Nemendur völdu karaktera til þess að mála á vegginn. Fyrsta sem upp sett var ævintýrið Lion King og teiknuðu nemendur sjálfir á vegginn, blönduðu litina og máluðu. Myndin er ekki alveg fullkláruð, aðeins nokkur smáatriði sem eftir á að laga, en hún er GLÆSILEG!
Klippiverk
Gosdrykkja hönnun - Útlit og innihald
Dýrið mitt
Ofurhetjan
Herbergið
Nemendur hanna og búa til herbergi eftir sínu höfði
Framtíð og fortíð
Á hverju skólaári fær hver árgangur sinn listamann sem kveikju. 8.-10.bekkur í ár vann með listamanninn Jackson Pollock
Hann var áhrifamikill bandarískur listmálari í bandarísku hreyfingunni sem var kennd við abstrakt expressjónisma, eða þá grein hennar sem kölluð var action painting, eftir Síðari heimsstyrjöldina. Þekktasta tækni hans fólst í því að láta málningu drjúpa úr pensli á liggjandi léreft. Þetta varð til þess að hann fékk auknefnið „Jack the Dripper“.