Vinnuaðferðir:
Útsaumur: Nemendur læra algeng útsaumspor (t.d. krosssaum, varpleggur, tunguspor, lykkjuspor o.s.frv.), þau velja sín spor og eru einnig hvött til að sauma frjálsan saum líkt og málað væri með þræðinum.
Vélsamur: Þræðing, yfirþræðing rifjuð upp, kennt að spóla og þræða undirtvinna upp. Æfa að sauma miða við saumfót og sikksakka.
Litun og þrykking: umgengi og tækni við notkun mismunandi tegunda taulita kennd, svo sem hnútabatik, vaxbatik, stenslagerð, tauþrykk og sólarprent.
Smyrna, rýa eða hakk: nemendur læra að smyrna, rýa eða nota hakk aðferðina.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílnmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, í 16-17 skipti.
Verkefnin eru:
Við fyrsta verkefnið eru notaðar allavegna tvær vinnuaðferðir, útsaum eða taulitun, ásamt vélsauminum. Nemendur skreyta efni og velja sína megin skreytingaaðferð (þ.e. útsaum og/eða einhverskonar taulitun). Nemendur teikna sjálfir munstur eða velja tilbúin munstur eftir sínum áhuga- og hugarefnum. Síðan nýta nemendur skreytta efnið í vélsaumsverkefni, einhverskonar fylgihlut (púði, pennaveski, taska, hulstur eða lítið skart o.s.frv. ) Einnig má skreytingin standa ein og sér t.d. sem veggmynd.
Næsta verkefni er nytjahlutur ( lítil motta, púði eða álíka), þá búin til með því að rýja smyrna eða hakk vinnuaðferðinni, þau gera munstur eða einlitan flöt. Einnig er velkomið að skapa hlut sem þessar aðferðir kalla fram, sumir hafa gert leikræna hluti, grímu, hárkollu.
Valverkefni: Þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Smyrna
Aukaverkefni