Leiserskeri
Í dag ætlum við að halda áfram þar sem frá var horfið í síðustu viku í smellismíði. Margir byrjuðu að leiserskera í síðusu viku og við komumst af því að hlutir pössuðu misvel saman.
Í vikunni gerðum við nokkur test á MDF pötunum (timbur plötunum) sem við erum með og bjuggum til leiðbeingar til að fylgja sem tryggja að hlutir passi vel saman.
Leiserskerinn skilur eftir sig skurðarfar. Þ.e. efni brennur alveg í burtu. Það þarf að gera ráð fyrir þessu þegar við hönnum smellismíði svo hlutir passi saman og tolli saman. Leiserskerinn tekur 0.2 mm af efninu í skurðalínunni.
Byrjaðu á að mæla hvað platan er þykk. Við mældum MDF-ið og það var 4.1 mm á þykkt. Mjög mikilvægt að mæla þar sem þykktin getur verið mjög breytilegt.
Næst hannar þú hlutina þína. Setur upp flipa og skurði
Laserskerinn sker með því að brenna í burtu svolítið af efni. Laserinn fylgir miðju vektorlínunnar og brennir í burtu 0,1 mm hvoru megin við línuna.
Athugið! Ólík efni og ólíkar stillingar í lasernum geta haft áhrif á hversu mikið efni er brennt í burtu.
,,Brennir í burtu 0,2 mm af efni" - þetta er viðmiðun, ekki algild regla!
Þegar hönnunin þín er tilbúin fyrir laserskurð skaltu fyrst prófa að skera hluta hennar og mæla hvort allt passi - áður en þú skerð út alla hönnunina.
Því þú sóar miklum tíma og efni ef þú gerir bara ráð fyrir að allt gangi upp.
Hér sérðu ferning sem teiknaður er í stærðinni 50 mm x 50 mm.
Farðu í object > fill and stroke og höfum línuna (stroke) í þykktinni 0.1 mm.
Teiknaðu minni kassa sem skarast við þann fyrsta og hafðu þykktina á honum þá sömu og þykktina á efninu sem þú ætlar að nota og ert búin/nn að mæla vandlega. Það virkar vel með mdf plöturnar sem við erum með að reikna með 4.1mm.
3. Nú er tímabært að klippa umfang bláa kassans út úr þeim rauða og ljúka við hönnunina. Þetta er gert með því að velja báða kassana (muna að halda Shift niðri þegar fleira en eitt er valið), fara svo í Path > Difference.
4. Veldu hönnunina þína og farðu í Object > Fill and stroke
5. Farðu því næst í ,,stroke style" flipann og stilltu línuþykktina á 0,1 mm og settu x í fill þar sem við viljum bara útlínuna.
6. (Hafðu hönnunina þína valda áfram og) Farðu í Path > Stroke to path
7. Farðu nú aftur í ,,stroke style" flipann og stilltu nú línuvíddina á 0,01 mm.
8. Tvöfalda línan þín er í raun einn hlutur. Þú þarf að aðskilja þær, brjóta þær í sundur. Það gerir þú í path > break apart.
9. Nú skaltu velja (með því að smella á) innri línuna í hlutnum og eyða henni (delete).
10. Nú ætti laser-skorna formið að smella nákvæmlega saman.
Við mælum með að þið notið þessar stærðir ef þið eruð að skera út í mdf en þið getið séð ítarlegri leiðbeiningar hér.