Um Lions

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917. Í dag starfa yfir 1,4 milljónir Lions-félaga, í 46.000 Lionsklúbbum í 206 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum. Í Lions er farvegur umræðna sem efla og þroska.

Til Íslands barst Lionshreyfingin árið 1951 þegar fyrsti klúbburinn, Lionsklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður hinn 14. ágúst. Ísland er sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba og nefnist Fjölumdæmi 109 og skiptist í umdæmi 109A og 109B. 

Í Lions er lögð áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra. Vináttan er undirstaða að starfi Lionsklúbba. Lionsfélagar er tryggur vinahópur, sem stendur saman og styðja hvern annan. Í Lions eignast margir sína bestu vini. Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Kúbbar styðja sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum.  

Í Lions öðlast félagar félagslega þjálfun og þar fer einnig fram markviss fræðsla. Í Lions eru  mörg tilboð um fræðslu og gagnast hún ekki aðeins til starfa í Lions, heldur einnig í atvinnulífinu og í daglegu lífi. Lions býður upp á fjölbreytt félagslíf, fræðslu, skemmtanir, verkefni, fundi og ferðalög með vinum og fjölskyldum.

Verkefni Lions