Tilgangur bekkjarsáttmála í skóla sem er Réttindaskóli UNICEF er ekki bara “reglur”, heldur hluti af menningu þar sem börn þekkja réttindi sín, virða réttindi annarra og taka þátt í að skapa öruggt og réttlátt námsumhverfi.
Að byggja bekkjarheild sem byggir á mannréttindum
Bekkjarsáttmáli hjálpar nemendum að skilja að bekkurinn þeirra er lítið samfélag þar sem mannréttindi eiga að gilda í verki – ekki bara í orðum. Sáttmálinn tengir daglegt skólastarf við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.