Námsmat: Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
Upplýsingum um námsmat er haldið til haga í Mentor.
Nemendur fá umsögn í metanlegum hæfniviðmiðum sem eru sýnileg í Mentor.
Leiðsagnarnám: Áhersla er lögð á fjölbreyttar vinnuaðferðir í einstaklings, para og hópvinnu. Mikil samþætting er í námi nemenda og er reynt að tengja lestur við sem flestar námsgreinar.
Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.
B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
C+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.
C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
Við styðjumst við A-D matskvarða í flestum tilfellum en sum verkefni eru þess eðlis að 1-10 (1-100) kvarði eða Lokið/ólokið á betur við.
Nemandi getur unnið sjálfstætt og skipulega eftir forskrift og beitt réttum tækjum og tólum. Unnið sjálfstætt að verkefni byggt á eigin hugmynd að fullunninni afurð. Rætt viðfangsefni sitt af öryggi og nýtt sér algeng hugtök. Útskýrt kosti þess að velja umhverfisvæn efni úr nærumhverfi. Beitt viðeigandi vinnustellingum og sýnt af öryggi rétta notkun hlífðarbúnaðar. Sagt frá íslensku hráefni og unnið með það.
Nemandi getur unnið skipulega eftir forskrift og beitt tækjum og tólum við hæfi. Unnið verkefni byggt á eigin hugmynd að fullunninni afurð. Rætt viðfangsefni sitt á skiljanlegan hátt og nýtt sér algeng hugtök. Valið umhverfisvæn efni úr nærumhverfinu. Beitt viðeigandi vinnustellingum og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar. Tengt íslenskt hráefni við verkefni sitt.
Nemandi getur með aðstoð unnið skipulega eftir forskrift og beitt réttum tækjum og tólum. Unnið verkefni byggt á eigin hugmynd í samvinnu eða með aðstoð að fullunninni afurð. Rætt viðfangsefni sitt á nokkuð skiljanlegan hátt og nýtt sér algeng hugtök. Með aðstoð valið umhverfisvæn efni úr nærumhverfi. Beitt oftast réttum vinnustellingum og sýnt að jafnaði rétta notkun hlífðarbúnaðar. Sagt að einhverju leyti frá íslensku hráefni.
Nemandi getur skipulagt vinnu sína af öryggi, beitt nokkrum aðferðum og tækni í sjálfstæðri og skapandi vinnu. Sett fram vinnuteikningu eða verklýsingu byggða á eigin hugmynd og unnið sjálfstætt eftir hönnunarferli. Greint og rætt vel viðfangsefni sitt og notað af öryggi til þess algeng hugtök. Haft umhverfissjónarmið til hliðsjónar við efnisval og rökstutt valið. Sýnt frumkvæði og ábyrgð við réttar vinnustellingar, val á hlífðarbúnaði við hæfi og mjög góða umgengni um vinnusvæði. Fjallað um og unnið með íslenskt hráefni og tengt það sögu og menningu.
Nemandi getur gert verkáætlun og beitt nokkrum aðferðum og tækni í sjálfstæðri og skapandi vinnu. Notað einfalda vinnuteikningu eða verklýsingu byggða á eigin hugmynd og unnið eftir hönnunarferli. Greint og rætt viðfangsefni sitt og notað til þess algeng hugtök. Haft umhverfissjónarmið til hliðsjónar við efnisval. Sýnt réttar vinnustellingar, valið réttan hlífðarbúnað og sýnt góða umgengni um vinnusvæði. Sagt frá vinnu með íslenskt hráefni í tengslum við sögu og menningu.
Nemandi getur með aðstoð skipulagt vinnu sína og með leiðsögn beitt aðferðum og tækni í sjálfstæðri skapandi vinnu. Sett fram vinnuteikningu eða verklýsingu í hóp eða með aðstoð byggða á eigin hugmynd og unnið eftir hönnunarferli. Greint og rætt að nokkru leyti viðfangsefni sitt og notað til þess algeng hugtök. Með aðstoð valið umhverfisvæn efni í verkefnin sín. Valið með leiðsögn réttar vinnustellingar, valið að jafnaði réttan hlífðarbúnað og gengið frá eftir vinnu sína. Að einhverju leyti sagt frá vinnu með íslenskt hráefni í tengslum við sögu og menningu.