Aðgerðaráætlun 2023 -2024

Háaleitisskóli, gildistími 2023 - 2024

Hér að neðan verða teknar saman þær aðgerðir sem réttindaráð verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Háaleitisskóla vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2024.

Aðgerðaáætlun þessi byggir á niðurstöðum stöðumats  og verður sú tenging sérstaklega tilgreind undir hverri og einni aðgerð (hvað og af hverju). Ábyrgðaraðili (hver) er tilgreindur fyrir hverja aðgerð en hann ber ábyrgð á að aðgerðinni verði komið í framkvæmd innan ákveðins tímaramma (hvenær). Einnig skal taka fram hvernig framkvæma á aðgerðina (hvernig). Tekið er fram hvaða greinum Barnasáttmálans aðgerðin tengist sérstaklega. Einnig má tilgreina þau heimsmarkmið sem eiga við um aðgerðina. Þá þarf að taka fram hvaða markmið Réttindaskóla eiga við um hverja aðgerð. 

Allar aðgerðir skóla, frístundar og félagsmiðstöðvar skulu koma hér fram. 

Mikilvægt er að taka það fram að aðgerðaáætlun þessari er ekki ætlað að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann leggur sig enda er það verkefni sem lýkur aldrei. 

Réttindaskóli UNICEF

Réttindaskóli UNICEF (e. Child Right Schools) er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum eins og hann er iðulega nefndur, og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda. Skólar (leik- og grunnskólar), frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna verkefnið leggja sáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. 

Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annars starfsfólks. 

Fjöldi Réttindaskóla UNICEF eru starfræktur víðsvegar um heiminn en UNICEF aðlagar verkefnið hverju landi fyrir sig. Fyrstu Réttindaskólarnir á Íslandi hlutu viðurkenningu árið 2017 og þeim fer hratt fjölgandi. 

Réttindaskólar UNICEF og Barnasáttmálinn

Í Réttindaskólum UNICEF notum við hugtakið heildarskólanálgun (e. Whole School Approach) til þess að skýra hugmyndafræði verkefnisins, en hún skiptist í fjögur skref sem lýsa heildrænni nálgun á innleiðingu réttinda barna í skólastarfið.  

Fyrsta skref er að börnin njóti þeirra réttinda að mennta sig. 

AÐ LÆRA ERU RÉTTINDI

Skref tvö er að börn og fullorðin þekki og læri um réttindi barna. 

AÐ LÆRA UM RÉTTINDI

Í skrefi þrjú læra börn um réttindi sín í umhverfi sem styður við réttindi þeirra. 

AÐ LÆRA Í RÉTTINDAUMHVERFI

Lokaskrefið er að börn iðki réttindi fyrir sig sjálf og aðra. 

AÐ LÆRA AÐ IÐKA RÉTTINDI

Réttindaskólar UNICEF – hugmyndafræði og hagnýtt verkefni 

Markmið verkefnisins

Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem innleiða verkefnið vinna að því að ná fimm markmiðum sem byggja á Barnasáttmálanum. Aðgerðaáætlun er unnin út frá markmiðum verkefnisins og gott er að hugsa öll verkefni og aðgerðir út frá því hvernig þær styðja við markmiðin fimm.

Fyrsta markmiðið er að auka þekkingu á réttindum barna. Börn og fullorðin þurfa að þekkja Barnasáttmálann og geta tengt hann við skóla og frístundastarf .  

Annað markmiðið er aukið lýðræði. Starfsfólk þarf að vinna markvisst að því að auka og efla tækifæri barna til þess að hafa raunveruleg áhrif á öll málefni sem þau varða. Starfsfólk tekur tillit til skoðana barna og gefur þeim upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru.  

Þriðja markmiðið er að skapa eldmóð fyrir réttindum barna. Börn verða að fá tækifæri til að læra um eigin réttindi og réttindi annarra barna, þvert á námsfög. Jafnframt eiga börn og ungmenni að fá þjálfun og hvatningu í því að standa á rétti sínum og til að beita sér fyrir mannréttindum í skólanum, frístundastarfinu og samfélaginu öllu .  

Fjórða markmiðið er að Barnasáttmálinn sé hluti af daglegu starfi. Barnasáttmálinn þarf að vera rauður þráður í skóla- og frístundastarfi. Stjórnendur vinna með markvissum hætti að því að gera sáttmálann að viðmiði í ákvarðanatöku og hann er grunnurinn að daglegum samskiptum barna, kennara og frístundaráðgjafa. Barnasáttmálinn er einnig notaður sem viðmið þegar skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar móta stefnur og reglur starfsins. 

Fimmta og síðasta markmið verkefnisins er samstarf út frá þörfum barnsins. Skólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir í nærumhverfi barnsins þurfa að eiga í samstarfi til að tryggja réttindi barna. Samstarfið er þróað með það að markmiði að deila reynslu og efla réttindastarfið. Markmiðið með auknu samstarfi er einnig að vernda réttindi þeirra barna sem þurfa sértækan stuðning með viðeigandi aðlögun.   

Þannig er verkefnið Réttindaskóli og -frístund UNICEF bæði hugmyndafræði og hagnýtt verkefni sem miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.

Greinargerð vegna stöðumats

Stöðumat fyrir starfsfólk og nemendur Háaleitisskóla var lagt við upphaf  innleiðingarferlisins og endurtekið svo áður en Háaleitisskóli fékk viðurkenningu haustið 2021. Ferli endurmatsins var enn þá í þróun hjá Unicef og er Háaleitisskóli að byggja endurmatið sitt að hluta til á sömu niðurstöðum og voru notaðar við gerð fyrri aðgerðaráætlunar. 

Umsjónarmenn Réttindaráðsins fóru yfir niðurstöðurnar stöðumatsins og þær voru kynntar í Réttindaráðinu. Miklar umræður sköpuðust og byrjað var að forgangsraða niðurstöðum sem settar voru svo í aðgerðaráætlun. Rætt var um hvað er mikilvægast fyrir skólann okkar út frá niðurstöðum stöðumatsins. Það kom í ljós að það þarf að vinna betur við Barnasáttmálann og halda fræðslu fyrir börn sem fullorðna. Háaleitisskóli er enn í mikilli þróun þar sem nemendafjölgun var mjög mikil haustið 2022 og það þarf að huga vel að því að hefja umræður um réttindi barna og tryggja að Barnasáttmálinn er vel sýnilegur í skólanum og er hluti af daglegu starfi skólans. Þar sem mælt er með 6-7 framkvæmanlegum aðgerðum var ákveðið að velja eftirfarandi 8 aðgerðir sem eru byggðar á niðurstöðum stöðumatsins og einnig á niðurstöðum hugmyndakassans. Réttindaráðið fundar á þriggja vikna fresti og reynt er að hafa fundi tvisvar í mánuði. Farið er yfir niðurstöður hugmyndakassans á hverjum fundi. Farið var yfir niðurstöður stöðumatsins 4 sinnum frá því haustið 2022. 

Stöðukönnun starfsfólksins leiddi í ljós að:

*Margt starfsfólk heldur að réttindin í Barnasáttmálanum hafa í för með sér skyldur fyrir börn.

*Margt starfsfólk heldur að börn eigi ekki að taka þátt í að skipuleggja kennslustundir.

*Það miðlar sjaldan fræðslu um Barnasáttmálann í starfinu sínu.  

Stöðukönnun eldri barna leiddi í ljós að:

*meira en 60% geta ekki nefnt 4 réttindi í Barnasáttmálanum

*um 50% barna vita ekki að réttindin í Barnasáttmálanum gildi líka um þau

*60% barna telja að þau geti misst réttindi sín ef þau gera eitthvað af sér

Í Háaleitisskóla eru um 60%nemenda af erlendum uppruna og þar af leiðandi er stundum erfiðara að koma skilaboðum vel til skila. Við notum hugmyndakassa mjög mikið í skólanum. Kassinn er staðsettur fyrir framan skrifstofu húsvarðar og allir nemendur vita af honum. Það er unnið að því að búa til frekari leiðbeiningar um notkun og tilgang kassans, einnig unnið er að því að merkja svæðið þar sem hugmyndakassi er staðsettur betur. Hugmyndakassi er afar vinsæll í okkar skóla. Þar setja nemendur sínar óskir og athugasemdir sem við skoðum tvisvar sinnum á mánuði og förum yfir þær á fundum Réttindaráðsins. Einnig notum við öll tækifæri og spjöllum við nemendur skólans. 

Samantekt

Háaleitisskóli hlaut viðurkenningu Unicef í nóvember, árið 2021 og núna er stefnt að fara í endurmat. Margt mjög gagnlegt og uppbyggilegt hefur gerst í innleiðingarferlinu og það var afar áhugavert að fylgjast með nemendum dafna, tjá sínar skoðanir og koma með tillögur. Við erum enn þá að reyna að finna leiðir hvernig væri best að koma mismunandi skilaboðum vel til skila, útskýra að ekki er alltaf hægt að framkvæma allt strax sem óskað er eftir. Það er einnig erfitt að hvetja þau til að tjá sig og benda á sem betur má fara og svo er kannski margt sem er ekki hægt að uppfylla í bráð. Ef nemendur fá mjög oft nei, þá missa þeir trú á getu skólans til að koma til móts við þá. En svona umræður eru afar góðar og gagnlegar. 

Aðgerðaráætlun var byggð á niðurstöðum kannana, tillögum úr hugmyndakassanum, umræðum á Réttindafundum og einnig umræðum inn í bekkjum og á göngum skólans. Einnig var reynt að tryggja það að aðgerðirnar verði framkvæmanlegar þar sem Háaleitisskóli er í smá biðstöðu þar sem beðið er eftir nýjum skóla sem á að byrja að byggja árið 2025. Starfsfólkið reynir að nýta öll tækifæri til að kynna Barnasáttmálann og upplýsa um að Háaleitisskóli er Unicef skóli. 

Háaleitiskóli er fjölmenningarskóli og reynt er að kynna Barnasáttmálann á mjög fjölbreyttan hátt, til dæmis er Barnasáttmálin á mörgum tungumálum innan skólans, kennarar benda nemendum á hvar er hægt að lesa sér til á þeirra tungumáli og einnig hvetja til þess að nota þýðingaforrit. 

Það hefur margt breyst í starfsmannahópi og Unicef teyminu og þar af leiðandi er nauðsynlegt að halda áfram að ræða um Barnasáttmálann og kynna fyrir starfsfólkinu. Unicef teymi skólans er að mestu leyti breytt frá því í fyrra og það tekur tíma að lesa sig til og skilja hvernig allt gengur fyrir sér. Núna erum við öll saman að horfa á myndbönd á Unicef Akademíunni á deildarfundum og ræðum saman um mikilvæg málefni. Þar af leiðandi er einnig mjög mikilvægt að kynna forvarnaáætlanir á deildar-, kennara- og starfsmannafundum. 

Nemendahópurinn er mjög fjölbreyttur í skólanum þar sem um 60% barna eru af erlendum uppruna, einnig erum við að fá mörg börn sem sækja um alþjóðlega vernd og því er mikilvægt að finna leiðir til að upplýsa alla eins vel og mögulegt er. 

Verkefni eru mörg, bæði skemmtileg og krefjandi og að vera hluti af Unicef teyminu á Íslandi hjálpar okkur mikið í daglegu starfi.