Síðuskóli

Hagnýtar upplýsingar um val nemenda

Skólaárið 2023 – 2024 verður boðið upp á fjölbreytt úrval valgreina og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar. Það er mikilvægt að nemendur ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forráðamenn, velji eftir eigin sannfæringu og séu sjálfstæðir í því sem þeir velja.

Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar í skólanum. Kröfur um ástundun og árangur eru jafnmiklar og í öðrum greinum.

Flestar greinar eru opnar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en þó eru nokkrar einungis fyrir 9. og 10. bekk. Vinsamlegast hafið það hugfast þegar þið skoðið hvað er í boði.

Hver grein er kennd tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér grein fyrir ½ vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu greinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það.

Hver nemandi í 8. – 10. bekk  þarf að skila 37 kennslustundum á viku, þarf af eru 6 kennslustundir af þessum 37 kenndar í valgreinum eða 3 valgreinar.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra ástæðna. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að. Því þurfa nemendur að merkja við sex valgreinar á valblaðinu fyrir áramót og sex valgreinar eftir áramót. Þeir merkja nr. 1 við þá valgrein sem þeir hafa mestan áhuga fyrir, nr. 2 þá sem þá langar næst mest í o.s.frv.

Samvalsgreinar eru þær valgreinar kallaðar sem eru kenndar sameiginlega fyrir nemendur úr öllum skólum bæjarins víðsvegar um bæinn. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér strætisvagna til að koma sér á milli staða.

Eftir fyrstu 1-2 vikurnar í valgrein getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina.

Nemendur eiga kost á að fá nám við sérskóla metið sem og ýmiskonar félags- og/eða íþróttaiðkun eða þjálfun:

Til staðfestingar þátttöku í metnu vali þarf að skila staðfestingu á ástundun í sept/okt á þar til gerðu eyðublaði.

Athugið að metið val má að hámarki koma í stað 4 kest. á viku. 

Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað  er eftir að fá metið með þessum hætti.

Nemendur og foreldrar bera fulla ábyrgð á iðkun í metnu vali og skilum á staðfestingu til að starfið fáist metið. Ef breyting verður á, eða nemendur hætta að iðka þá tómstund sem metin er ber að tilkynna það strax til skóla til að hægt sé að bæta inn valgrein strax.


Munið að velja fyrir báðar annir!!

 

Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi þriðjudaginn 23. maí 2023.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að hafa samband við  Helgu Lyngdal deildarstjóra (helgal@akmennt.is) ef spurningar vakna. Sími skólans er 462 2588.


Innanskólaval

Enska kvikmyndir 

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn

Mánudagur 


Lýsing: Nemendur horfa á kvikmyndir á ensku frá enskumælandi löndum. 

Með því að kynnast mismunandi menningu og framburði í kvikmyndum, auka nemendur orðaforða og þekkingu sína á ensku í gegnum kvikmyndir. 

Nemendur kynnast nokkrum leikstjórum og mismunandi flokkum kvikmynda frá ólíkum tímabilum sem vonandi eykur jákvæða ímynd enskunnar.

 

Verkefni og námsmat: Nemendur velja sér leikstjóra, leikara eða viðfangsefni úr kvikmynd sem horft verður á og gera kynningu á ensku. Nemendur geta fengið að vinna 2-3 saman. Nokkur smærri verkefni tengt kvikmyndum og ensku.


Félagsmiðstöðvaval

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn

Þriðjudagar 


Valgrein fyrir þá sem vilja skipuleggja starfið í sinni félagsmiðstöð (setja upp viðburði, auglýsa þá og stjórna þeim). 


Nemendur fá einnig fjölbreytta fræðslu og taka þátt í umræðum og hópefli/leikjum.  Lögð er áhersla á reynslunám, tómstundir, samvinnu og félagsmál.  Mælst er til þess að nemendur í valinu séu virkir þátttakendur í sinni félagsmiðstöð. Nemendum í Félagsmiðstöðvavali býðst jafnframt að taka þátt á Landsmóti Samfés og Góðgerðavöku Félak.

Fiðringur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Vorönn

Miðvikudagur

Undirbúningur fyrir þátttöku í hæfileikakeppni grunnskóla Akureyrar. Ýmis störf í boði, hljóð, búningar, hár og framkoma eru meðal viðfangsefna valsins.

Heimilisfræði

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Vorönn

Miðvikudagur


Helstu markmið eru að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, auka áhuga fyrir matargerð og þjálfa hæfni til að vinna með öðrum. Áhersla er lögð á að æfa mismunandi matreiðslu og bakstursaðferðir. Lögð áhersla á fjölbreytni og að byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar fengið. Fræðslu um örverur, dreifinarleiðir og krossmengun fléttað inn í verklegu tímana. 


Námsmat: Virkni og áhugi í kennslustundum, metið eftir hvern tíma.

Myndlistarval: Málun og teiknun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn

Fimmtudagur


Hefðbundin teiknun og málun ásamt stafrænni teiknun. Kenndar verða fjölbreyttar aðferðir í teiknun og málun, og unnið með mismunandi efni, s.s. vatnslitir, blek, þekjuliti og akrýlliti. Einnig verður kennt á procreate forritið og grunnatriði í stafrænni teiknun.


Námsmat: Árangur verður metinn eftir ástundun, virkni í tímum, framförum og áhuga.

Myndlistarval: Mótun

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn

Fimmtudagur


Mótun í fjölbreyttan efnivið, hlutir búnir til úr t.d. leir, pappírsmassa, gifsi, steypu, kertavaxi og sápu.Unnið frá hugmynd/skissu að þrívíðum hlut.


Námsmat: Árangur verður metinn eftir ástundun, virkni í tímum, framförum og áhuga.

Starfsnám í Frístund

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn

Kennt, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13:15


Kennsluhættir: Nemendur taka þátt í leik og starfi sem fram fer í Frístund í Síðuskóla og sinna verkefnum í undir verkstjórn forstöðumanns Frístundar. Hver lota er 80 mín. einu sinni í viku. 


Námsmat: Verður í formi umsagna um frammistöðu, vilja og virkni. 

Stuðningur við bóknám

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn, Vorönn


Í stuðningi við bóknámi vinna nemendur að því að efla þekkingu sína og færni í bóklegum greinum s.s. stærðfræði, tungumálum og því sem þeir þurfa aðstoð við. Tímarnir eru hugsaðir sem stuðningur við námsefni unglingadeildar. Nemendur fá kennslu og frekari þjálfun í því námsefni sem unnið er með og jafnframt er lögð áhersla á Starupprifjun og kennslu. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á viðfangsefni í hverjum tíma nema kennari ákveði annað. Ef ekkert liggur fyrir hjá nemendum fela kennarar þeim verkefni. Mikilvægt er að nýta alla tíma vel og er góð ástundun náms skilyrði.


Námsmat: Verkefni og vinnusemi í kennslustundum metin.

Þrek og styrkur

Innanskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haust- og vorönn

Mánudagur


Lýsing: Fjölbreyttir tímar þar sem nemendur reyna og æfa ýmsar þrek og þolæfingar. Helstu markmið eru að nemendur hreyfi sig og fræðist um gildi hreyfingar. 

Markmið: Að nemendur auki þol og styrki líkama sinn. 


Námsmat: Ástundun, virkni, frumkvæði og kurteisi.