Þemaverkefni með nemendun í 1.-5.bekk
Mikilvægt er að skólinn sýni menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni.
Hér er ekki eingöngu átt við þjóðmenningu tengda upprunalöndum nemenda heldur einnig heimamenningu, þ.e.a.s. þá menningu sem börnin þekkja frá heimilum sínum og stendur þeim næst. Hlúa skal að fjölbreyttri menningu innan skólans og gæta að slíkt sé ekki eingöngu gert á afmörkuðum sviðum í skólanum, til dæmis eingöngu með fjölmenningardegi, heldur sé slík hugsun leiðarljós í skólastarfinu yfir allt árið.
Dæmi um slíkt er meðvitund um fjölmenningarlegt námsefni og fjölmenningarlegan efnivið, uppbrot á skólastarfinu tengt ólíkri menningu t.d. menningu heimilanna, matarmenningu, tónlist, leikjum, klæðnaði eða öðru. Þess skal gætt að þegar unnið er með ólíka menningu nemenda sé ekki verið að auka bilið á milli ólíkra hópa og vinna með þætti sem þeir tengjast lítið.
Söngur og dans