Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Áhöld:
notað einfaldar aðferðir og beitt viðeigandi áhöldum,
Efnisval:
unnið úr nokkrum gerðum textílefna,
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Nemendur fá fræðslu um gagnsemi og hættur internetsins. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund og Netumferðarskólinn.
Útfærsla:
unnið eftir einföldum leiðbeiningum,
Í heimildavinnu er farið yfir áreiðanleika upplýsinga, hvaða netsíðum er hægt að treysta og hvað ber að varast.
Nemendur fá fræðslu um gæði upplýsinga. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund.
Vinnuvernd:
beitt líkamanum rétt við vinnu sína.
Hugmyndavinna:
tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu,
Sköpun og skreyting:
skreytt textílvinnu á einfaldan og skapandi hátt,
Hugtök:
notað nokkur hugtök sem tengjast greininni,
Miðlar:
nýtt ýmsa miðla til að afla einfaldra hugmynda.
Efnisfræði:
fjallað um íslenskt hráefni og unnið með það á einfaldan hátt,
Merkingar:
gert grein fyrir nokkrum tegundum textílefna,
Endurnýting:
notað endurunnin efni í textílvinnu,
Menning:
greint nokkur einkenni íslensks handverks í textílvinnu.