Leiserskeri
Velið eitt af eftirfarandi hönnunarverkefnum:
a) Hannið klukku eða klukkuskífu sem svo seinna má setja klukkuverk við.
eða
b) Hannið ljós. - Veggljós, lampa eða ljósakrónu eða eitthvað utanum annan ljósgjafa seins og kerti.
Byrið á að gera rannsóknarvinnu. Skoðið á netinu hvað heillar ykkur og hvað ykkur finnst virka vel.
Veljið ykkur svo ykkar eigið þema til að byrja að vinna út frá Þema getur verið hvað sem er. Sem dæmi um þemu: pönk, sjávarlífverur, handbolti, útsaumur, barnaherbergi, hvað semer...
Skoðið efniviðin. Reynið að gera ykkur í hugarlund hvaða efniviður færi verkefninu vel. Til að vinna hönnina áfram munum við nota pappír, pappa og mdf til að gera frumgerðir, (prótótýpur) Þegar við erum sátt við hönnunina þá stefnum við á að þið getið gert ykkar hönnun í endanlegt efni.
Munið að þið getið umbreytt ljósmyndum með “trace bitmap” sem við skoðuðum í síðasta tíma. (sjá myndband hérna fyrir neðan)
Skoðið t.d. það sem við höfum tekið saman á pintrest
googlið t.d. laser cutting lamps
Kennslumyndband frá vestmanneyjum sem sýnir hvernig á að nota leiserskerann: Ath að hann er að sýna eldri gerð af skera en þeir virka eins. Hér þarf ekki að kveikja á frásogsviftu þar sem hún er alltaf í gangi. Hins vegar verðum við að muna að kveikja á loftpressunni
Leiser skeri leiðbeiningar Skriflegar leiðbeiningar á íslensku.
Hér eru hlekkir á kennslumyndbönd sem sýna hvernig við breytum ljósmynd í vektorgrafík og hvernig við undirbúum myndina fyrir skurðarvélarnar.
Inkscape - Ljósmynd breytt i vektor
Inkscape - Mynd undirbúin fyrir skurðarvél
Inkscape hönnun fyrir laserskurð myndband frá Fab Lab í Vestmannseyjum sem sýnir hvernig hanna á í Inkscape fyrir leiserskurðarvél.
Inkscape how to make name sticker
Inkscape byrjendur vinna med myndir
How to Put Text on Path (Tips and Tricks) - Inkscape Tutorial