Skógafoss
4. bekkur
4. bekkur
Vinnuaðferðir :
Prjón (og hekl): Nemendur læra fingraprjón, nota prjónavefstól, eða prjóna á tvo sokkaprjóna garðaprjón (e.t.v. hringprjón) eða læra grunn í hekli.
Aðalvinnuaðferðin í 4.bekk er s.s. prjón og hekl, en aðrar vinnuaðferðir mun kennari velja með nemanda, t.d. í valverkefnum.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílnmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, í 20 skipti.
Verkefnin eru:
Unnin eru lítil einstaklings prjónaverkefni þar sem þau velja sitt garn og prjónastykki (prjónadýr, leikföng o.s.frv.), og ef til vill taka þau einnig þátt í samvinnuverkefni. Jafnframt ef áhugi er fyrir hendi er prjónaklúbbur stofnaður og huggulegheit tengd honum höfð í hávegum. Þega nemendur hafa náð smá tökum á vinnuaðferðunum eru þeir hvattir til að vinna heima.
Valverkefni: þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Valverkefni