Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Fundaáætlun framkvæmdastjórnar
Undirbúningur sveitastjórnakosninga
Mál frá landsfundi
Uppfærð fjárhagsáætlun 2025
Önnur mál
a) Varamenn
b) Flokksstjórnarfundur
c) Trúnaðarmenn og fulltrúar í laganefnd
Mætt: Katrín Júlíusdóttir (KJ), Jón Grétar Þórsson (JGÞ), Árni Rúnar Þorvaldsson (ÁRÞ), Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir (LHÖH), Arnór Heiðar Benónýsson (AHB) (fyrir Stein), Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE), Eyrún Fríða Árnadóttir (EFÁ) og Sindri Kristjánsson (SK)
Gylfi Þór Gíslason (GÞG) kom inn á fundinn kl. 17:14 og Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) kl. 18:14.
Áheyrnarfulltrúar: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (SGG) og Kristín Áslaug Guðmundsdóttir (KÁG).
Starfsfólk: Rakel Pálsdóttir (RP), Þórður Snær Júlíusson (ÞSJ), Ólafur Kjaran Árnason (ÓKÁ) og Kristín Ólafsdóttir (KÓ).
Fundur settur kl. 17:06
Tillaga var gerð að breytingu á dagskrá. Liður 5 var tekinn fyrir á eftir lið 1.
Fundargerð síðasta fundar 17:06
a. KJ fór yfir fundargerð síðasta fundar og upplýsti framkvæmdastjórn um að framkvæmdastjórn fengi aðgang að vefsvæði sínu innan skamms.
b. KJ bar fundargerð upp til samþykktar.
i. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fundaáætlun framkvæmdastjórnar - til kynningar kl. 17:17
a. KJ kynnti áætlunina.
b. KJ óskaði eftir því að fólk léti vita ef að einhver tími hentaði ekki.
Undirbúningur sveitastjórnakosninga - skipan undirbúningshóps - tillaga til ákvörðunar kl. 17:20
a. KJ kynnti tillögu að undirbúningshóp fyrir sveitarstjórnarkosningar. Lagt er til að hópurinn verði skipaður Katrínu Júlíusdóttur, Gauta Skúlasyni, Skúla Helgasyni og Hildu Jönu Gísladóttur.
b. KJ tjáði að stefnt yrði að því að tillögur verði komnar fyrir næsta fund framkvæmdastjórnar.
c. KJ bar tillöguna upp til samþykktar.
i. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Mál frá landsfundi - tillaga að málsmeðferð - til ákvörðunar kl. 17:27
a. KJ kynnti tillögu um málsmeðferð. Sjá hér
b. KF óskar eftir því að gerð verði tímalína fyrir blóðmerarhaldsmálið.
c. JÖE spyr einnig út í tímalínuna.
d. KJ leggur til að tímalína verði tekin fyrir á næsta fundi framkvæmdastjórnar.
e. KJ ber málsmeðferðina á tillögunum upp til samþykktar.
i. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Uppfærð fjárhagsáætlun 2025 - til kynningar kl. 17:10
a. RP kynnti uppfærða fjárhagsáætlun.
b. Umræður um áætlunina
Önnur mál kl. 17:34
a. Varamenn - tillaga til ákvörðunar
i. KJ leggur til að varamenn verði kallaðir til þegar málefnavinna er á dagskrá og efnislegur undirbúningur fyrir landsfund og flokksstjórnarfund. Hún leggur einnig til að varamenn fái aðgang að fundarsvæði, dagskrá, fundargögnum og fundargerðum.
ii. Tillaga borin upp til samþykktar
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
b. Flokkstjórnarfundur í september - tillaga til ákvörðunar
i. Lagt til að fundurinn verði á Stracta Hótel á Hellu 27.-28. september.
ii. KJ bar tillöguna upp til samþykktar
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
c. Trúnaðarmenn og fulltrúar í laganefnd
i. KJ óskar eftir því að framkvæmdastjórn hugsi á milli funda um það hver komi til greina í að sitja í þessum nefndum.
ii. SK er falið að hafa samband við þau sem sitja í þessum stöðum núna og athuga hug þeirra á áframhaldandi setu.
d. Stjórnmálaumræður
i. Framkvæmdastjórn ræddi við KF og GAS um stöðuna í stjórnmálunum.
Fundi slitið kl. 18:26
Fundargerð ritaði LHÖH.