Fjörgyn
Lionsklúbburinn Fjörgyn
Stofnaður 14. maí 1990
Klúbbur númer 050538 á svæði 8 í umdæmi (MD) 109A
Fjörgyn leggur ríka áherslu á að beita sér fyrir velferð barna og unglinga
Blóðsykurmælingar
16. nóvember 2024. Lionsklúbbarnir Fjörgyn og Fold buðu upp á ókeypis blóðsykurmælingar í Húsgagnahöllinni Bíldshöða.
Als voru mældir 431 einstaklingar sem skiptust þannig að konur voru 247 á aldrinum 9 - 92 ára og karlar 184 á aldrinum 10 - 85 ára.
Tónleikar Fjörgynjar
14. nóvember 2024. Lionsklúbburinn hélt sína stórtónleika til styrktar BUGL í Grafarvogskirkju, í tuttugasta skiptið. Heppnuðust tónleikarnir í alla staði mjög vel og gestir okkar hæst ánægðir
Að því tilefni heiðruðum við félaga okkar Vigfús Þór Árnason fyrir framlag hans við tónleikahaldið.
Landhelgisgæslan heimsótt
24. október 2024. Við Fjörgynjarmenn heimsóttum Landhelgisgæsluna. Fengum fróðlega kynningu á reksri og notkun þyrluflota Gæslunnar af einum af stýrimönnum/sigmönnum Gæslunnar. Þetta eru ótrúleg tæki.
Ungmennaskipti
26. september 2024. Fjörgyn styrkti Ingu Dís Guðjónsdóttur til dvalar í ungmennabúðum Lions í Eistlandi síðastliðið sumar, ásamt öðrum klúbbum á svæði 8 í umdæmi 109A. Á fundinum sagði Inga Dís frá upplifun sinni í máli og myndum. Fjörgynjarmenn afgreiddu fjárhagsáætlun 2024-2025 og ársreikning síðasta starfsárs.
Starf vetrarins sett í gang
12. september 2024. Við leggjum lið með viljan að vopni er kjörorð stjórnar 2024-2025. Guðmundur Helgi formaður útdeildi skipunar- og erindisbréfum. Sérstök ánægja var að fá félaga úr Lkl Baldri í heimsókn, sem m.a. sögðu frá umfangsmiklu landgræðsluverkefni klúbbsins, Baldurshaga, nálægt Hvítárvatni við Langjökul.
Nýtt starfsár hafið
22. ágúst 2024. Fjörgynjarmenn og makar hófu starfsárið með grilliveislu viðtakandi stjórnarmanna. Skemmtilega samverustund í Hlöðunni við Gufunesbæinn.