Læknadóp

Götuverð læknadóps

Læknadópið Contalgin er eina dópið, sem selt hefur verið allar götur frá árinu 2000, sem hefur hækkað í verði að raunvirði. Skammturinn kostaði 1.200 krónur árið 2000, Verðið fór upp í 5.000 krónur árið 2009 en lækkaði svo niður í 4.000. Í fyrra rauk verðið upp í 8.000 krónur en stendur nú 5.000 krónum, samkvæmt könnun SÁÁ. Verðhækkunin nemur 292% frá árinu 2000.

Hvernig er hægt að nálgast læknadóp?

Það er talið að helst sé verið að selja þetta á samfélagsmiðlum frá fólki sem sér um að selja þetta. Annað hvort kemur seljandinn til þín eða þú ferð til hans. Stærsti sölustaðurinn er Facebook, yfir 60 lokaðir hópar eru bara fyrir að selja og kaupa læknadóp.

Dæmi um læknadóp:

Læknadóp sem mest er notað og áhrifin sem þau hafa

  • oxycodone (OxyContin), hydrocodone (Vicodin), and meperidine (Demerol)

læknisfræðileg notkun: þau eru notuð til að minnka sársauka, eða minnka hósta og við niðurgangi.

  • phenobarbital (Luminal), diazepam (Valium), og alprazolam (Xanax)

læknisfræðileg noktun: þau eru notuð sem þunglyndislyf, til að meðhöndla kvíða, spennu, kvíðaköst, og svefntruflanir.

  • methylphenidate (Ritalin) og amphetamine/dextroamphetamine (Adderall)

læknisfræðileg notkun: fyrir athyglisbrest og ofvirkni og svefntruflanir.

Læknadóp er framleitt fyrir læknisfræðilega notkun svo það er búið til í leyfilegum lyfjaverksmiðjum.

Það sem er öðruvísi við þessi efni er að þau eru gerð fyrir læknisnotkun og þess vegna geta þau verið rosalega góð ef þú kannt að nota þau og veist hvernig er gott að nota þau. Það sem er líka öðruvísi við þessi efni er að þú getur ekki séð þegar fólk er undir áhrifunum af þessum efnum nema á augasteinunum. Hver sem er getur byrjað að taka of mikið af lyfjunum sínum og þess vegna getur t.d. besti vinur þinn lent í bílslysi og fengi töflur fyrir verkjunum og byrjað að misnota þau.

Sumt fólk þarf að taka þessi lyf en byrjaði að taka of mikið af þeim og í sumum tilfellum þurft að fara inn á geðdeild til að passa að þau byrji ekki að taka of mikið, en samt í næstum öllum tilfellum þá byrja þau aftur að taka meira en læknirinn segir þegar þau fara heim af geðdeild. Oftast byrjar fólk á því að taka eina meira en þarf til að finna sömu tilfinninguna og þegar þau tóku fyrstu töfluna, því eftir smá tíma verður þú vanur tilfinningunni og langar að finna sterkari tilfinningu. Þá tekurðu sterkari töflur og þannig byrjar neysla á læknadópi hjá sumu fólki. Hjá sumum sem eru til dæmis með athyglisbrest og ofvirkni, svefntruflanir, þunglyndi, eða kvíða þá fær viðkomandi töflur til að hjálpa til við svefn á kvöldin eða til að hjálpa manni að róa sig niður, eða ekki fá kvíðaköst, eða hjálpa þér að vera ekki þunglynd. þá fá þau lyf sem er rosalega auðvelt að verða háður af og þess vegna þurfa þau stundum að hætta að taka þau lyf ef þau byrja að misnota þau þá getur það haft áhrif á heilsu þeirra því að ef þú ert þunglynd og tekur ekki lyfin þín þá verður þú stundum það þunglyndur að þú munt ekki standa upp til að fara á klósettið eða fá þér að borða sem getur svolátið þig vera mjög veikan eða ef þú færð kvíðakast þá verður þú bara að bíða þangaðtil að það er búið, heldur en að taka eina töflu til að róa mann niður.