Nemendur í 1.-5.bekk unnu með hugtakið staðalímyndir í upplýsingatækni - þar horfðu þau á stuttmyndina Purl eftir Pixar en er skrifuð og leikstýrt af Kristen Lesterer. Purl er áhugasamur bolti af bleiku garni og er nýr starfsmaður í fyrirtæki. Purl er allt öðruvísi en allir starfsmennirnir á vinnustaðnum og verður fljótt ótrúlega einangruð. Seinna setur Purl fram hugmynd á fundi og fær viðbrögðin: "Þú ert of mjúk. Þú verður að vera árásargjörn." Purl breytir framkomu sinni og útliti til þess að falla inn í hópinn. Purl ákveður að verða einn af strákunum. Purl byrjar að klæðast jakkafötum eins og allir aðrir og breytir hringlaga lögun sinni, segir óviðeigandi brandara á skrifstofunni til að hlæja og setur fram árásargjarna hugmynd sem karlkyns vinnufélagar Purl elska á fundi. Svo kemur nýr starfsmaður sem lítur út eins og Purl gerði þegar Purl steig fyrst inn í fyrirtækið. Purl hefur samúð með nýja starfsmanninum og verður aftur eins of áður - sem breytir allri menningu vinnustaðarins. Áhorfendur sjá síðar Purl stjórna sýningunni og bjóða nýjan starfsmann velkominn á hæð fjölbreyttra samstarfsmanna af mismunandi kyni, lögun, litum og stærðum.
Þetta dæmi var valið vegna þess það er frábær boðskapur í þessari stuttu kvikmynd sem bíður upp á mikla umræðu. Hér getur kennari notað kennsluaðferðir eins og samvinnunám og umræðu með nemendum sínum. Kennari getur spurt opnar spurningar og leyft nemendum að tjá sig um myndbandið, svara spurningum með sínum orðum og lært að hlusta og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Stuttmyndin fer um svo víðan völl: Misrétti kynjanna, kynusli, ágreiningar á kynskiptum vinnumarkaði, staðalmyndir kynjanna, jafnrétti, kyngervi, kvenleiki, karlmennska, eðlishyggju sem gefur í skyn ólíka hegðun og ímynd kynjanna sé meðfædd.
Hér getur kennarinn byrjað að búa til gott og hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur sína svo að þeir vilji tjá sig og reynt að setja sig í spor annarra.
Síðan unnu nemendur listaverkið í sjónlist - hver og einn fékk sinn kassa til þess að hanna á sinn hátt því og settum svo saman til þess að fá heildarmynd af verkinu.