Eftirfarandi verkefni er hugsanlega stærsta verkefnið í þessu þema okkar. Því er skipt niður í 3 hluta til að auðvelda öllum yfirsýn á því sem vinna á að hverju sinni.
Verkefnið er hópaverkefni þar sem 2-3 nemendur vinna saman.
Verkefnið gengur út á að nemendur eru ferðaráðgjafar sem setja saman ferðaplan fyrir einstakling sem er að koma til Íslands í fyrsta skipti.
Fyrsti hlutinn, forsagan er að finna á þessari síðu.
Hér er innlögn fyrir allt verkefnið.
Hver hópur þarf að útbúa kynningu á ferðaskrifstofunni sinni ásamt ferðamanninum sjálfum.
Þennan hluta á að vinna í Canva og passa þarf að eftirfarandi komi fram:
Hverjir eru í hópnum?
Gefa ferðaskrifstofunni nafn og búa til logo.
Gefa ferðamanninum nafn, aldur og annað.
Taka það fram hvaðan ferðamaðurinn kemur.
Skil: Hópurinn fer með Canva skjalið til kennara og tekur í sameiningu námssamtal áður en verkefni er skilað inn á Teams.