Sveitastjórnarkosningar
a) Staðan um landið
b) Stuðningur flokks við XS framboð
3. Útrás - hvernig einföldum við lífið þitt?
4. Önnur mál
a) Staðan í stjórnmálunum
Mætt: Kristrún Mjöll Frostadóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Jón Grétar Þórsson, Katrín Júlíusdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Eyrún Fríða Árnadóttir, Arnór Benónýsson, Hildur Rós Guðbjargardóttir (á Zoom), Guðný Birna Guðmundsdóttir (á Zoom), Gylfi Gíslason (á Zoom), Jóhanna Ösp Einarsdóttir (á Zoom)
Áheyrnarfulltrúar: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (Kvennahreyfingin), Kristín Á Guðmundsdóttir (60+).
Starfsfólk: Þórður Snær Júlíusson, Ólafur Kjaran Árnason, Kristín Ólafsdóttir, Rakel Pálsdóttir.
Fundur settur 17:05
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram
KJ fór yfir fundargerðina.
Samþykkt.
2. Sveitarstjórnarkosningar
Staða framboðsmála um landið
KJ fór yfir stöðuna á framboðum víðsvegar um landið. Rætt um vilja til að hafa S framboð sem víðast. Nýtt framboð verður í Garðabæ og hugsanlega á Austfjörðum.
Farið yfir tillögu að stuðningi flokksins til S framboða
Samþykkt
3. Útrás – Daglega lífið
KF sagði frá hvernig gengið hefur.
Fleiri tóku til máls og voru fundarmenn sammála um að átakið sé ákaflega vel heppnað. Bæði að ganga í hús og fundirnir sem haldnir eru í kjölfarið. Sjálfboðaliðar og forysta flokksins ná að spjalla við mikið að fólki sem undantekingalaust tekur þeim vel.
Fundir vel sóttir og gagnlegir.
Framundan eru fundir á Þórshöfn, Akureyri og víðar á landsbyggðinni.
4. Önnur mál
KÁG sagði frá starfi 60+. Stjórn hefur fundað reglulega og farið í heimsóknir til hinna ýmsu stofnana og hjúkrunarheimili til að kynna sér þá þjónustu sem er í boði.
Á plani er að halda málþing eða ráðstefnu snemma á næsta ári og tengja hana inn í Daglega lífið.
Ákveðið að finna hentugan tíma og form og að RP og AÞI vinni þetta áfram með stjórn 60+.
5. Staðan í stjórnmálum
Rætt um nýkynntan húsnæðispakka, áminningarskyldu, Ríkislögreglustjóra og stöðuna í efnahagslífinu.
RP og JGÞ: kalla saman fjármálaráð.
RP: skoða og byrja að setja upp heimasíður fyrir framboðin svo allt er tilbúið í vor.
KJ: ganga frá fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórnarkosningar og bera undir framkvæmdastjórn á fjarfundi í lok október.
RP: fá nýja teikningu þar sem hæðin er hugsuð í heild sinni fyrir flokkinn.
Fundargerð ritaði Rakel Pálsdóttir.