Grafísk hönnun - Umbrot

Verkefni 2 - Búa til Instagram efni

Í þessu verkefni eigið þið að hanna efni fyrir Instagram. Þetta eru samtals þrjár æfingar sem þið eigið að vinna og skila svo inn á viðeigandi verkefni inn á Classroom.

Athugið að vera skráð inn á Canva með gskolar netfanginu ykkar.

Ef þið voruð ekki búin með byrjunarverkefnið þar sem þið lærið helstu aðgerðir í Canva þá skuluð þið byrja á því.

1) Instagram Story mynd og texti

Smellið hér og veljið ykkur sniðmát (template) fyrir Instagram Story.

Setjið inn EIGIN mynd og texta.

Sjá dæmi hér til hliðar, myndin vinstra megin er sniðmátið en myndin hægra megin er unnin af mér, með mínum persónulegu myndum og texta sem passar við þær.

Búið til Instagram Story sem þið getið verið stolt af! Og skellið því endilega inn á Instagramið ykkar ;)

Vistið sem mynd og skilið inn á Classroom.

Upprunalegt sniðmát
Mín útgáfa

2) Instagram Animated Story vídeó

Smellið hér og veljið ykkur sniðmát (template) fyrir Animated Instagram Story.

Breytið efninu þannig að þið notið eigin texta og myndir eða veljið klippimyndir úr "Elements" valmyndinni.

Sjá dæmi hér fyrir neðan, myndbandið vinstra megin er sniðmátið en ég er búin að breyta sniðmátinu hægra megin.

Búið til Instagram Animated Story myndband sem þið getið verið stolt af! Og skellið því endilega inn á Instagramið ykkar ;)

Vistið sem vídeo og skilið inn á Classroom.

Purple Gradients Animated Instagram Story.mp4
Upprunalegt sniðmát
Animated insta mitt.mp4
Mín útgáfa

3) Instagram Story vídeó

Veljið eitt ef þessum Instragram Video Story sniðmátum eða eitt af þessum Instagram Reels Videos sniðmátum.

Setjið inn EIGIN myndband og texta.

Sjá dæmi hér fyrir neðan, myndbandið vinstra megin er sniðmátið en myndbandið hægra megin er unnin af mér, með mínum persónulega myndbandi og texta sem passar við.

Búið til Instagram Story myndband sem þið getið verið stolt af! Og skellið því endilega inn á Instagramið ykkar ;)

Vistið sem vídeo og skilið inn á Classroom.

Insta story bake.mp4
Upprunalegt sniðmát
Insta story italy.mp4
Mín útgáfa