Í þessu myndbandi og myndum er sýnt hvernig á að afrita tengil úr Google þannig að sá sem fær tengilinn getur opnað án þess að skjalinu hafi verið deilt á netfang kennara. Í myndbandinu er einnig sýnt hvernig hægt er að prófa hvort tengillinn virkar. Athugið að þið megið ekki logga ykkur inn í incognito gluggann til að prófa.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig Google docs skjal er vistað sem pdf. Hér fyrir neðan er sýnt á mynd hvað er gert. Skjalið vistast svo í 'download' möppunni.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig myndband er sett á snyrtilegan hátt í Google docs skjal.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig á að setja myndbandsupptöku inn á Google Slides. Myndbandið er gert fyrir samkennara en ætti að nýtast nemendum líka.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig á að setja hljóðskrá inn í Google Slides og stilla þannig að hægt sé að spila hana.
Hér er sýnt hvernig Google Hangouts virkar.
Hér er sýnt hvernig á að búa til skemmtilega bakgrunni og gera ýmislegt skemmtilegt í Google Slides.
Hér er sýnt hvernig hægt er að láta Google Sheets glósa eða þýða fyrir sig.
Hér er sýnt hvernig hægt er að flytja skjal úr Office (Word, Excel, Power Point...) á Google og breyta því í viðkomandi Google format.