Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Flokksstjórnarfundur 27.september - yfirskrift og umfjöllunarefni
Skipun tveggja trúnaðarmanna
Skipun fulltrúa í laganefnd
Undirbúningur sveitastjórnakosninga
Önnur mál
Erindi frá flokkahópi jafnaðarmanna og græningja í Evrópuráðinu
Staðan í stjórnmálunum
Mætt: Guðmundur Árni Stefánsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir (á Zoom), Jón Grétar Þórsson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardóttir (á Zoom), Stein Olav Romslo, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Eyrún Fríða Árnadóttir, Arnór Heiðar Benónýsson.
Áheyrnarfulltrúar: Kristín Á. Guðmundsdóttir (60+), Vilborg Oddsdóttir (vara), Haraldur Þór Jónsson (vara).
Starfsfólk: Rakel Pálsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Þórður Snær Júlíusson, Kristín Ólafsdóttir.
Fundur settur kl. 17:12 í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
KJ setti fundinn og fór stutt yfir dagskrána. Fór einnig yfir verklagið varðandi fundarboð á næstunni og vefsvæði framkvæmdastjórnar.
Fundargerð síðasta fundar lögð fram
KJ fór yfir fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt.
Flokksstjórnarfundur 27. september - yfirskrift og umfjöllunarefni
Fundurinn verður á Hótel Stracta á Hellu skv. ákvörðun á síðasta fundi.
GÁS: stjórn er að vinna að því að leggja drög að málefnastarfi framundan, sbr. vinnu árin 2022-2024. Viljum tala um það sem er nærpólitík, fjölskyldumál, sveitarfélögin. Á flokksstjórnarfundi verður lagt línur fyrir starfið, s.s. leiðtoga, yfirskrift oþh. Starfshópur mun skila af sér vor 2026. Viljum einfalda líf fólks og fyrirtækja, takast á við kerfislegar hindranir. Síðan kemur til greina að ræða Ísland í alþjóðamálum.
KJ: það hefur skilað sér að taka vel á eitt mál í einu. Svo verður einnig hefðbundið málefnastarf samhlíða þessu. Nýtum okkur styrkinn sem felst í því að vera í ríkisstjórn! Þingmenn eru t.d. stuðningur við frambjóðendur.
GÁS: það er eðlismunur á því að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. Nú berum við meira ábyrgð, ætlum að gera það sem við setjum fram. Vægi þess er mun meira.
EFÁ: líst vel á þetta, það hljómar eins og góður stuðningur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
VO: nýtum okkur þetta til að klára velferðarmálin innan flokksins.
Kl. 17:28 tók Guðný Birna Guðmundsdóttir sæti á fundinum (í persónu).
KJ: dæmi um kerfisbundnar hindranir eru reglur sem hafa verið settar af ríkinu en sveitarstjórnir verða að vinna úr.
AHB: öryggismál eru einnig mikilvæg. Verðum að tala um þau en það er flokkur sem tekur gjarnan athygli frá öðru. En þarf ekki að vera eitt af þremur málefnum.
LHÖH: sterkt að tala um og leggja fram brýningu í nærþjónustumálum í mars og sveitarstjórnarkosningar í maí.
HÞJ: sveitarstjórnarfólk þekkir kerfislega hindranir mjög vel. Kergjan kemst kannski ekki úr herberginu þegar rætt er um það. En þurfum að koma niður á blað nákvæmlega hvað við tölum um og viljum gera eitthvað í.
JÖE: fagna að verið er að skoða nærumhverfið. Samfylkingin stuðlar að samkeppnishæfnum samfélögum um land allt.
GÁS: á einhverju stigi þurfum við að ræða útlendingamálin. Þau falla vel inn í sveitarfélagsmálin og hægt að taka þessi mál inn í málaflokka okkar á næstu árum. Þetta er ekki sker, það er málaflokkur sem kemur við alls staðar og er hluti af samfélaginu.
GBG: að ríkið tók að sér mjög stórum málaflokkum í vor (samningur um börn með fjölþættan vanda og hjúkrúnarheimilin) var stórt fyrir sveitarfélögin. Samfylkingin gerir breytingar sem fólk tekur eftir.
JÖE: rosa vont ef sveitarfélögin verða stjórnarandstaða líka.
ÁRÞ: kjarasamningur kennara er einnig mál sem ber að nefna. Þó svo að hann sé dýr koma sveitarfélögin vel út í heildarmyndinni.
KÁG: sveitarfélögin eru í vanda varðandi mannafla, ríkið getur lagt áherslu á menntun starfsfólks sem eru í samræmi við þróun og uppbyggingu. Þegar ákveðið er að byggja hjúkrúnarheimili, hver eiga svo að vinna þar?
GBG: fyrirsjáanleiki er mikilvægur. Kjarasamningarnir í fyrra sem fólu í sér frían skólamat leiddi af sér áskoranir í áætlanagerð fyrir sveitarfélögin.
ÞSJ: leggjum áherslu á að þetta er verkstjórn, þegar við tengjum það við sveitarstjórnarstigið erum við með sterkt vopn í kosningabaráttu. Andstæðingar okkar tala svo mikið um verkstjórnina að við þurfum ekki gera það lengur. Sveitarstjórnir og ríkisstjórn þurfa ekki að vera óvinir! Segjum sögu sem fólk tengir við. Ekki verja verk sem hafa verið í umræðunni heldur segja okkar sögu.
KJ/GÁS: „í þágu þjóðar“ virkar vel. Það hljómar vel úr okkar röðum, ekki einangrunarstefna. En getur verið túlkað vitlaust. Viljum við að einhver fær að eignast falleg hugtök að röngum forsendum?
LHÖH: hvað með „í þágu samfélags“? Það vísar kannski frekar í sveitarfélögin en þjóð er landsmálin.
KJ: það verður komið skýrara mynd á þessu í ágúst. Ræðum aftur á næsta fundi.
Skipun tveggja trúnaðarmanna
KJ: lög flokksins kveða á um sátta- og trúnaðarnefnd.
Kl. 17:52 tók Kristrún Frostadóttir sæti á fundinum.
Hildur Rós Guðbjargardóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir voru skipaðar trúnaðarmenn úr framkvæmdastjórn og stjórn flokksins.
KJ: sátta- og trúnaðarnefnd ásamt laganefnd verði falið að endurskoða reglur um sátta- og trúnaðarnefnd og að skýra verklagið í lögum.
Skipun fulltrúa í laganefnd
KJ: ekki hefur náðst að fá tilnefningu í laganefnd en leitum aftur. Nokkrum nöfnum var velt upp á fundinum.
Málinu var frestað.
Undirbúningur sveitastjórnakosninga
KJ: undirbúningshópur er að vinna að skjali með tímalínu og skipulag fyrir sveitarstjórnarkosningar.
KJ: lykill að góðum kosningum er að hafa snertingu við fólk margoft fyrir kosningarnar. Við höfum sinnt góðri undirbúningi áður en þurfum að halda áfram. Á flokksstjórnarfundi í haust verður kickstart á fyrirtækjaheimsóknir þar sem spurt er „hvernig getum við einfaldað líf ykkar?“. Þá erum við komin með snertingu. Mikilvægt að síðan vinna tillögur úr heimsóknunum.
KF: þetta er ekki flókið, það er ekki erfitt að fara að spyrja hvernig gengur. En það sem gerir það áhugavert er mælikvardinn: 50 fundir! Búa til áhuga með því að pósta frá fundum. Mikið magn, þá kemur eitthvað úr því. Fá Jóa („einföldunarmaðurinn“) til að vera með á fundum um að einfalda regluverk. Einnig gott að virkja samfélagsmiðlana strax með efni úr þessum fundum. Og þetta er skemmtilegt!
AHB: þurfum að helga formannafund í samfélagsmiðlanotkun.
LHÖH: nokkrir formenn aðildarfélaga hafa þegar verið í bandi við UJ og beðið um hjálp.
EFÁ: legg til að fá hringferð UJ og samfélagsmiðlakennslu samtvinnað.
KF: það er fullt af fólki sem kemur inn í UJ og vill fá hlutverk. Samfélagsmiðlastjórar um allt land er fullkomið svona hlutverk. „Viltu sjá um samfélagsmiðla Samfylkingarinnar í X?“. Undirbúa sniðmát (sem er þegar til). Taktu mynd, skrifaðu línu og póstaðu!
ÞSJ: ef fólk hefur hlutverk með að búa til efni einhvers staðar viljum við einnig fá efni fyrir fréttabréf þingflokksins.
ÁRÞ: erum alltaf að spá í hvernig við náum til ungs fólks, um að gera að virkja unga fólkið strax og koma með í kosningabaráttu frá upphafi.
Kl. 18:13 tók Víðir Reynisson, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Arna Lára Jónsdóttir sæti á fundinum.
KJ: þurfum einhvers konar móttökupakka. Nýir félagar fá strax upplýsingar um félag, formannin á svæðinu, hvað er að gerast á næstunni o.s.frv.
Önnur mál A: Erindi frá flokkahópi jafnaðarmanna og græningja í Evrópuráðinu
KJ: Venja er að flokkur sem er þegar í flokkahópnum þurfi að veita umsögn og taka afstöðu til umsókn annara flokka í sama flokkahópi. Hugsa þetta sé gott fyrir okkur að F skilgreini sig sem jafnaðarflokk.
Kl. 18:18 tók Sigurþóra Bergsdóttir sæti á fundinum.
Samþykkt að styðja aðild Flokks fólksins að SOC í Evrópuráðinu.
Önnur mál B: Minningarathöfn 22. júlí
LHÖH: bið öllum að taka deginum frá og mæta á minningarathöfn.
Kl. 18:19 tók Jón Magnús Kristjánsson sæti á fundinum.
Önnur mál C: Staðan í stjórnmálunum
Þingflokkurinn og framkvæmdastjórn ræddi málin.
Kl. 18:41 tók Sigmundur Ernir Rúnarsson og Dagbjört Hákonardóttir sæti á fundinum.
Fundi slitið kl. 18:59.
Fundargerð ritaði Stein Olav Romslo.