Til vinstri eru leiðbeiningar um innskráningu í Innu. Hér fyrir neðan hvernig þið finnið áfangana ykkar í Innu og að lokum hvernig þið skráið ykkur í áfangana á Moodle.
Svona er einfaldast að finna áfangana sína í Innu:
Upplýsingar um lesefni, verkefni og flest annað sem tilheyrir náminu eru í Moodle sem er kennslukerfið okkar. Þú skráir þig inn á moodle.mtr.is Ef þú ert nýnemi þá ferðu í að nýskrá notanda. Þar slærðu inn notandanafn (nafnið þitt þannig að við þekkjum þig), lykilorð, netfang og nafn. Kennslukerfið sendir póst á netfangið sem þú skráðir og þann póst þarftu að fara í til að ljúka skráningunni. Þú þarft því næst að skrá þig í þá áfanga sem þú átt að vera í samkvæmt Innu. Þú ferð í áfangar – velur rétta önn og heiti áfangans.
Í myndbandinu hér til vinstri sjáið þið svo hvernig þið finnið og skráið ykkur inn í áfanga á Moodle. Áður en þið gerið þetta þurfið þið að vita í hvaða áfanga þið eigið að skrá ykkur, það sjáið þið á Innu, sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan.