætt var um að bæta þurfi merkingar, t.d. á hurðir, og tryggja aðgengi að snyrtingum í frímínútum.
Ósk um að fá að nota húfur og hettur í skólanum kom fram.
Engin skólabjalla er til staðar – En nemendur bentu á að vilja hafa þannig á útisvæðum.
Fræðsla og upplýsingar
Nemendur töldu að kennarar þyrftu að kenna betur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna almennt.
Nesti og reglur
Komið var fram með hugmyndir um að hafa frjálsari reglur um nesti – t.d. meiri fjölbreytni og sveigjanleika í vali nemenda.
Mætt eru: Fulltrúi UNICEF-teymis: María.
Nemendur í réttindaráði: 5. bekkur: Aron og Nasime, 6. bekkur: Auður og Smári, 7. bekkur: Sindri og Magni, 8. bekkur: Sesselía og Markús, 9. bekkur: Stormur, 10. bekkur: Árni og Nadia.
Öryggiskönnun
Lesið var úr niðurstöðum öryggiskönnunar. Rætt var hvernig mætti bæta aðstæður og öryggi í skólanum.
Athugasemdir og tillögur frá nemendum:
Baðherbergi unglinga þarfnast úrbóta:
Hurðir þar eru bilaðar eða veita ekki næði.
Dömuvörur og rakspírar hverfa strax – mikilvægt að hafa þær samt áfram.
Í strákaklefanum í íþróttasalnum er sterk og súr lykt; nemendur halda að eitthvað sé að í lagnakerfinu.
Myglugrunnur hefur verið nefndur af nemendum – mæla með að það sé skoðað.
Nemendur vilja meiri nærveru starfsfólks í frímínútum:
Börn slást, eða hópar safnast saman og útiloka aðra.
Mikið að gera við fótboltavöllinn og kastalann – þar þarf að fylgjast betur með.
Stöðukönnun eldri nemenda
Farið var í gegnum niðurstöður stöðukönnunar að hluta til, ekki tókst að ljúka yfirferð innan fundartíma.
Meginniðurstaða:
Þörf er á meiri fræðslu um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – um helmingur nemenda kannaðist ekki við hann.
Nemendur vilja ekki að allir séu látnir bera ábyrgð fyrir brot einstakra nemenda – refsingar eiga að vera einstaklingsbundnar.
Almenn óánægja með að þurfa að fara í sund eftir 7. bekk.
Óskir komu fram um nýtt leiktæki á skólalóðina, sérstaklega snúningstæki.
Að lokum
Fundurinn dróst á langinn þar sem reynt var að fara yfir tvær kannanir í einu.
Í framtíðinni verður betra að takmarka dagskrána og einbeita sér að einni könnun í senn.
Nemendur tóku virkan þátt og komu með góðar ábendingar.
Mætt eru: Ásta Guðný, Jurgita, Harpa Sigurleif, Aría Rós, Olivía Vala, Elín Erla, Aðalheiður, Aron Máni, Nasime, Smári, Auður Lilja, Brynja Dögg, Magni Sær, Cecilia Rut og Markús
Farið var yfir aðgengiskönnun 2024.
Punktar frá krökkunum.
● Passa að hafa starfsmann til að opna hurðir þegar það er vont veður þar sem hurðar opnast ekki sjálfar.
● Ath mokstur og hálkuvarnir (Þeim finnst það ekki oft ekki búið þegar þau mæta).
● Ath hvort það eru gular línur á tröppunum. (þau eru ekki sammála hvort þær eru)
● Vantar blindraletur.
● Ath hvort það er örugglega ekki merkt wc sem er fyrir hreyfihamlaða.
● Það þarf að laga wc á unglingastigi. Þar eru hurðar mjög nálægt wc.
● Skerpa á að við erum hnetulaus skóli.
● Skoða betri lýsingu á skólalóð.
● Ath hvort námsefni er aðgengilegt fyrir nemendur með íslensku sem annað mál
● Ath loftgæði í stofum – opna á morgnana og í frímínútum
Farið var yfir alla könnunina.
Fundur gekk heilt yfir vel og fínar umræður hjá þeim.
Mætt eru: Heiðrún, Árni, Cecilia, Auður Lilja, Harpa, Smári, Markús, Stormur, Aría Rós, Elín Erla og Nasime.
Byrjað var að ræða um þann 20. nóvember en þá fékk skólinn endurmat sem Réttindaskóli UNICEF. Nemendur mættu þá á sal skólans og hlustuðu á ávörp, söng og tónlistaratriði. Ávörpin fóru fram á þrem tungumálum, Íslensku, ensku og spænsku. Að lokum kom réttindaráð upp og tók við viðurkenningunni frá fulltrúm frá UNICEF á Íslandi. Nemendur voru ánægðir með athöfnina.
Næst voru ræddar ýmsar hugmyndir fyrir næstu aðgerðaráætlun. Hér fyrir neðan eru athugasemdir frá réttindaráðinu:
Bæta útisvæðið. Hugmyndir ráðsins er að fá skemmtilegri leiktæki eins og trampolín, aparólu, leikkastala. Þau vilja bæta fótboltavöllinn. Þeim finnst vera dimmt úti á morgnanna og vilja betri lýsingu.
Bjóða upp á morgunmat á morgnanna, t.d. hafragraut.
Nýtt strætóskýli.
Betri salernisaðstaða, laga hurðar og lása. Þarf að hafa salerni fyrir hreyfihamlaða í huga?
Bæta aðgengi fyrir hjólastóla við alla innganga. Einnig vantar handrið við tröppur.
Það vantar aðstöðu fyrir hjól, svo hægt sé að læsa þeim og jafnvel hafa skjól/skúr fyrir þau.
Það er oft mjög mikil hálka og of seint brugðist við því. Nemendur eru mikið að detta fyrir utan skólann.
Er hægt að stjórna hitanum í húsinu betur? Oft er alltof heitt eða alltof kalt. Sumir kvarta líka yfir vondri lykt.
Er til skynjari sem skynjar veip reyk? Nemendum á unglingastigi finnst vanta slíkt.
Nemendur á yngra stigi finna fyrir troðningi þegar þau eru að koma út, þau meiða sig og er ýtt. Þeim langar í betra skipulag fyrir hópinn þegar allir eru á leiðinni út í frímínútur.
Hafa fleiri þemadaga, t.d. þemu á föstudögum (Hattadagur, t.d.)
Leifa miðstigi að vera inni í skóm.
Góð mæting nemanda.
Rætt var um Árshátíð:
Í Hljómahöll ár.
Að hafa þema að árið sem við erum fædd. Það er samþykkt.
Hafa tónlist frá árinu, hafa tískusýningu, hafa leikþátt úr bíómynd frá árinu sem þau eru fædd.
Rætt um logo á peysur/ boli fyrir ráðið. Allir samþykktu logo nr 2 og að vera með peysur fyrir alla.
Úr kassanum:
Að spila ps5 í matartíma.
Að 8 bekkur fái skápa.
Betra námsefni.
Leyfa síma (15 miðar). Hugmynd að nemendur fái að vera með símanna í fríminútum en þurfi að ganga frá honum í töskuna eða hafa símageymslu hjá kennara.
Unglingastig.
Mætt eru: Heiðrún, Nadia 10.bekk, Stormur 9.bekk, Tinna 9. bekk, Markús 8.bekk og Cecilia 8.bekk
Heiðrún kynnti réttindaráðið fyrir viðstöddum, þar sem sumir eru nýjir í ráðinu og vildu þau fá að vita nánar hvert hlutverk þeirra í því er. Heiðrún sýnir nemendum vefsíðuna okkar og rennur yfir aðgerðaráætlun seinasta skólaárs og við spjöllum um hvað tókst að gera, sem var allt. Margir nemendur voru mjög glaðir að sjá seinasta atriðið sem átti eftir verða að veruleika, að fá skápa á unglingastigs ganginn, hafi tekist nú í upphafi þessa skólaárs.
Rætt var um hugmyndakassann og rifjað upp hvers konar hugmyndir má setja í hann. Nemendur voru hvattir til að ræða kassann inn í bekk og/eða minna umsjónarkennara á að tala um hann við bekkinn. Réttindaráðið ætlar einnig að passa upp á að Barnasáttmálinn sé ávallt sýnilegur í heimastofunni sinni.
Nemendur komu með nokkrar hugmyndir fyrir komandi skólaár. Fyrsta atriðið var að skólinn verðir ekki lengur símalaus skóli. Það er ákvörðun stjórnenda hvort að svo yrði, en nemendur eru hvattir til að koma hugmyndum líkt og þessum í hugmyndakassann. Þau átta sig annars alveg á því að ekki er hægt að koma til móts við allar óskir nemenda. Rætt var einnig um hugmyndir fyrir skólaþingið, þ.e. hvaða spurningar væru sniðugar. Einnig var rætt um hugmyndir fyrir UNICEF Hreyfinguna, en öll voru sammála um að Hreyfingin seinasta skólaár var mjög skemmtileg og vilja þau endurtaka það fyrirkomulag, en með öðrum þrautum og verkefnum.
Nemendur virðast spenntir og áhugasamir um starfsemi réttindaráðsins og gengu mjög jákvæð af fundinum.
Mætt eru: Heiðrún og Jurgita
Allý 10.bekk, Nadia 9.bekk, Árni 9.bekk, Tinna 8.bekk, Tristan 7.bekk, Margrét 7.bekk, Helena 6.bekk, Daníela 4.bekk, Emma 4.bekk, Aron 4.bekk og Arnór 3.bekk.
Aðgerðaráætlun er varpað upp fyrir nemendur og rætt er um hvað okkur tókst að gera, sem var allt nema eitt. Barnasáttmálinn er sýnilegur í öllum kennslustofum og á göngum. Starfsmenn skólans hafa fengið fræðslu og tekið þátt í námskeiði um Barnasáttmálann og Réttindaskóla. Nemendur hafa fengið tækifæri til að tjá skoðanir sínar, með því að setja miða í hugmyndakassa og á skólaþingi sem haldið var í febrúar. Túrvörur eru aðgengilegar á salernum fyrir unglinga. Það er virk móttökuáætlun sem sýnileg er á vefsíðu skólans. Nemendur fá að hafa áhrif á félagsmiðstöðvarstarf skólans, en settur var upp hugmyndakassi fyrir félagsmiðstöðina. Starfsmenn hafa fengið kynningu um viðmið tilkynninga til Barnaverndar og á eineltisáætlun skólans, sem er aðgengileg á vefsíðunni.
Það sem tókst ekki að gera var að setja upp skápa fyrir nemendur þar sem þeir gætu geymt yfirhafnir, skó og önnur verðmæti.
Eineltisáætlun er kynnt fyrir nemendum í réttindaráði sem finna má á heimasíðu skólans.
Réttindaráðið tjáði sig um hvað þeim fannst skemmtilegt við að vera í réttindaráðinu, svör þeirra voru eftirfarandi og margir sammála um að:
• Það var gott að hittast með ráðinu og tala um ýmislegt sem má gera betur í skólanum.
• Það var gaman að reyna að gera breytingar í skólanum.
• Það er gaman að fá tækifæri til að hafa áhrif.
Nemendur fengu léttar veitingar og á meðan ræddum við um hvert þau stefndu í framtíðinni, hvers konar nám eftir grunnskóla þau höfðu áhuga á eða hvað þau myndu vilja vinna við.
Dagskrá fundarins:
Niðurstöður og samantekt úr skólaþinginu sem haldið var dagana 5-7 febrúar 2024
Mætt eru: Jurgita, Heiðrún, Adam, Arnór Bjarkar, Daniela Edda, Emma Líf, Aron Máni, Anton, Margrét, Tinna, Patrycja, Matthías og Aðalheiður Sara.
Heiðrún kynnti niðurstöður skólaþingsins og varpaði þeim upp á myndrænan hátt (Sjá hér að neðan).
Nemendur ræddu um niðurstöðurnar og þóttu þær endurspegla það sem þeim þeim fannst sjálfum. Þau koma með ýmsar athugasemdir sem Jurgita skráði niður. Þau nefndu t.d. hversu mikilvægt það væri að bæta salernisaðstöðu á unglingastigsgangi og að símabannið í skólanum ætti að vera aflétt.
Mikið samræmi var á milli stiga í svörum nemanda. T.d. voru lýsingar þeirra á hvað góður kennari sé mjög svipaðar, hvaða fög væru mikilvægust og hvaða skólareglum mætti breyta eða bæta við.
Dagskrá fundarins:
þingið - íhugun, tillögur fyrir næsta þingið
þemadagar
umræður
Mætt eru: Jurgita, Aníta Rós, Mirna, Arnór Bjarkar, Daniela Edda, Sigrún Svala, Nikolay, Elena, Sigurður Arnar, Tristan, Margrét, Tinna, Patrycja og Nadja.
umræður um skólaþing sem fór fram í febrúar. Nemendur voru ánægðir með skipulagi skólaþingsins og með spurningarnar.
rætt var um þemadagana þar sem nemendur skólans fá að hanna leiksvæði og útisvæði á á Ásbrú í samstarfi við Kadeco og Þykjó. Rætt var aðeins um það hvað þau vilja hafa úti. Mikilvægt að nýta öll tækifæri sem skólinn fær og taka virkan þátt.
Dagskrá fundarins:
kynning á hugmyndakassanum fyrir félagsmiðstöðina
bekkjarþing og skólaþing í febrúar
umræður
Mætt eru: Jurgita, Aníta Rós, Mirna, Daniela Edda, Aron Máni, Sigrún Svala, Elena, Sigurður Arnar, Tristan, Margrét, Tinna, Patrycja, Nadja, Ísak Máni og Aðalheiður Sara.
Núna eru tveir hugmyndakassar í skólanum. Einn er fyrir skólastarfið og annar er fyrir félagsmiðstöðina. Rætt var um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og hugmyndakassi kynntur. Vakið var athygli á því að nemendur geta haft áhrif á dagskrárgerð félagsmiðstöðvarinnar og komið sínum hugmyndum á framfæri.
Rætt var um bekkjar og skólaþing sem fer fram í febrúar. Nemendur voru hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og einnig til að hvetja aðra til að vera með. Markmiðið bekkjar og skólaþings er að skapa tækifæri fyrir nemendur til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri.
Margar umræður voru um salernisaðstöður skólans, hegðun nemenda, skemmdaverk í skólanum, þáttoku nemenda í félagsmiðstöðinni.
Dagskrá fundarins:
hreinlætisvörur
fundur með skólastjóra til að ræða um læsta skápa inn á unglingastig
bréf til bæjarstjóra
Mætt eru: Jurgita, Svanhvít, María Árelía, Aníta Rós, Mirna, Daniela Edda, Aron Máni, Nikolay Ivetov, Sigrún Svala, Ásþór, Tristan, Margrét, Tinna, Patrycja, Nadja, Alex og Aðalheiður Sara.
Rætt var um hreinlætis (tíðarvörur). Spurt var um hvernig hreinlætisvörur nemendur vildu fá og hvar væri best að staðsetja þær. Ákveðið var að setja hreinlætisvörur inn í körfur á unglingastigs og miðstigs salernum.
Óskað var eftir fleir ruslatunnum inn á salernum. Ákveðið var að skoða það.
Það hefur oft rætt um læsta skápa inn á unglingastigsganginum til að geyma skóladót og persónulega hluti. Sú umræða átti fyrst sér stað á skólaþingi 30. nóvember, 2021. Sú umræða kemur reglulega upp og nemendur eru með sterk rök fyrir því. Ákveðið var að réttindaráð og nemendaráð skólans semji bréf til skólastjóra og bæjarstjóra.
Rætt var einnig um leiksvæði. 10. bekkur vill sýna frumkvæði og mála eitt svæði úti fyrir Pogo leik.
Nemendur óskuðu eftir úrbótum á leiksvæðinu. Helst vildu nemendur fá:
aparólu
fleiri rólur
ærslabelg
Dagskrá fundarins:
· Hugmyndakassi
· Skoðanir nemenda um nám og kennslu
· Dagsskrágerð félagsmiðstöðvar
Mætt eru: Jurgita, Rakel, Aníta Rós, Mirna, Sólveig Sigurrós, Arnór Bjarkar, Daniela Edda, Emma Líf, Aron Máni, Nikolay Ivetov, Sigrún Svala, Elena, Ásþór, Tristan, Margrét, Tinna, Patrycja, Jón Sigþór og Aðalheiður Sara.
Rakel kynndi félagsmiðstöðina og hlutverk hennar. Nemendur sögðu sínar skoðanir um viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar, hvað fannst þeim skemmtilegt, hvað fannst þeim ekki mjög spennandi og hvaða væntingar þeir höfðu til starfsemis og dagskrágerðar. Rætt var um hvernig væri best að fá hugmyndir frá nemendum og ákveðið var að búa til annan hugmyndakassa þar sem nemendur setja inn sínar óskir og tillögur sem varðar starfsemi félagsmiðstöðvar.
Rætt var einnig um vettvang fyrir nemendur til að koma skoðunum sínum um nám og kennslu á framfæri. Margskonar hugmyndir komu fram en engin niðurstaða fékkst að þessu sinni.
Hugmyndakassi var skoðaður. Hugmyndir sem voru í kassanum eru eftirfarandi:
að setja umferðarljós inn í matsalnum til að minnka hávaða
magir óskuðu eftir að fá kastala á leiksvæði skólans
skólabúning
sandkassa
ærslabelg
Dagskrá fundarins:
· Hugmyndakassi
· Barnasáttmáli
· Bekkjarsáttmáli
Mætt eru: Heiðrún, Jurgita, Aníta Rós, Mirna, Sólveig, Nikolay Ivetov, Sigrún Svala, Elena, Tristan, Tinna, Patrysja, Nadia, Jón Sigþór og Aðalheiður.
Rætt er við nýja nemendur í réttindaráði og útskýrt fyrir þeim hvað ráðið snýst um og hvað það þýðir að skólinn okkar sé UNICEF réttindaskóli. 3 nemendur á fundinum hafa verið áður, en restin eru ný í því.
Talað er um hugmyndakassann og útskýrt hver tilgangur hans sé. Nemandi útskýrir að nemendur skrifa á blað hvað þau vilja breyta í skólanum og sú hugmynd er sett í kassann. Þau eru spurð hvort þau viti hvar kassinn er, og þau vita það öll. Þessi kassi er opnaður á öllum réttindaráðsfundum.
Við tölum um hvað má og hvað má ekki fara í kassann, eins og það er bannað að setja eitthvað ljótt í kassann eða dót sem á ekki heima í kassann. Það sem má setja í hann eru blöð með hugmyndum.
Við rifjum upp hvaða hugmyndir við gátum uppfyllt seinasta skólaár. Það var t.d. að settar voru upp myndavélar úti, unglingarnir mega vera í skóm inni og það eru komin skóhorn við skóhillurnar. Einn nemandi sagðist hafa sett hugmynd um að setja spegil inn á baðherbergi, og það er komið hjá hennar stofu. Nemendur höfðu einnig talað um að vilja skólagæludýr, og það fékk skólinn í fyrra.
Útskýrt er hlutverk nemenda í réttindaráði, að þau eigi að fara í sínar stofur og skoði hvort barnasáttmálinn sé sýnilegur í þeirra heimastofum. Þau eiga líka að ræða við kennarann sinn um að allir í bekknum eiga að vita hvar kassinn er, og ef ekki allir vita það, þá á að sýna þeim það.
Við ræðum barnasáttmálann og hvaða réttindi börn hafa og að allir eigi að virða þau.
Við spyrjum hvort allir bekkir séu byrjaðir á bekkjarsáttmála, og að benda kennara á að það þarf að klára þá fyrir lok september.
Við sýnum nemendum vefsíðuna okkar, og að hvetja kennarana sína til að senda okkur myndir af verkefnum sem þau gera í tengslum við barnasáttmálann, því þá getum við sett myndir af því inn á vefsíðuna.
Á fundinn eru mætt: Jurgita og Heiðrún, Tinna 10.bekk, Aðalheiður 9.bekk, Hallmundur 8.bekk, Hrafnhildur 7.bekk, Leo 4.bekk, Brynja 4.bekk, Fanney 3.bekk, Vladislava 3.bekk, Isabel 2.bekk, Katrín 2. bekk.
Seinasti fundurinn verður 25. Maí. Við ræddum hvaða veitingar krakkarnir myndu vilja á honum. Krakkarnir sögðust vilja súkkulaði og kex og mögulega pönnukökur.
Við ræddum hvað við gerðum í vetur, ferðina í Reykjavík og hvaða hugmyndir þau komu með fyrir fræðslu um Barnasáttmálann. Einn nemandi segir að margir hafa komið með hugmyndir til réttindaráðs, en hann spyr hvaða hugmyndir hafi verið framkvæmdar. Við ræddum um að það hafi einhverjar verið framkvæmdar, t.d. varðandi salernin, símanotkun, að fá gæludýr í skólann, og fleiri. Við ræddum um að sumt er enn í umræðu, en það veltur á kostnaði hvenær það fari í gegn. Við ræddum líka að suma hluti er flókið að framkvæma og það tekur tíma og þarfnast mikils samtals.
Krakkarnir fengu hrós fyrir að hafa gengið í stofur og kynnt hugmyndakassann. Það gekk svo vel að kassinn var nú með helling af miðum.
Sú hugmynd sem nemendur telja að hægt sé að fá auðveldlega í gegn eru að fá rólu, hafa spegil í hverri skólastofu, fá skóhorn við skóhillurnar og fá kósýherbergi. Það sem væri erfitt að fá í gegn væri að fá sundlaug í skólann og taka símabannið af.
Við ræddum um ábyrgð nemenda í réttindaráði að leiðbeina öðrum nemendum skólans um hvað ætti að fara í hugmyndakassann og að koma í veg fyrir skemmdarverk. Í kassann komu t.d. hundruði miðar með bara nöfnum kennara á. Við ættum að leiðbeina nemendum að kassinn er fyrir hugmyndir en ekki fyrir grín.
Hugmyndirnar voru margar og sumar er hægt að framkvæma, á meðan aðrar eru frekar óraunhæfar. Þær hugmyndir sem komu í kassann voru:
• Leyfa síma í 5-10 bekk
• Fá fleiri tölvur í skólann
• Allur bekkurinn fari saman í sund (yngra stig)
• Að nemendur fái að taka fyrri strætó heim
• Fá trampólín á skólalóðina
• Fá aparólu á skólalóðina
• Að það sé sundlaug við skólann
• Fá girðingu í kringum fótboltavöllinn
• Fá stærri fótboltavöll
• Fá að taka með gæludýr í skólann
• Fá led ljós í skólastofurnar
• Ekkert einelti
• Að skólinn byrji klukkan 09:00 og verði til 14:00
• Meiri stærðfræðikennsla
• Meiri sundkennsla
• Hætta með sundkennslu
• Fá spegil í allar skólastofur
• Að nemendur fái betri liti
• Hafa meiri próf
• Að tekið sé á fordómum (rasisma)
• Að hafa skóhorn við skóhillurnar
Mætt eru: Tinna Von 10.bekk, Aðalheiður 9.bekk, Hallmundur 8.bekk, Hrafnhildur 7.bekk, Bjarki 6.bekk, Magni 5.bekk, Ástþór 5.bekk, Leó 4.bekk, Fanney 3.bekk, Katarina 2.bekk.
Við skoðuðum miðana sem voru komnir í hugmyndakassann og ræddum innihald þeirra. Á tveimur miðum stóð að nemendur vilja myndavélar á gangana. Réttindaráðið var sammála því vegna þess að unglingunum finnst mikið vera stolið frá sér og myndavélar myndu hjálpa við að finna út hverjir eru að stela. Einn strákur talaði um að þegar honum hefur verið strítt eða hann meiddur þá hefur það alltaf gerst á göngunum og myndavélar myndu hjálpa honum að fá sannanir fyrir því hverjir eru að gera honum það.
Á einum miða stóð að ósk væri um að þemadagar væru með nokkrum stöðvum þar sem nemendum er raðað í hópa með vinum sínum og þau fá að flakka á milli stöðva. Ráðið ræddi saman um það og sögðu þau að seinustu þemadagar hafi verið nokkurn veginn þannig. Var unglingastigið ánægt með að fá að skrá sig á stöðvar og þar með raðað sér með vinum sínum. Stúlka á miðstigi var óánægð með að kennari hafi raðað þeim í hópa og ekki voru margir vinir saman.
Á einum miða var ósk um að fá reyk skynjara á baðherbergin. Réttindaráðið taldi það vera í tengslum við að nemendur eru að veipa inn á klósetti. Þau töluðu einnig um að reyk skynjari þar gæti skapað vandamál þar sem nemendur færu að leika sér að setja þá í gang til að trufla kennslu. Það yrðu nauðsynlegt að hafa myndavélar fyrir utan klósettin til að finna út hver fór inn á baðherbergi þegar skynjarinn fór í gang.
Næst fór réttindaráðið í leiðangur um skólann, þar sem þau gengu á milli bekkja með hugmyndakassann og sögðu frá honum. Allir bekkir og kennarar tóku vel á móti okkur og þökkuðu okkur fyrir að minna á kassann.
Rætt var um hugmyndir af fræðslu er tengjast Barnasáttmálanum. Þær hugmyndir sem nemendur skrifuðu niður voru:
• Kynningar, Videó (Myndbönd), fræðslur
• Þemadagar
• Leikrit
• Gettur betur – Foreldrar horfa eða taka þátt, líka starfsmenn
• Dagur mannréttinda barna, 20. Nóvember
• Kenna kennurum, 5. Október
• Finna myndir í tengslum við barnasáttmálann. T.d. The boy who harvested the wind
• Krakkar gera verkefni fyrir kennara að skila inn
Mættir eru: Heiðrún og Jurgita, Alexandra 10 bekk, Jón Sigþór og Aðalheiður 9 bekk, Hallmundur og Árni Þór 8 bekk, Hrafnhildur og Andrea 7 bekk, Bjarki og Aljósa 6 bekk, Ási 5 bekk.
Nemendur kláruðu að mála hugmyndakassann, en hann hafði verið tekin í notkun fyrir jól, þó hann það hafði ekki verið búið að mála hann allan.
Nemendur unnu að plakati til að hafa hjá hugsmyndakassanum. Textinn var prentaður út ásamt myndum, sem klippt var niður og límt á plakat. Það sem stendur á plakatinu er:
Hugmyndakassinn er kassi sem allir geta sett í hugmyndirnar sínar um starf skólans.
Á réttindaráðsfundum skoðum við hugmyndirnar og ræðum hvernig við getum bætt skólastarfið.
Kassinn styður við 12. Grein Barnasáttmálans en hún fjallar um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif.
Hugmyndir af hugmyndum:
Við viljum trampólín á skólalóðina
Við viljum skápa til að geyma úlpur og skó
Við viljum leiklistartíma
Bannað að setja í kassann:
Rusl
Miða með ljótum orðum eða teikningum
Mættir eru: Heiðrún og Jurgita, Tinna Von og Alexandra 10 bekk, Jón Sigþór og Aðalheiður 9 bekk, Hallmundur og Árni Þór 8 bekk, Hrafnhildur og Andrea 7 bekk, Bjarki og Aljósa 6 bekk, Ási og Magni 5 bekk, Leó og Brynja 4 bekk, Fanney og Vladislava 3 bekk, Ísabel og Katarína 2 bekk.
Við spjölluðum við krakkana um hugmyndakassann sem var búin til seinasta vetur. Við ræddum hvers konar hugmyndir geta farið í kassann, hvar við ættum að hafa hann og hvernig við getum kynnt hann fyrir restina af skólanum. Við viljum finna leið til að útskýra kassann og réttindaráð fyrir 1 bekk því þaðan eru engir fulltrúar í réttindaráði.
Við spjölluðum um fyrstu hlutverk réttindaráðs, en þau eiga að skoða hvort að allar stofur séu með plakat af barnasáttmálanum sýnilegt og bekkjarsáttmála.
Ákveðið var að búa til plakat til að hafa hjá hugmyndakassanum.