Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Áhöld:
beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar,
Efnisval:
unnið úr fjölbreyttum textílefnum,
Útfærsla:
unnið með einföld snið og uppskriftir,
Vinnuvernd:
þekkt mikilvægi viðeigandi líkamsstöðu og geti beitt líkanum rétt við vinnu sína.
Hugmyndavinna:
þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli,
Nemendur vinna a.m.k. tvö glæruverkefni (Google slides) á vetri, annað er haustverkefni og nefnist Um mig, 5-7 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Hitt er bókakynning þar sem nemandi velur bók sem nýbúið er að lesa í heimalestri eða yndislestri, segir frá söguþræði bókarinnar, aðal- og aukapersónum, höfundi bókarinnar og hvaða aðrar bækur höfundur hefur skrifað. Nemandi þarf að skrá bókina sem heimild aftast í glærusýningunni. Nemendi þarf svo að kynna bókina sína fyrir samnemendum.
Sköpun og skreyting:
notað fjölbreyttar aðferðir að eigin vali við skreytingu textílafurða,
Hugtök:
útskýrt eigið verk og notað til þess hugtök greinarinnar,
Miðlar:
nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um hugmyndavinnu, hönnun og útfærslu á þeim,
Tækni:
nýtt hugbúnað við hönnun eigin mynsturs eða myndefnis fyrir textílvinnu.
Nemendur nota teikniforritið Canvas sem er grunnforrit í Chrombook vélunum til að teikna stafrænar myndir.
Nemendur fá aðgang að Canva sem er forrit fyrir grafíska hönnun.
Efnisfræði:
fjallað um efnisfræði svo sem eiginleika náttúruefna og gerviefna,
Merkingar:
skilið helstu tákn og merkingar textílefna,
Endurnýting:
nýtt endurunnin efni í textílvinnu og gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum,
Menning:
greint og fjallað um hefðir í textílvinnu á Íslandi og sett í samhengi við sögu.