Fjörgyn
Lionsklúbburinn Fjörgyn
Stofnaður 14. maí 1990
Klúbbur númer 050538 á svæði 8 í umdæmi (MD) 109A
Fjörgyn leggur ríka áherslu á að beita sér fyrir velferð barna og unglinga
Nýtt starfsár hafið
Stjórn Fjörgynjar bauð til grillveislu í Hlöðunni í Gufunesi þann 24. ágúst síðastliðinn.
Nýr umdæmisstjóri
Dagana 19. og 20. maí síðastliðinn var Lionsþing 2023 haldið á Akureyri. Á þinginu var Friðrik Hansen Guðmundsson, félagi í Fjörgyn, kjörinn umdæmisstjóri fyrir umdæmi 109A starfsárið 2023-2024. Við félagarnir erum stoltir af okkar manni.
Broskallar í Kenía
Styrktarfélagið Broskallar safnar fé til að hjálpa nemendum í fátækrahverfum í Afríku, mest í Kenía, til að komast í háskóla með því að gefa þeim tækifæri til að æfa sig og ná þannig þeirri kunnáttu sem þarf til að standast inntökupróf í háskóla. Starfsemin fer fram í gegnum verkefnið „Menntun í ferðatösku“ en það inniheldur spjaldtölvur fyrir nemendur og fyrir verkefni sem þeir leysa á tölvunum fá nemendur Broskalla sem hægt er að geyma í rafrænu veski. Fyrir rafmyntina geta nemendur keypt smávöru eins og ávexti, snarl og matvöru. Námið leiðir þannig til þess að hægt er að versla nauðsynjar fyrir fjölskyldu nemanda, sem felur jafnframt í sér hvata til þess að stunda námið.
Á síðasta félagsfundi var Gunnari Stefánssyni, upphafsmanni broskallaverkefnisins, afhendur styrkur Fjörgynjarmanna til verkefnisins. Styrkurinn verður notað til þess að hefja ný verkefni í tveimur skólum í Kenía, með sérstakri áherslu á menntun stúlkna. Verkefnin verða í nafni Lionsklúbbsins Fjörgynjar.