Skipan laganefndar - til ákvörðunar
Sveitastjórnakosningar
Skipan úrskurðarnefndar
Reglur um skráða stuðningsmenn
Önnur mál
Mætt: Kristrún Mjöll Frostadóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Stein Olav Romslo, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Sindri S. Kristjánsson (á Zoom), Jóhanna Ösp Einarsdóttir (á zoom), Vilborg Oddsdóttir (á Zoom).
Áheyrnarfulltrúar: Soffía Árnadóttir (Ungt jafnaðarfólk), Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (Kvennahreyfingin).
Starfsfólk: Rakel Pálsdóttir, Þórður Snær Júlíusson, Kristín Ólafsdóttir.
Fundur settur 17:05.
Fundargerð síðasta fundar lögð fram.
Samþykkt.
GAS nýtti tækifærið til að hrósa öllum fyrir flokksstjórnarfundinn á Hellu.
Kl. 17:06 tók Jón Grétar Þórsson sæti á fundinum.
Fjárhagsstaða
Höfum staðið okkur vel í að sækja styrki til einstaklinga en ekki til fyrirtækja.
RP og JGÞ kalla saman fjármálaráð til að koma boltanum aftur af stað.
RP fór yfir fjárhagsáætlun og bókhald ársins.
SSK spurði um kostnað við auglýsingar og í kjölfarið var umræða um nýjar reglur um pólitískar auglýsingar hjá Meta. Mun ekki gilda fyrir okkur (EES).
Spurt var um heildarstöðuna. Við eigum 30 milljónir á reikningi í dag en gerum ráð fyrir auka útgjöld upp á ca. 40 milljónir það sem eftir er af árinu skv. áætlun.
Kl. 17:23 tók Katrín Júlíusdóttir sæti á fundinum.
Fjárhagsáætlun sveitarstjórnakosninga
RP kynnti fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórnarkosninga 2026.
RP: Framboð geta verið á xs.is/sveitarfélag, þá stýrum við útliti miðlægt. Líka gott að beina öllum inn á heimasíðu flokksins.
KJ: mikilvægt að sýna að við erum saman í liði, sterk mynd af Samfylkingunni.
KJ: safna gögnum og setja fram þannig að við getum vísað í hvorn annan.
SSK: áhyggjur af aðgengi að miðlægum kosningastjóra.
KF: veltir upp hvort við ættum að jafna leikinn aðeins milli kjördæma þar sem t.d. NV fær mun minna í tíund en Reykjavík.
GAS: mikilvægt að halda samningi við kjördæmisráðin eins og hefur verið. Ath líka flöskuháls við aðgang inn á xs.is, þar sem einungis starfsfólk flokksins getur birt þar. Spurning hvort það myndi borga sig að vera með aðkeypt Wordpress-sniðmát sem væri auðvelt að taka í notkun.
JGÞ: en heimasíðan þarf ekki að vera lífandi, hún má vera mjög einföld og frekar nota samfélagsmiðla.
GAS: í kosningabaráttunni ætti H1 að vera auglýsingastofa sem sér um að reka kosningabaráttu miðlægt. Það verða kosningastjórar út um allt land en miðlægur kosningastjóri er starfsmaður framkvæmdastjórnar.
GAS: Sigursjóðurinn rennur til S-framboða um land allt.
SGG: er þetta ekki naumt skammtað?
KJ: jú, þetta er byggt á síðustu baráttu sem við sluppum frekar vel.
KF: og þetta er einungis framlag héðan, þar að auki koma framlög félaganna.
SSK: gott að hafa í huga fjölda kosninga sem fara fram í hverju kjördæmi.
JGÞ: verðum að passa í hvað allt á að fara. Tíundinn er ætlaður til endurkjörs þingmanna. Framlag yfir fjárlög er fyrir rekstur flokksins alls. Sigursjóðurinn má dreifa til stuðnings framboða.
KJ: stefnum á að hafa lagt línurnar í lok mánaðar.
Framkvæmdir á Hallveigarstíg
RP sýndi teikninga um hugsanlegar umbætur á H1.
SOR: mikilvægt eins og í tillögu B að það er (hálf)lokað fyrir eldhúsið.
JÖE, VO: gott að loka að framreiðslu.
Almenn samstaða var um að þetta eru fínar teikningar og þörf framkvæmd.
SSK: verðum að gera ráð fyrir fjarfundabúnaði í fundarherberginu.
GAS: pæling að setja upp og skoða að endurgera alla hæðina ef það kemur í ljós að við þurfum að gera meira. Hver væri óskastaðan? Þá væri einnig hægt að útbúa hæðina með útleigu frammi í huga.
RP: er með arkítekt til að teikna en ef við viljum nýja teikninga og síðan að setja upp tímaáætlun og kostnaðaráætlun þarf að fá manneskju í það. Allt kostar.
ÞSJ: sniðugt að hugsa einnig um framleiðslurými fyrir myndatökur, upptökur oþh.
LHÖH: Er búið að hugsa fyrir hvað félögin sem nota rýmið geta gert á meðan?
KF: mögulega heyra í félögin í kringum okkur: Hafnarfjörður, Mosfellsbær o.s.frv.
KJ: getur verið ódýrara að hugsa alla hæðina í heild og til langs tíma.
LHÖH: athuga hvað sem etv. er leyft í leigusamningum.
RP mun finna góða lausn á því.
Samþykkt að óska eftir teikningu og skipulag á hæðinni allri.
Hvernig myndi hæðin líta út ef við værum með allt rýmið? Hvað er best fyrir flokkinn?
Skipan laganefndar
Björn Þór var kosinn formann laganefndar á flokksstjórnarfundinum.
Samþykkt að fela formanni framkvæmdastjórnar að skipa hina fulltrúana í laganefnd flokksins með fjölbreytni til hlíðsjónar.
Kl. 18:15 vék Stein Olav Romslo af fundinum.
Sveitastjórnakosningar
Skipan úrskurðarnefndar
Reglur um skráða stuðningsmenn
Önnur mál
Staðan í stjórnmálum
Fundi slitið kl. 18:30.
RP og JGÞ: kalla saman fjármálaráð.
RP: skoða og byrja að setja upp heimasíður fyrir framboðin svo allt er tilbúið í vor.
KJ: ganga frá fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórnarkosningar og bera undir framkvæmdastjórn á fjarfundi í lok október.
RP: fá nýja teikningu þar sem hæðin er hugsuð í heild sinni fyrir flokkinn.
Fundargerð ritaði Stein Olav Romslo.