Fundargerð síðasta fundar
Flokksstjórnarfundur 27.-28.sept
Staða undirbúnings
Sveitastjórnarkosningar
Staða undirbúnings
Staðan í stjórnmálunum
Skoðanakannanir - yfirferð (Þórður Snær)
Önnur mál
Mætt: Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Grétar Þórsson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Gylfi Þór Gíslason, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Stein Olav Romslo, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Sindri Kristjánsson, Arnór Heiðar Benónýsson.
Áheyrnarfulltrúar: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (kvennahreyfingin).
Starfsfólk: Rakel Pálsdóttir, Þórður Snær Júlíusson, Ólafur Kjaran Árnason.
Fundur settur kl. 17:10 í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar í Smiðju, Reykjavík.
Fundargerð síðasta fundar lögð fram
Samþykkt að því gefnu að engin gerir athugasemd innan viku (28.08.2025).
Flokksstjórnarfundur 27.-28. september
KJ: Ef við viljum gera breytingar á reglum flokksins um val á lista fyrir kosningar þarf að gera það á þessum fundi.
Kallað verður eftir innspilum frá félögum sem ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum.
RP fór yfir stöðu undirbúnings fundar.
Rúta úr bænum kl. 9 laugardagsmorgun, áætluð koma á Stracta 11:30.
Fyrirtækjaheimsóknir á leiðinni!
Þarf að athuga fundarstjóra og ritara til öryggis.
KJ, HRG, GBG og SOR.
Pæling að hafa opið fyrir fyrirspurnir, "town hall", pallborð eða álíka. Samtal.
Kosning í sátta- og trúnaðarnefnd.
RP leggur til að frítt verði í rútuna og að gjöld annars verða óbreytt. Verður sent út í upplýsingapósti á morgun.
LHÖH: hvað með verð fyrir stúdenta, öryrkja og eldri borgara?
Já, það verður afsláttur, eins og áður.
JGÞ: hef áhyggjur af því að senda upplýsingar um verð áður en kostnaður er klár.
RP er meðvituð og passar upp á að kostnaður fari ekki úr böndunum.
GÞG kallar saman stjórn verkalýðsmálaráðs eftir helgi og undirbýr viðburð verkalýðsmálaráðs fyrir flokksstjórn.
RP: spurning hvort og hvernig eftirfylgni með tillögum frá landsfundi verður kynnt. Á það að vera á fundinum?
ÓKÁ: stjórn ber ábyrgð á málefnastarfi. Munum kynna upplegg á fundinum og þetta er hluti af því. Tengiliðir, starfshópur o.a.
RP og KJ munu fara yfir nefndir og hópa sem þarf að skipa og kippa í lag.
RP: Þurfum að skipa kjörstjórn. Tillaga: Hildur Rós Guðbjargardóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Sindri Kristjánsson.
GÁS: verðum að ákveða hver skilaboð fundarins eru. Velferðarmálin, undirbúningur fyrir kosningar. En framboð eru ekki tilbúin svo höfum landsmálin og ríkisstjórn í öndvegi.
KJ: varðandi rútuferðina og heimsóknir. Geggjuð hugmynd en ekki tími til að stoppa lengi. Ekki rosalegur samráðsfundur en smá tími til að hlusta á fólk. Þurfum að ákveða stað til að fara á.
ÁRÞ: verðum líka að gefa fólki tækifæri til að ræða þingveturinn að baki og framundan.
KJ: undirbúningsfundur á mánudaginn.
SGG: hvernig er hægt að koma áherslum varðandi ályktun fundarins í farveg?
Senda á KJ og ÓKÁ. Ályktun er skrifuð seint til að taka á málum sem eru í umræðunni þá.
Málefnastarfið verður kynnt fyrir framkvæmdastjórn á næsta fundi.
GAS: passa að það sé skýrt varðandi varamenn í flokksstjórn eins og var formfest á síðasta landsfundi.
RP bendir á að það þarf einnig auka manneskju í innskráningu á fundinum
Valur verður með RP auk þess að kannað verður hvort einhver með meira reynslu verður með.
GÁS: flokksstjórn er opinn fundur, pæling að auglýsa ræðu formanns í héraði.
Samþykkt að Hildur Rós Guðbjargardóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Sindri Kristjánsson skipa kjörstjórn flokksstjórnarfundar með fyrirvara um að þau vilja það.
Velt upp tímasetningu og staðsetningu fyrir næsta flokksstjórnarfund, vorið 2026.
Í Kraganum í mars eða strax eftir páska.
Sveitastjórnarkosningar
Þurfum að ákveða hvort það verði meiri slagkraftur í fjárveitingum til aðildarfélaganna eða í miðlægum stuðningi. Mögulega ráða miðlægan starfsmann.
JÖE: þurfum að tímastilla málefni í þinginu næsta vetur þannig að það passi við kosningabaráttu okkar.
Það er verið að vinna í þingmálaskrá vetrarins, þingflokkurinn hefur málefni sveitarstjórnaráðs bakvið eyrað. Hvatt er til að sveitarstjórnarfulltrúar og UJ veri óhrædd og sendi ábendingar á þingflokkinn!
Staðan í stjórnmálunum
ÞSJ fór yfir fylgisgreiningu miðað við skoðanakannanir undanfarið.
Sögulega hefur S fengið 20 þingmenn í kosningum en tölur úr síðustu könnun myndi skila 26.
Við erum +11 þingmenn, C -1 og F -5 miðað við kjörfylgi.
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagðir með 56 % fylgi.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst, vonumst til að halda því áfram.
Mælumst stærst í öllum kjördæmum og öllum aldursflokkum.
NA: við erum stærst með 37,5 % en D næststærstur með 14,9 %.
Erum líka stærst í Suðurkjördæmi, kjördæmi formanns Sjálfstæðisflokksins!
Sleikjum 40 % í Reykjavík.
Áætlað er að vinna sérstaklega á fylgi í Suðurkjördæmi þar sem við mælumst með rúmlega 25 %.
Lítill fylgisleki frá okkur en við kroppum af fylgi allra annarra flokka.
SOR: hvernig skynjið þið að þetta leggist í hina flokkana (C og F)?
ÞSJ: reynum að tala ekki of mikið um það annað en að það er sterkt fyrir ríkisstjórnina.
KJ og ÞSJ boða til samtals við aðildarfélögin til að ræða varðandi birtingu á tölum úr skoðanakönnunum.
Mikilvægt: kannanir eru bara kannanir. Eigum ekki neitt og þurfum að vinna fyrir þessu.
Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar og sérstaklega með Samfylkinguna. Mikil meðbyr og tækifæri til að stækka flokkinn.
Næsta alvöru mæling er sveitarstjórnarkosningar 16. maí.
KJ: gott að fá svona greiningu, stefnum á að gera það aftur í nóvember/desember. Þetta er vinnugagn. Gott að byrja að vakta (stærstu) sveitarfélögin. Áhugavert líka að vita hvað sem keyrir upp fylgið hjá okkur. Eru sérstök mál eða væb?
ÞSJ: gríðarlega vinsæll forsætisráðherra. Veiðigjaldið hefur líka skipt máli, að almenningur sjái eftirfylgni. Samstaða innan flokksins og ríkisttjórnarinnar, samhentur hópur sem vinnur fyrir fólkið í landinu, ekki sérhagsmunir.
ÓKÁ: við verðum líka að passa okkur. Væri tilvalið að sýna "dauðaglærurnar" sem sýna gott fylgi flokka fyrir kosningar og síðan hrun í kosningunum.
Önnur mál
Næsti fundur 11. september.
KJ og RP búa til Signal-spjall fyrir framkvæmdastjórn.
LHÖH: 8. september eru kosningar í Noregi. AUF (UJ í Noregi) er orðinn helsti bandamaður UJ. Í fyrra fóru 4 fulltrúar UJ til Bretlands að aðstoða í kosningunum. Óskað er eftir stuðning til að senda 3-4 fulltrúa til Noregs en áætlaður kostnaður er 285 000 kr.
Samþykkt að styrkja UJ með allt að 300 000 kr til að senda 3-4 fulltrúum til Noregs í september.
UJ skilar skýrslu til framkvæmdastjórnar í kjölfarið.
Kvennahreyfingin verður með partý 6. september. Fleiri upplýsingar verða sendar í pósti.
Fundi slitið kl. 18:49.
Fundargerð ritaði Stein Olav Romslo.