Í þessu Stapamixi eru 10 skylduverkefni hjá 7. og 8. bekk og 13 skylduverkefni hjá 9. og 10. bekk. Verkefnin eru unnin bæði einstaklingslega og í hópum. Öllum verkefnum er skilað inn á Teams þar sem hvert verkefni á skilahólf. Mikilvægt er að hver og einn nemandi notist við leiðsagnarhefti samhliða verkefnavinnu og mæti með það í námssamtöl hjá kennara áður en verkefnum er skilað inn á Teams.

Samhliða skylduverkefnunum eru valverkefni í boði og mega nemendur velja sér allt að 3 verkefni þar.