SAMSKÓLAVAL

Aðhlynning og umönnun (IGK 1712)

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA


Haustönn

Mánudagur, Miðvikudagur 

kl. 14:30 - 15:50 


Markmið: Að nemandinn kynnist námi sjúkraliða og störfum þeirra. Farið er yfir nokkra verkþætti í hjúkrun og umönnun s.s. umbúnað í rúmi, mæla blóðþrýsting, lífsmörk, aðstoð við athafnir daglegs lífs og fá upplýsingar um störf sjúkraliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða í nærsamfélaginu (sambýli, heilsugæsla, heimahjúkrun, heimilishjálp, sjúkrahús). Jafnframt verður farið í helstu þætti endurlífgunar, viðbrögðum við slysum (112), slysavarnir og líkamsbeitingu.


Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á haustönn. Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá eina einingu sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.


Námsmat: Virkni og þátttaka (10%), skrifleg verkefni (45%), ratleikur/stöðvavinna (10%), kynning (25%), heimsóknarskýrsla (10%). 

Bókaklúbbur - Amtsbókasafnið

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Amtsbókasafnið


Haust- og vorönn 

Föstudagar kl. 13:45 - 15:05


Fyrir þau sem finnst gaman að lesa eða hlusta á góða bók. Spjöllum um bækur, köfum ofan í booktok, höfum bók og bíó, hraðstefnumót við bækur, gerum origami úr gömlum bókum, búum bókamerki, barmmerki, bókatengdan mat og margt fleira. Hver hittingur byrjar á því að segja aðeins frá því sem hópurinn hefur lesið eða hlustað á síðastliðna viku. (Það er ekki nauðsynlegt að vera búin að lesa eitthvað fyrir hvert skipti.) Auk þess að spjalla um bækur mun hópurinn gera ýmislegt annað bókatengt, svo sem horfa á kvikmyndir og/eða þætti byggða á bókum, barmmerkjagerð, búa til og borða bókatengdan mat. Þá er einnig lagt upp með það að hægt verði að gera eitthvað í höndunum meðan á bókaspjalli stendur svo sem að lita mandölur, gera origami úr gömlum bókum og búa til bókamerki. Stefnt er að því að fá höfund til okkar í spjall og bókakynningu þegar nær dregur jólum.

Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem farið af stað með slíkan bókaklúbb gefst krökkunum kostur á að móta dagskrá vetrarins.

Námsmat: Ástundun, virkni og áhugi.Brettapark

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brettaparkið


Haust- og vorönn

Föstudagur

kl. 13:30 -14:50


Um valið: Í þessari valgrein er boðið upp á kennslu á hjólabretti.


Markmið: Kennsla í grunnatriðum á hjólabretti, kennt eftir getu hvers og eins. 

Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði. Athugið að hjálmaskylda er í valgreininni.


Námsmat:  Ástundun, virkni og áhugi í tímum.

Fab Lab - hönnunar og tæknismiðja

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Haust- og vorönn

Mánudagur

kl. 14:00 -15:20


Áhersla er lögð á stafræna framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Nemendur læra á þrívíddarprentara og önnur forrit og tæki sem tengjast stafrænni tækni. 

Fluguhnýtingar og stangveiði

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Vorönn

Þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20


Námskeiðið samanstendur af hinum ýmsu þáttum stangveiðinnar.  Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og gerðar nokkrar algengar laxa- og silungaflugur. Lokaverkefnið er svo að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa. Þá vinna nemendur verkefni um veiðisvæði að eigin vali. 


Kennslan verður nokkuð lotubundin því farið verður í tvær veiðiferðir sem dekka töluverðan hluta tímafjölda námskeiðsins. Gera má ráð fyrir að  bóklegir tímar verði annaðhvort hálfsmánaðarlega eða vikulega á fyrirfram ákveðnum tíma yfir önnina. 


Námsmat verður byggt á verkefnavinnu, lokaverkefni í fluguhnýtingum, virkni og þátttöku nemenda. 


Æskilegast er að nemendur sem sækja námskeiðið hafi aðgang að flugustöngum og helst einnig öðrum veiðibúnaði. 

Hársnyrtiiðn

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA 


Vorönn

Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur

kl. 14:30 - 15:50


Markmiðið er að nemendur fái innsýn í starf hársnyrtifólks. Farið í hárþvott, djúpnæringarnudd og almenna umhirðu á hári. Nemendur læra einnig að nota hárblásara, sléttujárn og önnur hitajárn ásamt því að setja í rúllur. Farið er í almenna umgengni, móttöku viðskiptavina og símsvörun. Einnig fá nemendur innsýn í umhirðu húðar og snyrtingar. 

Áfanginn getur aðstoðað nemendur við að sjá hvort þeim finnist fagið áhugavert og hvort það sé eitthvað sem þeir geti hugsað sér að leggja fyrir sig í framtíðinni.


Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og  virkni.

Hekl og prjón

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Oddeyrarskóli


Haust- og vorönn 

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20Markmið fyrir hekl: Að æfa færni í að hekla  eftir einföldum uppskriftum og tileinka sér ýmis tákn sem nauðsynlegt er að þekkja til að geta fylgt þeim. Kynnast mismunandi garntegundum sem henta fyrir hvert verkefni. Að nemendur læri að njóta þeirrar slökunar sem felst í því að geta heklað og gleðjast yfir vel unnu verki.


Markmið fyrir prjón: Að æfa færni í að prjóna eftir einföldum uppskriftum, öðlast færni í að prjóna slétt og brugið, prjóna með tveimur prjónum og hringpróni. Kynnast mismunandi garntegundum sem henta fyrir hvert verkefni. Að nemendur læri að njóta þeirrar slökunar sem felst í því að geta prjónað og gleðjast yfir vel unnu verki.


Námsgögn: Stakar uppskriftir frá kennara og af netsíðum ásamt viðeigandi áhöldum (heklunál, sokkaprjónar og hringprjónar) og garn (bómullargarn, ullargarn og garnblöndur). Nemendur fá áhöld og  garn í prufur og skyldustykkin. 


Kennsluhættir, hekl: Farið yfir helstu tákn í munstrum, úrtöku og útaukningu í hekli. Nemendur geri nokkrar prufur með mismunandi aðferðum (fastapinnar og stuðlar). Skyldustykki í hekli verður borðtuska og hárband. Þegar nemendur hafa lokið skyldustykkjum er frjáls vinna. 


Kennsluhættir, prjón: Farið yfir helstu tákn í munstrum, úrtöku og útaukningu í prjóni. Nemendur geri nokkrar prufur með mismunandi aðferðum (slétt og brugðið prjón). Skyldustykki í prjóni verður borðtuska og  húfa. Þegar nemendur hafa lokið skyldustykkjum er frjáls vinna. 


Námsmat: Ástundun, símat út frá handverki nemenda og viðmið úr námskrá.Hjólaval

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Haustönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20


Kröfur: Hjálmaskylda og aðgangur að hjóli


Lýsing og hjólaferðir

Hjólað í og við Akureyri, bæði á stígum og á götu. Áhersla er á að kynnast þeim hjólaleiðum sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Í flestum tímum verður boðið upp á tvær leiðir til að koma til móts við alla hjólara. 


Markmið með valgreininni er að nemendur:

- Farið yfir reglur sem fylgja hjólreiðum og útbúnað

- Kynnist hjólreiðum frá ýmsum sjónarhornum

- Kynnist öllum þeim fjölmörgu hjólaleiðum sem eru í boði á og við Akureyri

- Kynnist reglum og útbúnaði 

- Læri að huga að hjólinu sínu

- Njóti þess að hjóla úti í góðum hóp


Námsmat: Símat með áherslu á virkni og framkomu


Kennari:  Sigrún Kristín og Sara Rut

Hlaðvarp - podcast

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Rósenborg 


Vorönn

Fimmtudagur

kl. 14:00 - 15:20


Hlaðvarp/Podcast er miðill sem hefur slegið rækilega í gegn á síðustu árum. Þótt hlaðvörp lúti eigin lögmálum má segja að þau séu í raun útvarpsþættir sem settir eru á netið.


Markmið: Að þátttakendur kynnist hlaðvarpinu, vinnuaðferðum og búi til sinn eigin hlaðvarpsþátt. Hlaðvörp eru margvísleg. Sum fjalla um ákveðin efni s.s. tónlist, kvikmyndir eða íþróttir. Önnur byggja á frásögnum og enn önnur fjalla um stjórnmál eða samfélagsmál.

Lögð áhersla á að nemendur læri að afla sér upplýsinga um ákveðin málefni, greini aðalatriðin frá aukaatriðum og miðli sögu með hjálp tónlistar, viðtala og almennrar sögu- uppbyggingar.


Æskilegt er að nemendur geti unnið sjálfstætt, geti miðlað sögum eða upplýsingum á markvissan og skemmtilegan hátt, öðrum og sjálfum sér til ánægju.


Hnefaleikaskólinn

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Íþróttahúsið við Laugargötu


Haustönn

Þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20


Hnefaleikar eru listin að slá án þess að vera slegin(n). Í hnefaleikaskólanum er kenndur tæknileikur sem eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum sem banna hörku og að slegið að sé fast. 


Markmiðið er að nemendur öðlist færni í undirstöðuatriðum íþróttarinnar og geti sýnt leikni sína að námskeiði loknu. Kennslustundir skiptast yfirleitt upp í upphitun, tæknikennslu, æfingar með félaga og þrek. Lögð verður jöfn áhersla á tækni og einfalda taktík auk þess sem þau læra að sippa og slá í sekki.


Námsmat byggist á ástundun.

Iðnir og tækni

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Slippurinn


Vorönn

Fimmtudagur

kl. 14:00 - 15:20


Kynning á iðn- og tæknistörfum, ætluð nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum á Akureyri.

Stúlkur eru hvattar til að sækja um þessa valgrein.


Markmið: Valáfanganum er ætlað að vekja áhuga nemandans á iðn- og tæknigreinum og kynna honum fjölbreytt störf og starfstækifæri sem þær greinar hafa upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum.

Námið fer fram í Slippnum og þeir sem halda utan um áfangann eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk Slippsins ásamt umsjónaraðila frá grunnskólum Akureyrar. 

Skilyrði fyrir þátttöku er góð skólasókn í 8. og 9. bekk. 

Gert er ráð fyrir þátttöku stráka og stelpna í greininni.


Hæfniviðmið:       

- Að kynna nemendum þau fjölbreyttu tækifæri sem liggja í iðn- og tæknigreinum

- Að nemendur fræðist um iðn- og tæknistörf sem unnin eru í Slippnum og DNG. Þær greinar sem sérstaklega verða kynntar eru vélsmíði, stálsmíði, rennismíði og tæknistörf í DNG.

- Að nemendur upplifi hvernig er að vinna við iðn- og tæknistörf

- Að nemendur fái fræðslu um öryggismál


Námsþættir: Námið er fjölbreytt og er bæði verklegt og bóklegt og miðar að því að tengjast atvinnulífinu. Farið verður í vettvangsferðir og verður heimasíða og samfélagsmiðlar nýttir til kynningar á valgreininni (dagbók, viðtöl, myndbönd, ljósmyndir o.fl.).


Matsviðmið: Ástundun, þátttaka og skil á vefdagbók.

Japanskt mál og menning 

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn

Fimmtudagar kl. 14:00 - 15:20


Í þessari valgrein fræðast nemendur um japanskt mál og menningu. Farið verður yfir japanska sögu og nemendur kynnast ýmsum menningarlegum atriðum, svo sem bókmenntum, kvikmyndum, tölvuleikjum, tísku og fleiru. Við kynnumst japönsku ritmáli og áhersla verður lögð á að læra að lesa og skrifa hiragana-stafrófið. Nemendur læra grunnorðaforða í japönsku og að hlusta og tjá sig á japönsku í stuttum og einföldum setningum. Auk þess að gefa nemendum grunnþekkingu á landinu verða þeir kynntir fyrir verkfærum og efni sem þeir geta nýtt til að halda námi sínu áfram eftir lok annarinnar ef þeir hafa áhuga á.

 Námsmat: Virkni og verkefnavinna í tímum.


Komdu í MA

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: MA


Haustönn

Mánudagur

kl. 14:30 - 15:50


Menntaskólinn á Akureyri býður áhugasömum grunnskólanemum að kynnast skólalífinu í MA. Í þessari valgrein kynnast nemendur ólíkum námsgreinum í skólanum og fá að máta sig við þær á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Nemendur gera tilraunir í efnafræði, bregða á leik með sviðslistabrautinni, kíkja í heim sálfræðinnar og masa á erlendum tungumálum svo lítið eitt sé nefnt. Nemendur fá líka innsýn inn í félagslífið og hvað nemendur eru að fást við í skólanum utan kennslustunda. Markmið þessarar valgreinar er að undirbúa nemendur fyrir nám í framhaldsskóla, kynna fyrir nemendum fjölbreytt nám og fjörugt félagslíf þar sem enginn dagur er eins.

Hagnýtar upplýsingar: Kennslustundir fara fram í Menntaskólanum á Akureyri og gott er að hafa skriffæri. Námsmatið byggir á virkni í tímum.

Körfuboltaskóli

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Naustaskóli


Haustönn, Vorönn

Mánudagur

kl. 13:40 - 15:00


Valfagið er kynning á öllum helstu undirstöðuatriðum körfubolta. Lögð er áhersla á leik frekar en keppni en að auki fá nemendur að kljást við ýmsar þrautir í knattraki og skoti.  


Nemendur fá að kynnast öllum helstu reglum íþróttarinnar auk kennslu á viðurkenndri réttri aðferð skottækni og varnarleik en áfanginn mun fyrst og fremst snúast um að nemendur hafi gaman í leikjum og spili. 


Þetta er próflaus áfangi þar sem metið verður út frá framkomu, vinnu- og áhuga.

LEGO - LANDSKEPPNI

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Haustönn

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20


Tækni LEGO


Markmið: Undirbúningur fyrir hina árlegu og stórskemmtilegu landskeppni sem haldin verður í nóvember. Video frá  síðustu keppni má sjá hér: (03:58:20) https://livestream.com/accounts/11153656/events/8887569/player

Ný þrautabraut kemur á hverju ári og glíma nemendur með aðstoð kennara við að finna lausnir á þrautabraut, hönnun vélmennis, lausn raunverulegs vandamáls ásamt því að setja upp kynningarbás í anddyri Háskólabíós á keppnisdegi.Námsgögn: LEGO Mindstorm Ev3 


Námsmat virkni í tímum og vinnubrögð.

TÆKNILEGO

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Vorönn

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20


Tækni LEGO


Markmið: Að setja saman misflókna hluti úr LEGO. Bæði eftir forskrift og eigin 

hugmyndaflugi, að prófa að setja saman LEGO-Mindstorm vélmennin  og æfa forritun þeirra.


Námsgögn: LEGO Mindstorm Ev3 


Námsmat virkni í tímum og vinnubrögð 

Leiklist

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haust- og vorönn

Þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20


Markmið:  Að nemendur efli sjálfsmynd sína og styrkist í jákvæðum samskiptum, geti sett sig í spor annara og þjálfist í að koma fram og túlka og tjá tilfinningar. Allt fer þetta fer fram með aðferðum leiklistarinnar, æfingum og leikjum.  Í lok námskeiðs verður opin tími/lokasýning með afrakstri annarinnar.


Námsefni: Kennarar koma með innlögn í formi leikja, æfinga og fræðslu í hverri kennslustund.


Kennsluaðferðir: Nemendur vinna úr innlögn kennara í misstórum hópum úti á gólfi.  Valgreininni lýkur í lok október eða byrjun nóvember og því verða nemendur að gera ráð fyrir að síðustu vikurnar fyrir sýningu verði fleiri en ein æfing á viku.


Námsmat:  Mæting, virkni og áhugi í tímum.


Mögulega munu tímasetningar eitthvað breytast þegar nær dregur t.d. í kringum sýningar. 

Liðkun-teygjur og slökun

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Bjarg


Haust- og vorönn 

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20


Lýsing: Áhersla verður lögð á að liðka og teygja líkamann, notast er við rúllur og bolta til að nudda stífa vöðva. Í lok hvers tíma er slökun.  Tímarnir henta öllum en allir hafa gott af því að liðka sig, teygja og slaka á.  Fyrir þá sem æfa mikið eru þessir tímar mjög góðir en jafnframt líka þá sem hreyfa sig ekki mikið reglulega því teygjur eru góðar fyrir alla.


Námsmat: Mæting, virkni og áhugi.

Líkamsrækt Bjarg

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Bjarg


Haustönn, Vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20


Fjölbreyttar æfingar undir leiðsögn kennara með langa og víðtæka reynslu af líkamsræktarþjálfun.


Markmið námskeiðsins er að kynna líkams- og heilsurækt fyrir nemendum og leyfa þeim að prófa þær fjölbreyttu leiðir og aðferðir sem eru í boði á heilsuræktarstöðvunum. Einnig að þjálfa þol og þrek þátttakanda og undirstrika mikilvægi þess að hreyfing sé hluti að heilsusamlegum lífsstíl. Boðið verður upp á fjölbreytta tíma í líkamsræktarsal. 


Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, virkni og áhuga. Umsögn um hvern nemanda.

Listnámskynning

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA


Vorönn

Þriðjudagur

kl. 14:30 - 15:50


Unnið að margskonar skapandi verkefnum bæði í myndlist og textíl. Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri.


Notaðar eru ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum leik og tilraunir

Matreiðsla

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA


Vorönn

Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur

kl. 14:30 - 15:50


Markmiðið er að nemendur fái innsýn í störf tengd matreiðslu, fái fræðslu um nám og störf matartækna og matreiðslumanna. Nemendur útbúa ýmsa einfalda rétti, fræðast um matseðla, næringu og hollustu. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi hreinlætis við matreiðslu og framreiðslu.

Norður 

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Norður


Haustönn, Vorönn

Mánudagur og þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20


Markmið: Líkamsrækt þar sem nemendum verður leiðbeint um grunnatriði hreyfingar, rétta líkamsbeitingu, alhliða styrktarþjálfun og grunnatriði mataræðis. Hver tími samanstendur  af upphitun, æfingu dagsins og svo liðleika og/eða teygjuæfingum.


Námsmat: Tekið mið af æfingum og áhuga.

Píla

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Íþróttahúsið við Laugargötu


Haust- og vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:30 - 15:50


Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að kynnast íþrótt sem er ört vaxandi í heiminum. Nemendur munu læra helstu grunnþætti í pílukasti sem og helstu keppnisleiki sem eru spilaðir hér á Íslandi og í heiminum. Samhliða þessu munu nemendur þjálfa einbeitingu og færni sína í stærðfræði, enda spila bæði stórt hlutverk í pílunni. Einnig verður lögð áhersla á hugarþjálfun þar sem nemendum verður kennt að meðhöndla spennuna sem fylgir oft íþróttum.


Námskeiðslýsing: 

Þó að pílukast sé íþrótt sem krefst mikillar einbeitingar og nákvæmni, þá geta allir haft bæði gagn og gaman af pílukasti. Stærðfræði er stór partur af pílukasti og verður farið í ýmsa leiki sem eru vel þekktir í pílukasti sem geta hjálpað nemendum við efla bæði einbeitingu og færni þeirra í stærðfræði. Nemendur munu upplifa þetta í gegnum leikinn og því skemmtileg leið til að auka þessa færni. 


Í flestum íþróttum er  lítið hugað að hugarþjálfun og í þessu námskeiði verður farið í að skoða þá spennu sem fylgir oft íþróttum og hefur áhrif á bæði færni og getu keppenda. Það að geta greint og stjórnað þessari spennu getur haft mikil áhrif á vellíðan okkar í íþróttum og árangur. Þar er mikilvægt að vera staddur í augnablikinu og útiloka eða nýtt sér það áreiti sem á sér stað í kringum okkur í erfiðum aðstæðum. Þetta á í raun við allar aðstæður í lífi okkar. Nýst verður við markþjálfun í kennslunni sem og reynslu leiðbeinanda. 

Rafiðnir (IGK1812)

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA


Vorönn

Mánudagur, Miðvikudagur

kl. 14:30 - 15:50


Lýsing: Nemendur vinna ýmis smáverkefni sem tengja saman handverk og fræðileg viðfangsefni sem rafiðnaðarmenn fást við. Kynnt eru grunn atriði í rafmagnsfræði og ýmsir íhlutir skoðaðir. Nemendur kynnast einföldum verkfærum og mælitækjum og fá tækifæri til að prufa notkun þeirra. 


Gerðar eru tilraunir sem tengjast rafmagns og segulfræði og áhersla lögð á þátttöku nemenda og hugmyndaauðgi þeirra. Unnið er með hefðbundið raflagnaefni og einföld tengiverkefni framkvæmd. Einnig eru smíðuð einföld rafeindatæki.


Greinin er kennd í samstarfi við VMA. Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á vorönn.  Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá hana metna til eininga sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.


Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og  virkni.


Rafíþróttir

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Þórsstúkan


Haust- og vorönn

Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur

kl. 13:30 - 14:50 & kl. 14:30 -15:50


Rafíþróttadeild Þórs vill hjálpa þeim sem stunda rafíþróttir að ná sem bestum árangri með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum, og hjálpa spilurum að komast í fremstu röð í þeim tölvuleik sem þeir spila. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara sem vilja koma saman og bæta sig. Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara. 


Markmið: Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara og stuðla að jákvæðri tölvuupplifun. Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál með hreyfingu/æfingum, að efla félagslegan og siðferðilegan þroska. Að iðkendur læri undirstöðuatriðin í þeim leik sem þeir æfa og hafi ánægju af rafíþróttum. Að efla félagsfærni og valdefla þau sem eru mikið ein heima að spila. Ræktum okkar eigin mat

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Gróðrastöðin 


Haustönn 

Miðvikudagur kl. 14:00 - 15:20


Kröfur: Mæta glöð og ekki í sparifötum

Lýsing: Kynna og sýna nemendum hvernig grunnatriði sáningar og ræktunar grænmeti fer fram. Nemendur fá að rækta nokkrar tegundir, fóstra yfir önnina og fara með heim. 

Námsmat: Símat með áherslu á virkni og framkomu. Ætlast er til að allir fari eftir þeim reglum sem gilda í ræktunarstöðinni hvað varðar vinnusemi og umgengni.

Kennari: Heiðrún Sigurðardóttir, Forstöðumaður Ræktunarstöðvarinnar á Akureyri.

Markmið:

Að nemendur:
Sjónlistir – Teikning, málun og leirmótun

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20


Nemendur þjálfa tækni og handbragð í teikningu, málun og leirmótun.


Meðal verkefna: 

- Kynning á ákveðnum listamönnum/liststefnu í tengslum við verkefni, 

- Heimsókn á listasafnið, 

- Blýants- og kolateikning, 

- Stækkun á teikningu, 

- Stílfæring, 

- Kyrralífsmyndir, 

- Vatnslitamálun, 

- Akrílmálun, 

- Leirmótun með jarðleir

Skák

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Íþróttahöllin


Haust- og vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20


Markmið: Að auka færni nemenda og áhuga á skáklistinni.


Fjallað verður um helstu reglur og aðferðir sem notaðar eru í skák, t.d. byrjanir, miðtöfl, endatöfl, fléttur og að máta. Farið verður yfir valda kafla úr skáksögunni og skákir meistara á borð við Morphy, Lasker, Capablanca, Aljekín, Botvinnik, Fischer, Karpov, Kasparov og Carlsen skoðaðar. 


Áhersla verður lögð á að skoða hvernig hægt er að nota tölvur til að auka færni sína í skák, bæði með því að tefla á netinu á www.Chess.com og með því að nota öflug skákforrit á borð við Stockfish og Houdini. Námskeiðinu lýkur með skákmóti. 


Spinning 

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Bjarg


Vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20


Áhersla er á að kynnast spinning, læra á hjólin og fl. Hver tími er settur upp þannig að allir geta hjólað á sínum hraða og eftir eigin getu. Hjólað er eftir litum og tímarnir lifandi og skemmtilegir.

Námsmat: Símat með áherslu á virkni og framkomu
Kennari:  Sigrún Kristín

Markmið: Smíðaval

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Rósenborg


Haust- og vorönn

Þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20


Markmið: Í smíðavali öðlast nemendur þekkingu á því ferli sem hefst á hugmynd og endar á afurð - fullunnu verki.  Farið verður yfir undirstöðuatriði í trésmíði. Nemendur fá þjálfun í notkun ýmissa tréverkfæra og undir handleiðslu kennara smíða þeir einfalda gripi. Að lokum fá nemendur tækifæri til að hanna sinn eigin grip og smíða hann. Greinin getur nýst sem undirbúningur fyrir grunnnám byggingagreina í framhaldsskóla.


Námsmat: Nemendur verða metnir alla önnina út frá verkefnum og frammistöðu í tímum. Tekið verður mið af sjálfstæðum vinnubrögðum, dugnaði, frágangi og vandvirkni. 

Spaðaíþróttir

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Giljaskóli og Naustaskóli


Haustönn, Vorönn

Föstudagur

kl. 13:40 - 15:00 í Naustaskóla

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20 í  Giljaskóla


Í spaðaíþróttum verður áherslan lögð á að spila og læra borðtennis, badminton og tennis. Farið verður í undirstöðuatriði íþróttanna þriggja og helstu tækniatriði kennd. Hvernig er best að halda á spaðanum í viðkomandi íþrótt og farið verður yfir forhönd, bakhönd og uppgjafir. Þar að auki verða helstu reglur kynntar og leikið eftir þeim. Upphitunar- og keppnisleikir verða iðkaðir og haldin verða mót í greinunum þremur.


Lykilatriði verður þó að njóta íþróttanna og skemmta sér í góðri íþrótt.


Námsmat verður til jafns byggt á mætingu og viðhorfi.

Spilamiðstöð - Goblin

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Goblin Ráðhústorgi


Haust- og vorönn

Þriðjudagur kl. 14:00 - 15:20 


Kennslan fari að mestu fram í Spilamiðstöðinni. Þar er búið að skapa andrúmsloft, umhverfi og „réttar“ félagslegar aðstæður sem henta sérstaklega vel til hlutverkaspila og hugmyndafræði þeirra. Afar mikilvægt er að aðstæðurnar hvetji þátttakendur til að tjá sig og lifa sig inn í leikinn, einnig að þátttakendur upplifi sig á heimavelli og meðal jafningja svo upplifunin verði sem best. Inn á milli er einnig mikilvægt fyrir stemningu spilsins að notast við hljóðeffekta og/eða leikræna tjáningu. Þeir sem sækja valgreinina  ganga þannig að öruggu og faglegu rými í Spilamiðstöðinni, sem tryggir næði og gæði.

 Í náminu verður kafað inn í heim D&D og hlutverkaspila. Rík áhersla er lögð á dýpt í persónusköpun í máli, leikrænt og myndrænt. Tenging hlutverkaspila við lífið og tilveruna, svo sem í samskiptum við aðra og ögrandi aðstæðum.Stafræn tækni og listsköpun

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Haustönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Nemendur búa til verkefni bæði með hefðbundnum efnivið í listgreinastofu og snjalltækjum.


Meðal verkefna:

Stafræn teikning í ProCreate

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Giljaskóli


Haust- og vorönn

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20


Helstu áhersluatriði: Nemendur læra undirstöðuatriðin í stafrænni teikningu. Megin áherslan verður á að læra að teikna stafrænt í forritinu ProCreate í iPad með apple penna. Nemendur læra grunnþætti forritsins sem síðan verður byggt ofan á. Farið verður í helstu eiginleika forritsins á borð við lög, áferðir, mismunandi verkfæri og hreyfimyndagerð. Í gegnum vinnuna læra nemendur einnig grunnþætti í teikningu á borð við fjarvídd, hlutföll, litanotkun, myndbyggingu og fleira. Viðfangsefni verða fjölbreytt en reynt er að tengja við dægurmenningu, þætti, kvikmyndir, tónlist og fleira. Nemendur geta aukið við þekkingu sína og unnið í öðrum forritum ef þeir treysta sér til og þá ávallt með teikningu að leiðarljósi. Til dæmis er boðið upp á Green Screen vinnu, Stop Motion vinnu, hreyfimyndagerð og álíka. 


Námsmat og uppbygging kennslu: Kennslan byggist upp á minni verkefnum frá kennara þar sem nemendur læra á ProCreate. Í lok annar vinna nemendur frjálst lokaverk þar sem þeir sýna fram á þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Nemendur útbúa ferilbók þar sem þeir skrásetja allt ferlið frá kveikju að lokaverki. 

Stærðfræði (framhaldsskólastærðfræði)

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Lundarskóli


Vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Sund

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Sundlaug Akureyrar


Haust- og vorönn

Mánudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Markmiðið er að gefa nemendum kost á aukinni hreyfingu. Settar eru upp skemmtilegar sundæfingar, farið í sundleikfimi, sundknattleik (póló), rennibrautarkeppni og fleira.  

Fjölbreytt og skemmtileg hreyfing, nemendur hafa alltaf tíma í lokinn fyrir heita- og kaldapottinn.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu.Textíll

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Vorönn

Fimmtudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Hvað langar þig að læra meira í textílmennt eða textílhönnun? Möguleikarnir eru margir: hekl,  prjón, þæfing, vefnaður, hnýtingar, útsaumur, vélsaumur, sníðavinna, litun (t.d. tie-dye), þrykk og/eða verkefni tengd nýja vínilskeranum, en hann býður uppá marga spennandi möguleika. Einnig hægt að vinna að alls konar endurnýtingu og endurhönnun.

Markmið er að styðja nemendur í að vinna að textílverkefnum á eigin áhugasviði. 

Umhirða og vellíðan

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haust- og vorönn

Miðvikudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Lýsing: Húðgreining - að nemendur læri að þekkja sína húð og verði þ.a.l. gagnrýnni á það sem reynt er að selja þeim af t.d. afgreiðslufólki eða áhrifavöldum. 


Undirbúningur fyrir ökunám

Samskólaval

Fyrir: 10. bekk

Staðsetning: Giljaskóli


Haust- og vorönn

Þriðjudagur

kl. 14:00 - 15:20 


Góður undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám. 


Námsþættir: 

- Hvernig skapast hættur í umferðinni og hvernig bregst maður við þeim? 

- Hvaða reglur gilda í umferðinni? 

- Öryggi og öryggisbúnaður. 

- Hvaða réttindi og skyldur fáum við með ökuprófinu? 


Námsmat: Verkefni og virkni í tímum. Kennslustundir eru tvær á viku hálft árið. 

Útivist og hreyfing

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Brekkuskóli


Haustönn

Mánudagur

kl. 14:00 - breytilegt


Áhersluþættir: Örugg ferðahegðun, matur og næring, útbúnaður og fatnaður, náttúrulæsi, heilsa og heilbrigði, andlegir kostir útivistar, valdefling.  


- Tími 1. Hópurinn hittist í Brekkuskóla. Farið yfir dagskrá. Fræðsla um útbúnað og ferðalög. 80 mín.

- Tími 2. Gönguferð um Kjarnaskóg og í Gamla og niður. 120 mín.

- Tími 3. Gönguferð upp í Fálkafell og elduð máltíð. 120 mín. 

- Tími 4. Fjallganga á fjall í nágrenni Akureyrar fjall. 240 mín. 

- Tími 5. Fjallganga á fjall í nágrenni Akureyrar. 300 mín. 

- Tími 6. Tveggja daga ferð og gisting í Skála. 

  

Kennt verður á mánudögum kl. 14:00 á haustönn. Greinin hefur aðsetur í Brekkuskóla en nánari dagskrá verður send þátttakendum í byrjun.

Vísindasmiðja

Samskólaval

Fyrir: 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: Síðuskóli


Haustönn

Miðvikudagur kl. 14:00


Í kennslustundum verða fjölbreyttar tilraunir og athuganir en nemendur læra einnig að setja fram sína eigin athugun. Einnig verður farið í heimsókn í Háskólann á Akureyri.


Markmið eru að nemendur:


Námsmat: Unnið er út frá hæfniviðmiðum í Aðalnámskrá fyrir náttúrufræði. Þjónusta/framreiðsla

Samskólaval

Fyrir: 9. bekk, 10. bekk

Staðsetning: VMA


Haustönn

Þriðjudagur

kl. 14:30 - 15:50 


Kynningaráfangi í þjónustu. Framreiðsla á matvælabraut VMA


Markmiðið:  Í áfanganum verður kynning á menntun og starfi framreiðslumanna. Nemendur læra að leggja á borð og skreyta borðin fyrir mismunandi tækifæri. Nemendur læra að gera óáfenga kokteila. Nemendur læra að nota kaffivél og gera kaffidrykki.


Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og  virkni.