Þróunarverkefnið um færanlegar sköpunar- og tæknismiðjur, fjölbreytta vinnu og skapandi skil hefur það að markmiði að styðja við hugarfar vaxtar, sköpunarhæfni og lausnamiðaða hugsun. Mikilvægt er að hafa í huga að hönnun, sköpun og stafræn tækni á ekki bara heima í sérstökum kennslustundum, heldur í öllu námi.

Þátttaka í þróunarverkefninu skólaárið 2023-2024 felur í sér að starfsstaðurinn fær afnot af veglegri, færanlegri sköpunar- og tæknismiðju með margvíslegum búnaði ásamt vönduðu og verðlaunuðu námsefni sem kallast Maker’s Red Box. Innleiðing og undirbúningur hefst vorið 2023.


Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er hluti af Stafrænni grósku og tengist stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar.

Lærdómssamfélag

Kennsluráðgjafar Mixtúru styðja við innleiðingu á verkefninu. Á vorönn 2023 senda starfsstaðirnir þrjá til fimm starfsmenn á námskeið þar sem farið verður yfir notkun tækja og námsefnið.  Þátttakendur í þróunarverkefninu verða hluti af lærdómssamfélagi um fjölbreytta og skapandi vinnu í skóla- og frístundastarfi. Hópurinn heldur áfram að hittast skólaárið 2023-2024, styðja hvert annað, deila reynslu og miðla hvernig gengur.  


Lögð er áhersla á að þátttakendur miðli möguleikum til samstarfsfólks svo hægt sé að nýta færanlegu sköpunar- og tæknismiðjuna á fjölbreyttan hátt meðan hún er í húsi. 


Fræðsla og vinnustofur vorönn 2024


Fræðsla og vinnustofur haustönn 2023


Undirbúningur starfsfólks vorönn 2023

Færanleg sköpunar- og tæknismiðja

Þátttaka í þróunarverkefninu felur í sér að starfsstaðurinn fær afnot af veglegri, færanlegri sköpunar- og tæknismiðju með margvíslegum búnaði :


Maker's Red Box

Maker’s Red Box er námsefni sem í grunninn er 16 vikna námsáætlun sem fylgir ákveðnum söguþræði. Hópur nemenda tekst saman á við margvíslegar áskoranir sem verða á vegi þeirra í sögunni. Í gegnum samvinnu og lausnamiðaða hugsun eru verkefni leyst með fjölbreyttum hætti og eru þrívíddarprentun, laserskurður og forritun hluti af því sem fengist er við.


Námsefnið er fyrir 11 ára og eldri:

Umsókn

Með umsókn skuldbindur starfsstaðurinn sig til að:

Glærur frá kynningarfundi:

MIXIÐ -

Með því að taka þátt í þessu spennandi þróunarverkefni gefst einstakt tækifæri til að kynnast, þróa og styðja við mikilvæga hæfni  í námi, kennslu og leik.