Eftirfarandi verkefni er lokahluti af Ferðamanninum en er einstaklingsverkefni og er áhersla á ritun.
Hver nemandi skrifar dagbókarfærslur ferðamanns sem hópurinn sem nemandi var í hélt utan um.
Dagbókafærslurnar eru skrifaðar í 1. personu (9. og 10. bekkur þarf að geta endursagt hluta í 3. persónu líka) og eru allar færslurnar samtals 800-1000 orð.
Í dagbókarfærslunum þarf meðal annars að koma fram:
Hvað ferðamaðurinn gerir
Hvað ferðamaðurinn upplifir
Skoðanir ferðamannsins og tilfinningum gagnvart því sem hann upplifir
Reyndu að koma inn húmor, spennu eða ævintýralegum lýsingum þannig að lesandinn vilji lesa meira.
Notaðu fjölbreytt lýsingarorð.
Mikilvægt er að lesa vel yfir eða fá aðra til að lesa yfir og skoða stafsetningu.
Dagbókarfærslurnar eiga að vera skrifaðar í word.
Notaðu leiðsagnarheftið til að leiðbeina þér í gegn um þetta verkefni.
Skil: Mikilvægt er að fara í námssamtal áður en verkefni er skilað inn á Teams.