Hér er sýnt hvernig nemendur finna námsferilinn sinn í Innu en ekki síður hvernig á að lesa úr öllum þessum upplýsingum. Hér fyrir ofan er skjal sem sýnir þessar upplýsingar og til vinstri myndband. Það er sýnt hve margar einingar í eru kjarna, brautarkjarna, brautarvali og frjálsu vali, sem og hlutfalli eininga á þrepi.
Tenglar sem bent er á í myndbandinu eru:
Auk þess er hér listi yfir áfangaframboð næstu annir.
Athugasemdir eru færðar í Innu þrisvar-fjórum sinnum á önn, einu sinni-tvisvar fyrir miðannarmat og tvisvar eftir. Þetta er gert fyrir hvern áfanga. Í athugasemdunum kemur fram hvernig nemandi stendur í náminu, yfirleitt er sett inn hve mörgum verkefnum hefur verið skilað, stundum skrifleg umsögn og stundum einkunn. Ef ástæða þykir hefur umsjónarkennari eða námsráðgjafi samband við nemanda í framhaldinu.
Á skóladagatalinu (linkur á það nýjasta er á vef MTR, mtr.is) sést hvenær athugasemdir eru gerðar.
Hér til vinstri eru annars vegar myndbandsleiðbeiningar og hins vegar samsett mynd.
Ertu á kjörnámsbraut en skilur ekki alveg hvernig hún virkar? Þá er þetta myndband fyrir þig.
Kjörnámsbrautin er ólík öðrum brautum í MTR vegna þess að þar velur nemandi áfanga eftir sínu áhugasviði. Í myndbandinu til vinstri og myndinni fyrir neðan er útskýrt hvernig brautin er sett upp, hvað varðar samsetningu áfanga og einingafjölda á hverju þrepi.