Þetta er síða Starfskrafts í Breiðholti vorið 2015. Hér ætlum við að halda utan um tilraunasmiðju okkar í Fab Lab Reykjavík.
Við hittumst hér í 8 skipti á fimmtudögum frá kl. 13-16. Fyrsti tíminn er 5. feb og síðasti tíminn er 26.mars.
Í tíma 4, þ.e. fimmtudaginn 26. febrúar munum við fara í vettvangsferð á Verkstæðið. Hér er heimasíða Verkstæðisins.
Verkstæðið smíðar leikmyndir fyrir kvikmyndir, leikhús og fleira. Þeir eru til húsa í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkur eða Rafstöðvarvegi 1. Við ræðum betur þegar nær dregur hvernig við förum þangað.