Kvikmyndataka og vinnsla - gamalt

Æfingaverkefni

Takið upp:

  • Samtal þar sem notað er yfir öxlina skot og ætíð skipt á andlit þess sem er að tala

  • Atriði þar sem einhver gengur eftir gangi

    • Notið skrifborðsstól til að elta, takið bæði upp fyrir framan og aftan

  • Atriði með sama viðfangsefni en mörgum mismunandi skotum

    • T.d. vítt skot, nærmynd, ýkt nærmynd, neðan frá

    • Reynið að láta atriðið "meika sens" en ekki bara random skot

    • Gæti t.d. verið nemandi að taka próf eða vera of seinn í skólann

      • Hvað er þá rökrétt að vekja athygli á? Rusli á götunni? Klukkunni á veggnum? Andlit nemandans? Skriffæri?

Skiptist á og hjálpist að við öll hlutverk - mikilvægt að allir fái að prófa kvikmyndatöku og klippingu og því þurfa allir líka að vera tilbúnir að leika og aðstoða við önnur atriði.

    • Kvikmyndataka

    • Leikarar

    • Ljós (ef þarf)

    • Klipping og samsetning búta

Vistið öll atriðin sem þið vinnið og skilið gegnum Classroom í lok tímans.

Sendið með hver gerði hvað.

Það er ekki annar tími fyrir þessar æfingar svo það er mikilvægt að nýta tímann vel og skila strax.

Atriði úr kvikmyndum