Fyrsta þriðjudag eftir miðannarviku (tímasetning sést í skóladagatali á vef skólans) er opnað fyrir skráningar á næstu önn. Listi yfir þá áfanga sem í boði eru birtist á vef skólans undir námið og nemendur velja áfanga fyrir næstu önn. Umsjónarkennari og námsráðgjafi veita aðstoð sé þess óskað. Nemendur fá tölvupóst til að minna á valtímabilið. Núverandi nemendur sem ekki sinna því að skrá sig á valtíma geta því átt það á hættu að komast ekki í þá áfanga sem þau vilja eða þurfa að taka.
Hér fyrir neðan eru nánari leiðbeiningar sem nýtast þegar velja skal áfanga.
Hér er útskýrt hvernig áfangaheiti eru byggð upp. Tölustafurinn inn í miðju áfangaheiti segir til um þrep og tölustafirnir tveir aftast í heitinu segja til um einingafjölda.