Flokksstjórnarfundur í mars
Önnur mál
Mætt: Kristrún Mjöll Frostadóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Grétar Þórsson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Stein Olav Romslo, Eyrún Fríða Árnadóttir (á Zoom), Guðný Birna Guðmundsdóttir (á Zoom), Sindri Kristjánsson (á Zoom), Vilborg Oddsdóttir, Haraldur Þór Jónsson (á Zoom), Ágúst Arnar Þráinsson.
Áheyrnarfulltrúar: Jóhannes Óli Sveinsson (UJ).
Starfsfólk: Þórður Snær Júlíusson, Kristín Ólafsdóttir (á Zoom), Rakel Pálsdóttir, Sigrún Einarsdóttir.
Fundur settur 17:09.
Fundargerð síðasta fundar lögð fram
KJ fór yfir fundargerðina.
Samþykkt.
Drög að fjárhagsáætlun 2026
RP og JGÞ fóru yfir áætlunina.
Mesta er óbreytt frá 2025.
Kl. 17:18 tók Guðmundur Ari Sigurjónsson sæti á fundinum.
Framlag til sveitarstjórnarkosninga skv. ákvörðun á síðasta fundi.
Nokkrum tölum verða uppfærðar í janúar þegar niðurstaða fyrir árið 2025 liggja fyrir.
Skrifstofukostnaður er uppreiknaður um 4 %.
Það fer mikill tími RP og JGÞ í að taka saman ársreikninga samstæðunnar að hausti, hugmynd að fá annan aðila til að gera það.
Líka að láta stóru félögin gera sína ársreikninga á sama stað.
Yfirdráttarvextir detta út en innlánsvextir koma í staðinn!
Kl. 17:29 tók Magnea Marínósdóttir sæti á fundinum.
Pæling að rukka innanhúsleigu fyrir félögin sem nota H1 mikið.
Liðurinn viðhald er óviss, kemur í ljós þegar við ákveðum hvað við viljum gera við H1.
Áætlaður rekstrarniðurstaða um 30 milljónir.
Framkvæmdir á Hallveigarstíg
Það er komin ný teikning þar sem öll hæðin er undir.
RP: legg til að vinna í áföngum, taka okkar megin á næsta ári og svo meta og etv. taka hinn helminginn árið 2027.
Hægt að gera það, þarf bara að geyma auka gólfefni oþh. til að tryggja að allt liti vel út.
VO: áhyggjur af því að deila með öðrum, t.d. þegar það eru fundir og leigjendur labba í gegnum rýmið.
ÞSJ: ítreka mikilvægi þess að hafa creative room þar sem hægt er að búa til eigið efni, s.s. hlaðvörp og myndbönd.
GAS: óttast að ef við gerum hlutina ekki núna, þá gerum við það aldrei. Þurfum við þetta rými í framtíðinni? Ef svarið er já, þá ættum við að gera það strax.
KF: ef við rífum okkur í gang í fjáröflun er ekkert mál að safna 5 milljónum. Þá erum við komin upp í sömu tekjur og leigutekjurnar í dag.
GÁS: hver eru þörfin á svona stórum sal, er stærsti hlutinn af hæðinni minnst notaða rýmið?
SE: Þörfin eru þar, allir viðburðir stækka.
KF: stundum langar mann bara að gera eitthvað. Tökum nokkrar vikur í að skoða hvort við getum teiknað upp aðrar tekjulindir til að koma til móts við tapaðar leigutekjur.
RP: planið var líka alltaf að leigja salinn út, það eru einhverjar tekjur þar.
GAS: ef þetta er gert almennilega getum við fært allskonar viðburði hingað inn. Líka hvetja fólki til að mæta á skrifstofuna og líða vel hér. Þurfum að fá kostnaðarmat til að meta þetta raunverulega.
KF: ef aðstaðan er betri munum við nota rýmið meira, UJ verður hérna meira, þingflokkurinn kemur meira.
ÞSJ: allt sem laðar að sér fólki á skrifstofuna fjölgar hópnum sem getur búið til efni og verið með að vinna.
Flokksstjórnarfundur í mars
21. mars í Austurbæjarbíó á Snorrabraut
Salurinn tekur að hámarki 300 við hringborð, tæknimálin í góðu
7 vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar
Kynning á daglega lífinu
Erlendir gestir?
Pæling að fá t.d. Tonje Brenna frá Noregi.
Staðan í stjórnmálum
KJ: það kemur upp umræður um evrópumálin hér og þar
KF: ekkert plan komið, er nóg að gera dags daglega, þurfum að gera aðra hluti vel.
KJ: tilfinning að tímasetningin fyrir ESB-atkvæðagreiðslu sé ekki góð núna.
VO: fundarröð SffR hefur verið vel sótt, nýtt fólk að mæta. Líka fólk sem langar að flýta atkvæðagreiðslu.
ÁRÞ: bæði varðandi þetta en líka önnur mál, þá þarf okkar fólk í þinginu að passa hvaða mál gætu klofið þjóðina núna fyrir sveitarstjórnarkosningar.
ÞSJ: finnum að stjórnarandstaðan hafi gírað sig upp í þessa umræðu.
HÞJ: ekki láta þetta taka alla athygli núna, við erum með risa tækifæri fyrir S útá landi, og evrópumálin geta komið okkur af leið.
GÁS: samgönguáætlun
Mikilvægast að klára að samþykkja áætlun, hvernig sem hún verður
GÁS: húsnæðismálin. Lóðaverð er of hátt en það er leið sveitarfélaga til að ná endum saman. Seðlabankinn þrengir reglur um kaupleigu.
KF: er í rauninni eftirlit þar sem aðilar bjóða upp á nýja fjármálavöru en Seðlabankinn bendir á hvaða vandamál sem geta komið upp í framtíðinni.
KF: pæling að heimila viðbótar fasteignagjald fyrir lóðir sem ekki er búið að byggja á í ákveðnum tíma, eða fyrir húsnæði án (fasta) íbúa (tómthússskattur).
ÞSJ: það er verið að rýmka mikið fyrir hlutdeildarlán.
HRG: notum sveitarstjórnarráð til að koma upp með mál sem við getum unnið að í sameiningu ef og þegar við komum til valda í sveitarstjórnum. Þá einkum húsnæðismál.
KF: málefnastarfið um daglega lífið er einmitt undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viljum skapa hugrenningartengsl milli ráðherra/ríkisttjórnar og sveitarstjórna. Sameinað útlit á efni.
GAS: fleiri lóðir og innviðir eru lykilatriði í húsnæðisuppbyggingu.
Klukkan 18:48 vék Sindri Kristjánsson af fundi.
SOR: mun uppbygging á Reykjavíkurflugvöll skv. samgönguáætlun hafa áhríf á uppbyggingu í Skerjafirði?
KF: ekki búið að finna nýjan stað og þegar það gerist tekur 15-20 ár að byggja nýtt. En erfitt að vera með plön sem tekur marga áratugi að framkvæma. Uppbygging í Skerjó mun alltaf þurfa að passa við að það sé hægt að lenda á flugvöllinn eins lengi og hann er.
GAS: og það er verið að leita að nýjum stað, það bara tekur tíma.
SE: það er dýrara að leggja bíl í 101 en einkaflugvél...
VO: spurning varðandi framlög til þróunarstarfs.
KF: viðbótarútgjöld vegna Úkraínu á ekki að koma niður á aðra þróunarvinnu.
Fundi slitið kl. 18:56.
KJ: heyra í SAMAK hvort hægt sé að lækka gjöld til þeirra.
RP: búa til kostnaðarmat fyrir framkvæmdir á H1.
SE: senda út dagsetning fyrir flokksstjórn vor 2026.
GAS, ÞSJ, KJ: koma upp með nöfn á gestum fyrir flokksstjórn.
Fundargerð ritaði Stein Olav Romslo.