Áfengi

Hvernig varð áfengi til?

Það eru til 3 tegundir af áfengi það er gerjað (t.d bjór) eimað (t.d brennivín) og svo heimabrugg. Leyfi þarf frá sýslumanni til þess að framleiða, flytja inn eða selja áfengi. Léttvín eru búinn til úr berjum, gerjað er búið til úr vatni og korni, en sterkari vínum er vatnið eimað úr og afgangs vökvin er geymdur til að eldast, stundum á gömlum víntunnum.

Áfengi hefur fylgt manninum í margar aldir fólk lærði mjög fljótt að brugga vín.

Hvað er áfengi?

Áfengi er flokkað sem róandi vímuefni sem hægir á starfsemi heilans og taugakerfi. Það berst með blóðrásinni um allan líkamann og til allra líffærakerfa og skaðar þau.

Hvað þýðir orðið vímuefni?

Vímuefni er í rauninni sama orðið yfir lyfjum og efni sem valda í flestum tilfellum fíkn. Þau eiga það til að breyta mið-taugakerfinu þanneig að skynjun mannsins á umhverfi breytist verulega.

Hvað áhrif hafa áfengi?

Notkun áfengis hefur verið með okkur í þúsundirára. Í dag er það eina löglega vímuefnið í heimshluta okkar og neysla þess er hluti af eyðirlegu lífi marga. Því hefur verið haldið fram að hófleg neysla áfengis sé ekki skaðleg líkamanum og geti jafnvel reynst gagnleg í forvörnum gegn hjarta og æðarsjúkdómum.

Er áfengisvandamál ættgengt?

Í stuttu máli já, það er líklegra að þú eigir við áfengis vandamálum að stríða ef foreldrar þínir hafa átt við sömu erfiðleikum.

Áfengi á meðgöngu

Á meðan kona er ólétt er barnið hluti af henni þanneig allt sem hún borðar og drekkur fær barnið ef móðirin myndi fá sér áfengi fer til barnsins með fylgju og naflastreng.

Meðferðarúrræði

Oftast fara flestir fyrst inna vog til þess að fara í afeitrun og losna við áfengi úr líkamanum sínum. Læknar meta hversu slæm neyslan er ef hún er virkilega slæm þá fara sjúklingarnir á annað meðferðarheimili þar sem þeir fá meiri hjálp.

Forvarnir

Forvarnir eru fræðsla og landlæknir ber ábyrgð á því að koma þessari fræðslu á framfæri. Á þessari síðu geturðu fundið ráðleggingar embættisins varðandi notkun áfengis eins og t.d.

  • ekki skaltu drekka áfengi til heilsubótar

  • það er ekkert sem segir um það að áfengi sé skaðlaust.

  • börn og unglingar og fólk undir aldri til þess að kaupa áfengi eiga alls ekki að fá sér áfengi.

  • eldra fólk verða að passa sig þegar það er að fá sér áfengi þar sem þolið er minna.

Unglingadrykkja

Byrjunaraldurinn virðist skipta miklu máli varðandi skaða. Því fyrr sem unglingar byrja drekka því meiri verður skaðinn. Rannsóknin sýna það að fyrir hvert ár sem unglingar draga það að byrja fá sér áfengi minnka líkurnar á áfengisvandamálum um allt að 14%.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkaleyfi á sölu áfengis á landinu.