Heróín (ópíAtar)

Hvað er heróín

Heróín er tegund af ópíötum sem veldur róandi áhrifum og sæluvímu. Heróín veldur líka miklum líkamlegum áhrifum og alvarlegum fráhvarfseinkennum þegar efnið er hætt að virka. Það hættulegasta við Ópíöt (meðal annars Heróín) er að þeir eru öndunarbælandi og geta truflað sjálfvirka öndunarkerfið okkar. Algengustu leiðirnar til þess að nota heróín er að sprauta í bláæð og í vöðva. Það er gert með því að setja duftið í málmskeið, kveikja á kerti, setja skeiðina yfir logann, bræða efnið, setja bráðið efnið í sprautuna og svo er sprautað í æð. Svo er líka þef (eða sniff á ensku), þef er þegar duftið er „þefað” í gegnum nefið. Svo er líka algengt að fólk reyki heróín sem virkar þannig að neytendur hita heróínið varlega á álpappír og anda að sér reyknum og gufu gegnum rör.

Framleiðsla á heróíni

Mest af heróíni er framleitt í Asíu og Ameríku þar sem ópíum er ræktað og unnið úr blómum valmúans. Í hreinni mynd er heróín fínt, hvítt og biturt bragðduft sem leysist upp í vatni. Þegar það er selt þá er litur þess og samkvæmni mismunandi eftir því hvernig það er búið til og með hvað aukaefnum það hefur. Götu heróín getur verið hvítt duft, brúnt og stundum kornótt efni eða klístrað gúmmí. Sum aukaefni svo sem sykur, sterkja eða þurrmjólk eru notuð til að auka vægi smásölu. Önnur lyf geta verið bætt við til að auka áhrif heróíns. Fentanýl sem er hundrað sinnum öflugara en morfín er stundum notað í heróín. Margir sem hafa tekið of stóran skammt hefur orsakast af fentanýli sem bætt er við heróín.

aðgengi og framboð

Framboð heróíns á Íslandi er ekki mikið. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá SÁÁ hefur ekki fundist heróín á Íslandi síðan í lok ársins 2018. Efnið er svo hættulegt að ekki margir vilja nota það, það teljum við líklegast að sé ástæðan fyrir litlu magni af efninu hér á landi.

ópíatar

Ópíöt er lyf sem eru unninn úr ópíum eða hafa efnafræðilega byggingu og slík lyf. Meðal ópíata teljast annars morfín, heróín, kodín, metadón og petidín. Þau lyf hafa áhrif á heilann og miðtaugakerfið tildæmis hafa þau verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Grunnurinn af ópíum er að ópíum er gott lyf en ef það er misnotað eins og heróín getur það valdið alvarlegum skaða.

áhrif og afleiðingar


Ópíöt eins og morfín og heróín bindast endorfínviðtökum líkamans. Sú binding kemur af stað sömu áhrifum og ef endorfín bindast þeim þau hafa þá verkjastillandi áhrif og valda syfju, sjóleika og sælutilfinningu eins ég sagði ykkur áðan. Ópíöt er mjög vanabindandi lyf og ástæða þess er sú þegar neytandi tekur inn slíkt efni tildæmis heróín slekkur líkaminn á sér. Þegar heróínið hefur brotnað niður er því óvenju lítið magn af því lyfi sem fer í heilann og óþægindi bæði líkamlega og tilfinningalega koma fram. Það leiðir þess að neytandi leitar eftir nýjum skammti. Hér á myndunum fyrir ofan er sama konan. Vinstri myndin er hún ekki í neyslu á 22. ári en á hægri myndinni er hún 33ja ára (semsagt búin að vera í neyslu í 11 ár).

forvarnir

Í tengslum við forvarnir gegn fíkniefnum er margt reynt hér á Íslandi. Til dæmis hefur lögregluþjónn nýlega heimsókt skólann okkar og haldið yfirlestur um hættur fíkniefna fyrir unglingastigið. Svo eru fullt af vefsíðum líkt og https://forvarnir.is/ sem fræða fólk um hættur fíkniefna.

Heimildir