Fjörgyn
Lionsklúbburinn Fjörgyn
Stofnaður 14. maí 1990
Klúbbur númer 050538 á svæði 8 í umdæmi (MD) 109A
Fjörgyn leggur ríka áherslu á að beita sér fyrir velferð barna og unglinga
Ungmennaskipti
26. september 2024. Fjörgyn styrkti Ingu Dís Guðjónsdóttur til dvalar í ungmennabúðum Lions í Eistlandi síðastliðið sumar, ásamt öðrum klúbbum á svæði 8 í umdæmi 109A. Á fundinum sagði Inga Dís frá upplifun sinni í máli og myndum. Fjörgynjarmenn afgreiddu fjárhagsáætlun 2024-2025 og ársreikning síðasta starfsárs.
Starf vetrarins sett í gang
12. september 2024. Við leggjum lið með viljan að vopni er kjörorð stjórnar 2024-2025. Guðmundur Helgi formaður útdeildi skipunar- og erindisbréfum. Sérstök ánægja var að fá félaga úr Lkl Baldri í heimsókn, sem m.a. sögðu frá umfangsmiklu landgræðsluverkefni klúbbsins, Baldurshaga, nálægt Hvítárvatni við Langjökul.
Nýtt starfsár hafið
22. ágúst 2024. Fjörgynjarmenn og makar hófu starfsárið með grilliveislu viðtakandi stjórnarmanna. Skemmtilega samverustund í Hlöðunni við Gufunesbæinn.