Eftirfarandi er rauntengt verkefni þar sem nemendur skoða fasteign sem möguleiki er að sé heppileg sem fyrsta fasteign. Unnið er út frá þeim forsendum sem fasteignin gefur og út frá því er plakatvinna þar sem tímalína er sett upp með það að markmiði að safna fyrir útborgun innan ákveðins tímaramma.
Hér má sjá innlögn á verkefninu fyrir þá sem misstu af.
Myndband í innlöng: https://www.youtube.com/watch?v=xmzpd-0mO-4
Verkefnalýsing sem fjallar í grófum dráttum um það sem á að koma fram í verkefninu.
Orðaspjall með helstu hugtökum sem tengjast fasteignakaupum ásamt útskýringum á þeim.
Fyrirmyndarverkefni frá kennurum. Hér má sjá hvernig möguleiki er á útfærslu á tímalínunni sjálfri. Verkefnið hangir á vegg inn í appelsínugulu tvennd.
Hæfniviðmið sem finna má í leiðsagnarheftinu. Hér eru mjög skýrar leiðbeiningar um hvað á að koma fram í verkefninu okkar.