Sýn

Heimasíða

Heimasíða

Metnaður – Víðsýni – Ábyrgð – Virðing – Lífsgleði – Kærleikur

Einkunnarorð: Gerum okkar besta.

Sýn Giljaskóla tekur mið af því hvað kemur einstaklingi best að tileinka sér til að ná góðum árangri í lífinu. Metnaður, víðsýni og ábyrgð eru undirstaða góðs námsárangurs en virðing, lífsgleði og kærleikur höfða til félags- og tilfinningaþroska sem er nauðsynlegur fyrir farsæl samskipti í leik og starfi. Þessi sex lífsgildi eru notuð við ýmis tækifæri og unnið út frá þeim í daglegu starfi. Merki skólans hefur verið útfært á fána, veggspjöld og bréfsefni til að nemendur, starfsmenn og gestir hafi þau fyrir augum. Lífsgildin eiga að sjást í vinnubrögðum og viðmóti starfsmanna, viðfangsefnum nemenda, vinnubrögðum og hegðun nemenda innan sem utan skólans og samskiptum milli nemenda, kennara og foreldra.

Slagorð skólans: „Gerum okkar besta” endurspeglar þá afstöðu að við viljum læra og breytast, gera mistök að sjálfsögðu, en ætíð með viðmiðið um að gera betur en áður. Við þurfum ekki að gera betur en aðrir, heldur betur en við höfum sjálf gert hingað til.