Jörð
7. bekkur
Jörð
7. bekkur
Vinnuaðferðir:
Prjóna, prjónavefstóll, hekla:
Nemendur læra að fitja upp, prjóna, sauma saman og ganga frá endum.
...þeir læra ýmist að prjóna með sokkaprjónum í hring eða á hringprjóna, eða jafnvel bara á tvo prjóna, garðaprjón, slétt og brugðið prjón.
...einnig er í boði að nota prjónavefstól.
...eða læra grunn í hekli ( þá er áhersla á rússneskt hekl, en aðrar hekluaðferðir eru líka í boði).
...einnig er hægt að læra flóknari aðferir fingraprjóns.
Viðgerðir, breytingar eða endurvinnsla:
Nemendur reyna að finna sjálfir eða með aðstoð kennara, aðferðir sem hennta við viðgerð, breytingu eða endurvinnslu á textílefni .
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, allt að 19 skipti.
Verkefnin eru:
Prjóna, prjónavefstóll, hekla (unnið með garn) :
Fyrst er verkaðferð fyrir garnið valin,
t.d. hekla, prjóna (á hringprón eða sokkaprjóna) , "prjónavefa" ( á prjónavefstól)
Nemendur eru hvattir til að prófa að prjóna með mismunandi prjónaaðferðum og mismunandi garni og prjónum, heklunálu o.s.frv.
Prjónaverkefni geta verið t.d. húfa, vettlingar, handstúkur eða einhver önnur prjónastykki sem nemandinn velur.
Hekluverkefnið geta verið t.d. þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki sem nemandinn velur.
Viðgerðir, breytingar eða endurvinnsla:
Nemandi beitir ýmsum verkaðferðum og vinnur með alskonar textílefni (þ.e. föt, teppi, gardínum, rúmfötum o.s.frv), þar sem þau þurfa að hafa í huga "græna-hugsun" sem tengist textíl þ.e. viðgerðir, breytingar eða endurvinnslu.
Til dæmis :
Geri við föt sem þau eiga, t.d. laga gat eða saumsprettu.
Breyta fötum t.d. þrengja eða víkka, skreyta með útsaum eða öðru, lita flík o.s.frv.
Einnig er hægt að gera alveg nýjan hlut úr gömlu efni t.d. sauma tösku úr gömlum gallabuxum o.s.frv.
Þriðja verkefnið : Er val bæði aðferð og efni.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Prjónað og heklað
Viðgerðir, breytingar eða endurvinnsla
Alskonar valverkefni