Hreint haf

Hreint haf

Í framhaldi af plastlausum september í fyrra var ákveðið að 6. bekkur GJS tæki þátt í þróunarverkefninu – Hreint haf – ungt fólk gegn plastmengun í hafi.

Verkefnið var samvinnuverkefni Landverndar og GSNB. Áður höfðu allir nemendur skólans fengið fræðslu um örplast, þýðingu hafsins fyrir líf okkar og tekið þátt í umræðum um lausnir við plastvandanum.

Verkefni þetta var nemendamiðað og snerist um það að nemendur tækju þátt í þróun námsefnis sem byggði á menntun í sjálfsbærni, lýðræðismennt og getu til aðgerða.

Markmiðið var að nemendur lærðu um plastmengun og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hana á einhvern hátt.

Margrét Hugadóttir verkefnastýra Skóla á grænni grein og sérfræðingur hjá Landvernd heimsótti okkur og kynnti verkefnið og útskýrði vinnuferlið sem var þannig að þau gæti haft áhrif – nemendur stýrðu verkefninu en fengu leiðsögn í skólanum. Þau fylgdu vísindalegri aðferð við vinnuna og völdu sér sjálf viðfangsefni eða áskorun sem tengdust verkefninu.

Lögð var áhersla á ábyrgð þeirra, frelsi og sköpunarkraft.

Margrét kom til okkar í tvígang. Hún lagði inn verkefnið hjá nemendum og kynnti hugmyndafræðina á bak við vinnu þeirra og hvernig þau ættu að nálgast verkefnið – Vísindaleg aðferð (sjá plakatið) síðan var nemendum skipt upp í hópa til frekari umræðna. Rætt um hvort nemendur gætu breytt eitthvað í sínum háttum, heima, í skólanum og í nærsamfélaginu. – Sköpuðust skemmtilegar umræður út frá því.

Nemendur fengu heimaverkefni á tímabilinu

· Annars vegar áttu þau að sleppa því að nota einnota plast og skrá hjá sér hvernig til tókst

Dæmi: ég fór á fætur og burstaði tennur, ég fékk systur mína til að setja tannkrem á tannburstann en burstaði mig sjálf. Tannburstinn var úr plasti

Ég fékk mér hafragraut í staðinn fyrir cherrios því morgunkornið er í plasti í kassanum........

Ég fór á klósettið og setan er úr plast L Ég fór svo til vinkonu minnar og bankaði á hurðina því dyrabjallan var úr plast......

Spurningar:

Get ég sleppt því að nota eitthvað af því plast sem ég notaði?

Hvað get ég notað í staðinn?


· Hins vegar var nemendum var skipt upp í hópa þar sem þau ætluðu t.d. að hreinsa afmarkað svæði, kanna ástand ruslatunna á ákveðnu svæði og svo framvegis. Sinna fjöruhreinsun og meta magns þess sem þau tíndu og svo framvegis. Fljótlega þurfti að fækka hópum og var erfitt að sammælast um tíma utan skóla til verkefnavinnunnar. Ýmsar ástæður eru fyrir því en óhætt að segja að nemendur voru mjög áhugasamir.

Eftir þessa rannsókn þá birtu nemendur áskorun til almennings á vef Landverndar, á skjá skólans og í bæjarblaðinu um vinnu sína.


Guðrún Jenný Sigurðardóttir - umsjónarkennari 6. bekkjar