Frá árinu 2003 hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn staðið fyrir árlegum stórtónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) og líknarsjóði Fjörgynjar. Mikill fjöldi landsþekktra tónlistarmanna hafa komið fram á tónleikunum og styrkt verkefnið.
Ágóða af stórtónleikum hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn nýtt til að kaupa og reka bíla, sem BUGL nýtir fyrir starf með börnum og unglingum á legudeild og fyrir vettvangsteymi göngudeildar. Þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við N1, Sjóvá og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Janframt hefur Fjörgyn styrkt starfsemi BUGL með ýmiskonar tækjabúnaði.