Þróunarverkefnið um færanlegar sköpunar- og tæknismiðjur, fjölbreytta vinnu og skapandi skil hefur það að markmiði að styðja við hugarfar vaxtar, sköpunarhæfni og lausnamiðaða hugsun. Mikilvægt er að hafa í huga að hönnun, sköpun og stafræn tækni á ekki bara heima í sérstökum kennslustundum, heldur í öllu námi.

Þátttaka í þróunarverkefninu skólaárið 2023-2024 felur í sér að starfsstaðurinn fær afnot af veglegri, færanlegri sköpunar- og tæknismiðju með margvíslegum búnaði ásamt vönduðu og verðlaunuðu námsefni sem kallast Maker’s Red Box. Innleiðing og undirbúningur hefst vorið 2023.


Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er hluti af Stafrænni grósku og tengist stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar.