Lionsklúbburinn Fjörgyn leggur áherslu á að leggja lið í baráttunni fyrir bættri heilsu barna og unglinga. Helstu verkefni klúbbsins hafa tengst stuðningi við Barnaspítala Hringsins og Barna og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL). Einnig hefur klúbburinn stutt við sína heimabyggð með styrkjum til ýmissa félagasamtaka, sambíla og fjölskyldna sem eru hjálpar þurfi.
Fjörgyn hefur í gegnum tíðina styrkt bágstaddar fjölskyldur í Grafarvogi í aðdraganda jóla í samstarfi við Grafarvogskirkju og Íslensku Kristskirkjuna. Á hverju ári hafa um 50 fjölskyldur fengið jólamat sendann með jólakveðju frá klúbbfélögum. Ýmis matvörufyrirtæki hafa styrkt klúbbin í þessu verkefni.
Alþjóðlegur dagur sykursjúkra er 14. nóvember. Varnir gegn sykursýki er eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar. Á undanförnum árum hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn tekið þátt í þessu verkefni og lagt sitt af mörkum til þessa gagnlega forvarnarverkefnis. Fjörgynjarmenn hafa fengið Krónuna við Bíldshöfða til samstarfs og hafa mælt blóðsykur, án endurgjalds, í húsnæði verslunarinnar undanfarin ár. Fjörgyn hefur notið aðstoðar heilbrigðisstarfsmanna sem jafnframt hafa veitt ráð þeim einstaklingum sem mældust yfir mörkum. Í þeim tilvikum þar sem blóðsykur mældist vel yfir viðmiðunnarmörkum var viðkomandi ráðlagt að leita læknis hið fyrsta.