Lionsklúbbinn Fjörgyn var stofnaður þann 14.maí árið 1990. Föðurklúbbur Fjörgynjar er Lkl. Mosfellsbæjar. Stofnskrárhátið klúbbsins var haldinn 1.desember 1990. Meðal stofnfélaga í Fjörgyn voru félagar víða af höfuðborgarsvæðinu, þó voru flestir úr Árbæ og Grafarvogi.
Fjörgyn kemur fyrir í norrænni goðafræði og merkir Jörð, móðir Þórs. Í Völuspá segir (57. erindi):
Þá kemur inn mæri
mögur Hlóðynjar,
gengur Óðins sonur
við orm vega,
drepur hann af móði
Miðgarðs véur,
munu halir allir
heimstöð ryðja;
gengur fet níu
Fjörgynjar bur
neppur frá naðri
níðs ókvíðinn.
Merking vísunnar er eitthvað á þessa leið:
Þá kemur hinn ágæti sonur Jarðar (þ.e. Þór), gengur sonur Óðins (þ.e. Þór) fram að berjast við orminn, sem drepur verndara Miðgarðs (þ.e. Þór) með eiturblæstri (krafti), allir menn tortíma hinum byggða heimi, sonur Jarðar (Þór) gengur, að þrotum kominn, níu fet í burtu frá orminum, áhyggjulaus yfir illu umtali (yfirleitt skýrt þannig að Þór hafi nú engar áhyggjur af því að vera brigslað um hugleysi því hann er búinn að drepa orminn).