Námskynningar

Heimasíða

Heimasíða

Að lokinni hefðbundinni skólasetningu á haustin hefur myndast sú hefð í Giljaskóla að flestir kennarar eru strax á eftir með námskynningar fyrir foreldra. Þar fara þeir yfir áherslur vetrarins og kynna námsgögn og það kennslufyrirkomulag sem áætlað er. Þar gefst foreldrum tækifæri til að ræða saman og leita upplýsinga varðandi eitt og annað sem lýtur að skólastarfinu. Sérkennarar eru einnig til viðtals og er mikilvægt að foreldrar komi upplýsingum á framfæri til skólans sem skipta máli varðandi skólagöngu barna sinna.

Frekari kynningar eru einnig með foreldrum í 1. og 8. bekk. Þar er farið nákvæmar í ýmislegt sem varðar skólann og nemendur og eru þessar kynningar eða fundir boðaðir með góðum fyrirvara og gjarnan með ákveðinni dagskrá.