Nikótín og vape

Vape og nikótín

Vape- og nikótínnotkun unglinga er mikil hér á landi síðastliðin ár. Nikótínfíkn hjá unglingum getur leitt til þess að þau verða reykingamenn. Þá á að hafa í huga að annar hver reykingarmaður deyr út af sígarettunotkun.

Vape eru rafrettur sem voru hugsaðar til að hjálpa fólki að hætta að reykja en þróuðust í það að fólk byrjaði að veipa þótt það hafði aldrei reykt. Rafrettur voru fyrst framleiddar árið 2003 í Kína.

Hvað er nikótín?

Nikótín er efni sem eru sett í sígarettur, neftóbak og munntóbak. Nikótín kom til Evrópu fyrir rúmum 500 árum. Nikótín hefur hins vegar verið notað í lyf við Parkinson og Alsheimer. Níkótínefnið er í blöðum plöntunar Nicotiana tabacum.

Hvaða áhrif hefur nikótín?

Þeir sem reykja eru helmingi líklegri á að fá hjarta og æðasjúkdóma heldur en þeir sem reykja ekki. Menn sem reykja eru í helmingi meiri hættu á að deyja úr krabbameini og þeir sem reykja mikið er í fjórfaldri hættu. Tóbaksnotkun er einn helsti áhættuþáttur krabbameins og veldur 22% allra krabbameinsdauðsfalla í heiminum og á sök um 71% dauðsfalla vegna lungnakrabbameins. Þegar tóbak er reykt þá er andað inn efnum sem brjóta niður frumurnar í lungnablöðrunum og eyðileggja lungun. Ef maður reykir daglega þarf maður að venjast morgunhósta og slími. Óhjákvæmilegt er að andardrátturinn þyngist við líkamsáreynsluna og árangurinn á t.d. íþróttavellinum versnar. Reykingar auka líkurnar á að fólk fái sykursýki 2. Þeir sem snúa sér að munntóbaki auka líkurnar á krabbameini samkvæmt sænskri rannsókn.

Hvar getur maður keypt nikótín og er nikótín löglegt?

Nikótín er löglegt efni, það er hægt að kaupa það sem tóbak, sígarettur, lyft og sem vapevökva. Það er hægt að kaupa þetta allt í sjoppum, matvörubúðum og sérstökum vapesjoppum. En ef þú villt kaupa þessar vörur þarftu að vera 18 ára eða eldri.