Leiserskeri og smellismíði
Í dag ætlum við að halda áfram þar sem frá var horfið í viku þrjú. Flestir eru enn að vinna að hönnunarverkefni sínu þar sem þeir völdu í þeirri viku.
Verkefnin voru að hanna ljós eða klukku. Sjá frekari upplýsingar á síðunni frá þriðja tíma.
Fyrir þennan tíma höfum tekið saman námsefni sem mun nýtast ykkur til að halda áfam með ykkar hönnun.
Þar er kannski mikilvægast að skoða “smellismíði” eða PressFit eins og það er kallað á ensku. Hvernig á að hanna hluti þannig að hægt sé að láta þá smella saman (og tolla saman líka).
Hægt er að hanna smellismíði í mörgum ólíkum forritum og við munum kíkja á þau í dag. Forritin eru af ólíkum toga og hvert og eitt hentar mismunandi verkefnum. Segjum sem svo að þú sért að hanna ljós eins og hérna á myndinni fyrir ofan þá væri fljótlegt að gera það í TinkerCad og fara svo yfir forritið 123DMake. En ef þú værir að hugsa meir um verkefni eins og er á hinni myndinni þá myndi SketchUp eða Inkscape eflaust henta betur. Ef þið eruð í vafa hvað þið ættuð að vera að skoða, spjallið þá við okkur og við finnum út úr því hvað hentar ykkar verkefni best. Hér kemur upptalning á forritunum og svo fyrir neðan eru hlekkir á kennsluefni.
SketchUp Þetta er skemmtilegt og sérlega einfalt þrívíddarforrit sem gaman er að skoða. Það vinnur mest með kassalaga form og hentar því m.a. vel fyrir hönnun húsa, húsgagna og allskyns smellismíði. Það er hellingur af góðum kennslumyndböndum á netinu sem kenna á SketchUp. SketchUp Pro er mikið notað af arkitektum en hægt er að fá SketchUp Make frítt.
TinkerCad - ótrúlega einfalt þrívíddarforrit sem maður er snöggur að læra á. Það er bara að opna forritið og byrja að leika sér. Forritið vinnur með allskyns þrívíddarform og myndi henta vel ef þú ert að hugsa um að búa til eitthvað sem er t.d. kúlulaga, keilulaga eða laginu eins og kleinuhringur. Þegar maður byrjar að nota forritið er maður leiddur í gegnum fyrstu skrefin. Það er líka til fullt af góðu kennsluefni á netinu.
123D Make er forrit sem breytir þrívíddarlíkönum fyrir þig í sneiðar sem er hægt að skera í leiserskeranum og setja svo saman sem smellismíði. Foritið er svo einfalt að það þarf bara að skilgreina hvað þú ert með stórt blað/plötu og hvaða þykkt efnið er og það svo raðar upp hönnunni fyrir þig þannig að best fari. Eina er að þú þarft að vera búin að hanna þvívíddarlíkanið þitt í öðru forriti á borð við TinkerCad eða finna þér módel sem hentar þinni hugmynd á netinu, hjá t.d. Thingiverse.
FlatFab er góður kostur fyrir þá sem vilja sjálfir teikna upp fríhendis sína smellismíði á auðveldan hátt. Mjög flott forrit sem virkar mjög auðvelt í notkun.
Verið líka dugleg að fara til baka til viku 1, 2 og 3 til að skoða námsefnið sem við tókum saman fyrir ykkur þar. Inkscape kennsluefnið þar nýtist ykkur áfram auk þess sem þar er að finna leiðbeiningar fyrir leiserskurðarvélina og vínilskerann.
Inkscape er tvívíddar teikniforritið sem við erum búin að vera skoða hvað mest - skoðið frekara kennsluefni frá fyrri tímum.
Inkscape Smellismíði: Fínar skriflegar leiðbeingar á íslensku á PDF formi sem sýna hvernig hægt er að hanna smellismíði í Inkscape.
SketchUp er einfalt þrívíddarforrit sem hentar vel til að hanna “kassalaga” hluti.
Sketchup how to make a pressfit design: skriflegar leiðbeingar á ensku á pdf formi sem sýna hvernig maður hannar smellismíði í þrívíddarforritinu SketchUp.
Video Tutorials: Getting Started Hér eru 4 kennslumyndbönd sem útskýra mjög vel á einfaldan hátt hvernig forritið virkar. Hvert myndband er um 10 mínútur og við mælum með að þið reynið að fylgja þeim jafn óðum.
þrívíddar forrit sem vinnur með allskyns form s.s. kúlur, kassa, keilur osfrv.
Hér eru sjö 5 mín. stutt kennslumyndbönd á ensku frá FlatFab:
Tutorial 1 almennt hvernig forritið virkar
Tutorial 2 hvernig eigi að hlaða inn og vista skjölum
Tutorial 3 þróun á kubbum
Tutorial 4 hönnun á sneiðum (linear operation)
Tutorial 5 hvernig skipta má hlutum upp í hnit (grid and radial operation)
Tutorial 6 hvernig hægt er að nota öll verkfærin saman
Tutorial 7 hvernig á að setja hlutina saman og athuga stöðugleika
Forritið sem tekur þrívíddar teikningar og sker þær upp fyrir smellismíði.
Örstutt kynningarmyndband frá Autodesk sem er með þetta fría forrit.
AutoDesk 123D Make 5 mín. kennslumyndband á ensku.